Djúpivogur
A A

2015

11. júní 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11.06.2015

13. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11. júní 2015 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sigurjón Stefánsson, Þorbjörg Sandholt og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.
Andrés stjórnaði fundi. Oddviti óskaði eftir að liður 2l yrði tekinn fyrir á fundinum og var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:   


1.    Fjárhagsleg málefni
Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum á afborgunum langtímalána í kjölfar endurfjármögnunar. Gert er ráð fyrir að afborganir lækki um sem nemur rúmum 26 millj. á ári 2015 og 2016, 8 millj. 2017 og 6 millj. 2018 og 2019 að öllu óbreyttu.

2.    Fundargerðir
a)    UÍA 65. sambandsþing, dags 11. apríl 2015. Lögð fram til kynningar.
Rán Freysdóttir mætir á fund.
b)    Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags 16. apríl 2015.  Lögð fram til kynningar.
c)    Aðalfundur Brunavarna á Austurlandi, dags. 29. apríl 2015.  Lögð fram til kynningar.
d)    Fræðslu og tómstundanefnd, dags. 11. maí 2015.  Lögð fram til kynningar.
e)    Ferða og menningarmálanefnd, dags 18. maí 2015.  Lögð fram til kynningar.
f)    Fræðslu og tómstundanefnd, dags 22. maí 2015.  Liður 2, skóladagatal, staðfestur.  Liður 3, skólastefna, staðfestur.  Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
g)    Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 22. maí 2015.  Lögð fram til kynningar.
h)    Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 29. maí.  Lögð fram til kynningar.
i)    Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 29. maí 2015.  Lögð fram til kynningar.
j)    Ferða og menningarmálanefnd, dags. 1. júní 2015.  Lögð fram til kynningar.
k)    Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 3. júní 2015.  Lögð fram til kynningar.
l)    Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 10. júní 2015. Kári vék af fundi undir lið 4 í fundargerðinni „Staða skipulagsmála vegna sölu lóðar sem rafstöð Djúpavogs stendur á“ og kom aftur á fund þegar umfjöllun um þann lið var lokið.  Liður 1 undir „Erindi og bréf“, „Lóðaumsóknir fyrir sumarhús við Vogaland dags. 20.05.2015“ staðfestur samhljóða.

3.    Erindi og bréf
a)    Varasjóður húsnæðismála, lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar og leiguíbúða á almennum markaði, dags. 21. maí 2015.
Lagt fram til kynningar.
b)    Samband íslenskra sveitarfélaga, gróðursetning, dags. 3. júní 2015.  Sveitarstjórn samþykkir að gróðursetja  trjáplöntur laugardaginn 27. júní til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í tilefni þess að 35 ár verða liðin frá því að hún var kjörin í embætti forseta Íslands, fyrst kvenna í heiminum sem þjóðkjörinn forseti.  
Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samvinnu við Skógræktarfélag Djúpavogs.
   
4.    Berufjarðarbotn
Með vísun til bréfs landeigenda Berufjarðar dags. 20. apríl 2015 er ljóst að allir landeigendur við botn Berufjarðar hafa nú, í fyrsta sinn, komist að sameiginlegri niðurstöðu er varðar veglínu um Berufjarðarbotn.
Í trausti þess að að undirritun og yfirlýsing landeigenda í áðurgreindu bréfi standi, fellst sveitarstjórn Djúpavogshrepps á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 í þá veru að í stað núgildandi veglínu sem staðfest var af Skipulagsstofnun 5. febrúar 2014, muni veglína verða færð til þess sem merkt er Z í matsskýrslu Vegagerðarinnar frá mars 2011, þó með þeim fyrirvara að hnika gæti þurft veglínunni eitthvað lítilsháttar þegar niðurstöður rannsókna vegagerðarinnar sem nú fara fram á framkvæmdarsvæðinu, liggja fyrir.
Vinna við breytingu á aðalskipulaginu, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er þegar hafin og verður lýsing breytingarinnar ásamt endanlegri veglínu kynnt á sérstökum íbúafundi sem haldinn verður 25. júní nk.
Sveitarstjórn leggur gríðarlega þunga áherslu á að það tímafreka og kostnaðarsama skipulagsbreytingaferli sem nú fer í hönd, geti gengið hindrunarlaust fyrir sig, og vænta má, ef ekki kemur neitt upp sem tefur framgang málsins, að breytingin á aðalskipulaginu verði staðfest í fyrsta lagi um næstu áramót. Gangi það eftir ætti því að vera mögulegt að bjóða framkvæmdir út strax í byrjun næsta árs.
Í tengslum við þessa umræðu hefur oddviti lagt áherslu á að fylgja málinu eftir af festu gagnvart umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, öllum þingmönnum kjördæmisins og vegamálastjóra, auk þess að senda inn sérstaka umsögn vegna framkvæmdarinnar til nefndarsviðs Alþingis þar sem hvatt er til þess í ljósi nýrrar stöðu, að framkvæmdum við Berufjarðarbotn verði lokið á tveimur árum í stað þriggja ára.
Eigi þessi áform að geta gengið eftir þarf sveitarstjórn að geta treyst því að vinnuferlið framundan gangi hnökralaust fyrir sig.    

5.    Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands
Lagt fram til kynningar.

6.    Sóknaráætlun Austurlands 2015-2019
Lögð fram til kynningar.  Sveitarstjóra og formanni atvinnumálanefndar falið að vinna umsögn og koma til skila.

7.    Samningur um sjúkraflutninga á Djúpavogi
Lagður fram til kynningar.  

8.    Skipulagsmál – Rafstöð
Kári vék af fundi.  Rafstöð Djúpavogs hefur lýst yfir áhuga á að selja fasteignina að Hammersminni 2b sem hýsir verkstæði fyrirtækisins þar sem komið hefur í ljós að það er takmörkunum háð hvað hægt er að stækka húsið á viðkomandi reit.  Í ljósi þess að fasteignin býður ekki upp á áformaða stækkun miðað við lóðaskipulag, gagnvart nánasta umhverfi og skipulagsgerð á miðsvæðinu er sveitarstjóra falið að ganga til samninga um kaup á fasteigninni. Í Aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir athafna- eða iðnaðarstarfsemi á þessu svæði til framtíðar. Stefnt er að gerð viðauka við fjárhagsáætlun á næsta fundi sveitarstjórnar ef samningur næst um kaupin.  
Samþykkt samhljóða. Kári mætir aftur til fundar.

9.    Teigarhorn
Hið opinbera hefur nýlega veitt myndarlegan styrk til uppbyggingar á Teigarhorni m.a. til endurbóta á íbúðarhúsi þar sem sveitarfélagið leggur áhersla á að verði heilsársbúseta í framtíðinni.  Í því ljósi og með það fyrir augum að treysta stöðu Teigarhorns enn frekar í sessi er sveitarstjóra og oddvita falið að ganga til samninga við Erlu Dóru Vogler ferða og menningarmálafulltrúa og Sævar Þór Halldórsson landfræðing og landvörð um búsetu og leigukjör þeirra á Teigarhorni frá og með ágúst á þessu ári til tveggja ára með endurskoðunarákvæði að þeim tíma liðnum enda falla störf þeirra og menntun fullkomlega að hugmyndum um framtíðaruppbyggingu á svæðinu.  Jafnframt verði Sævar ráðinn sem landvörður á svæðinu, sú ráðning taki þó ekki gildi fyrr en í febrúarbyrjun 2016.  Samþykkt samhljóða.

10.    Skýrsla sveitarstjóra
a)    Útboð skólaakstur.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi útboð á    skólaakstri en núgildandi samningur er runninn út.  Gert er ráð fyrir að útboð fari fram fljótlega.
b)    Gangstéttir.  Sveitarstjóri fjallaði um stöðuna varðandi gangstéttir við Hraun.  Stefnt er að því að steypa þær sem fyrst.
c)    Salernismál.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir samkomulagi sem náðst hefur við Hótel Framtíð varðandi aðgengi ferðamanna að salernisaðstöðunni á tjaldstæðinu.
d)    Starfsmannamál.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu starfsmannamála í sumar
e)    Golfskálinn á Hamri.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við stjórn Neista vegna vegna golfskálans á Hamri.  Sveitarstjóra falið að hefja undirbúning að flutningi hússins í Blánna í samráði við landeigendur á Hamri, stjórn Neista og formann skipulags og umhverfisnefndar.
f)    Styrkvegasjóður.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir úthlutun 1,5 millj. styrks til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í vegaáætlun 2015.  Stefnt er að áframhaldandi uppbyggingu og viðhaldi á veginum um Búlandsdal.
g)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir minnisblaði starfshóps um ljósleiðaravæðingu frá 8. júní 2015.
h)    Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um birtingu gagna vegna sveitarstjórnarfunda á heimasíðu sveitarfélagsins.  Stefnt er að því að fylgiskjöl vegna einstakra mála verði aðgengileg samhliða því að ný heimasíða sveitarfélagsins verður kynnt sem verður fljótlega.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

15.06.2015