Djúpivogur
A A

2015

9. apríl 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.04.2015

11. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 9. apríl 2015 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Þorbjörg Sandholt, Rán Freysdóttir og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:
1. Fundargerðir

a) Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 10. mars 2015. Lögð fram til kynningar.
b) Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 13. mars 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 13. mars 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 24. mars 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Landbúnaðarnefnd, dags. 30. mars 2015.
1a) Refaveiðar. Sveitarstjórn sammála um að auka ekki fé til refaveiða árið 2015. Sveitarstjórn leggur hins vegar áherslu á að fyrirkomulag veiðanna verði tekið til endurskoðunar fyrir næsta ár og felur landbúnaðarnefnd að koma með tillögur um það með hvaða hætti þeim fjármunum sem ætlaðir verða til refaveiða verði best varið með tilliti til grenjavinnslu í sveitarfélaginu.
1b) Minkaveiðar. Sveitarstjórn sammála um að auka ekki fé til minkaveiða. Sami háttur verður hafður á við ráðningu minkaveiðimanna og verið hefur en áhersla lögð á að sinna fyrst þeim svæðum þar sem æðarvarp og fuglaskoðun er stunduð sérstaklega.
2. Upprekstrarsamningur á Tungu. Sveitarstjórn tekur undir bókun meirihluta landbúnaðarnefndar varðandi upprekstrarsamning við Torfa Sigurðsson vegna Tungu. Formanni landbúnaðarnefndar og sveitarstjóra falið að ganga frá nýjum samningi og funda með TS þar sem áherslum sveitarfélagsins verði komið á framfæri.
3. Veggirðingar og aðrar girðingar. Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar.
4. a) Skilarétt í Hamarsseli. Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar.
b) Rúlluplast. Samþykkt að fela sveitarstjóra í samráði við form. landbúnaðrnefndar að skoða fyrirkomulagi við söfnun á rúlluplasti.
f) Cittaslow v. stuðningsaðila, dags. 31. mars 2015. Lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Umhverfisstofnun, Lýsing. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Lýsing. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, dags. 6. mars 2015. Lagt fram til kynningar.
b) Ferðamálastofa, Teigarhorn í Djúpavogshreppi – beiðni um umsagnir Ferðamálastofu dags. 11. mars 2015. Lagt fram til kynningar.
c) Austurbrú, Tilnefningar vegna stjórnarkjörs hjá Austurbrú ses. dags 18. mars 2015 Lagt fram til kynningar..
d) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, Fjárhagsáætlun 2015-2018 dags. 18. mars 2015. Sveitarstjóra falið að svara EFS í samráði við KPMG.
e) Vegagerðin, Mögulegar veglínur um Teigarhorn dags. 21. mars 2015. Lagt fram til kynningar.
f) Ágústa Margrét Arnardóttir og Guðlaugur Birgisson, Sumarlokun leikskóla, gæsluvöllur, íþrótta og æskulýðsstarf dags. 30. mars 2015. Sóley vék af fundi. Farið var yfir niðurstöður könnunar sem gerð var meðal foreldra varðandi mögulega notkun á gæsluvelli í sumar. Alls lýstu foreldrar 19 barna yfir áhuga á að nýta sér gæsluvöll ef hann yrði starfræktur. Notkun yrði þó mjög mismunandi milli vikna, mest fyrstu tvær vikurnar í ágúst og minnst síðustu vikuna. Sveitarstjórn sammála um að í ljósi þeirrar eftirspurnar verði gæsluvöllur opinn hluta úr degi í sumar meðan leikskólinn er lokaður. Sveitarstjóra og formanni fræðslu- og tómstundanefndar falið að útfæra fyrirkomulag við gæsluvöllinn. Sveitarstjóra að öðru leyti falið að svara erindinu í samráði við fulltrúa fræðslu- og tómstundanefndar og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Sóley kemur á fund.

3. Menningarsamningar

Sveitarstjóri kynnti drög að nýjum samstarfssamningi um menningarmál milli sveitarfélaga á Austurlandi. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemdir við drögin og felur sveitarstjóra að undirrita samstarfssamninginn fyrir hönd Djúpavogshrepps.

4. Samningur um sóknaráætlun

Sveitarstjóri kynnti Samning um sóknaráætlun Austurlands 2015-2019 sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband sveitarfélaga gerðu með sér og var undirritaður 10. febrúar 2015.

5. Uppbygging Faktorshússins

Í ljósi þess árangurs sem náðst hefur er varðar nýjar starfstöðvar og stöðugildi á Djúpavogi er sveitarstjórn sammála um að hraða uppbyggingu Faktorshúss sem kostur er með það fyrir augum að skapa þar fjölbreytta starfsaðstöðu. Faktorshúsið hefur verið í uppbyggingu frá árinu 2004. Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna að frekari fjármögnun er varðar verkefnið en á þessu ári hefur verkefnið fengið 10 mkr. styrk af fjárlögum.

6. Gjaldskrá vegna fráveitugjalds

Sveitarstjóri lagði fram gjaldskrá vegna fráveitugjalds. Samþykkt samhljóða.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Framkvæmdir við flotbryggjur. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna flotbryggja. Fjárveitingar til framkvæmda í höfnum landsins hafa verið skornar verulega niður miðað við fyrri áætlanir. Þó er ljóst að Djúpavogshöfn mun fá áður áætlaða fjárveitingu kr. 19,9 millj. sem er 60% af áætluðum framkvæmdakostnaði að frádregnum virðisaukaskatti. Stefnt er að útboði vegna framkvæmdarinnar fljótlega.
b) Ársreikningur. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi ársreikning 2014. Gert er ráð fyrir að hann verði tilbúinn á næstu dögum og verður boðað til aukafundar þar sem hann verður tekinn til fyrri umræðu.
c) Málefni sparisjóðsins. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir viðræðum við forsvarsmenn Landsbankans varðandi áframhaldandi bankaþjónustu á Djúpavogi.
d) Uppbygging ljósleiðaranets og ríkisstyrktarreglur EES. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann sat ásamt stjórn SSA og oddvitum þeirra sveitarfélaga sem ekki eiga sæti í stjórninni þriðjudaginn 8. apríl. Á fundinn mættu fulltrúar Póst og fjarskiptastofnunar ásamt Haraldi Benediktssyni og Páli Pálssyni úr starfshópi um alþjónustu í fjarskiptum. Samþykkt að taka málið í heild sinni fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:20.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

13.04.2015

12. mars 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.03.2015

10. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. mars 2015 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Þorbjörg Sandholt, Rán Freysdóttir og Júlía Hrönn Rafnsdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Samþykkt að bæta lið 1 n) inn í dagskrána.

Dagskrá:
1. Fundargerðir

a) Starfsendurhæfing Austurlands, dags. 28. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
b) Starfsendurhæfing Austurlands, dags. 30. janúar 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. janúar 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 11. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 11. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
f) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 12. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
g) Hafnasamband Íslands, dags. 13. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
h) Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 23. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
i) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
j) Starfshópur um úttekt á Djúpavogsskóla, dags. 2. mars 2015. Lögð fram til kynningar.
k) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 4. mars 2015. Liður 1, breyttar reglur grunn- og leikskólans staðfestar. Liður 2, ungmennaráð, staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
l) Starfshópur um úttekt á Djúpavogsskóla, dags 10. mars 2015. Liður 1, úttekt á Djúpavogsskóla staðfestur og sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Skólastofuna slf – Rannsóknir og ráðgjöf. Stefnt er að frágangi viðauka við fjárhagsáætlun á næsta fundi sveitarstjórnar.
m) Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 11. mars.
Liður 8, hænsnfuglar í þéttbýli, afgreiðslu frestað. Að öðru leyti staðfest.
n) Ferða- og menningarmálanefnd, dags 9. mars 2015. Liður 1, myndefni Þórarins Hávarðssonar, staðfestur og sveitarstjóra falið að ganga frá kaupunum.
Liður 2, móttaka listamanns frá Vesteraalen samþykkt. Liður 4, tónleikahald og leiksýning, staðfestur. Liður 5, List án landamæra 20.000 kr. styrkur, samþykkt. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, styrkbeiðni, dags. 11. febrúar 2015. Styrkbeiðni hafnað.
b) Hildur Björk Þorsteinsdóttir, styrkbeiðni, dags. 15. febrúar 2015. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 50.000
c) Austurbrú, fréttabréf janúar og febrúar, dags. 17. febrúar 2015. Lagt fram til kynningar.
d) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, framlag til Teigarhorns, dags. 20. febrúar 2015. Sveitarstjórn fagnar afgreiðslu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
e) Skipulagsstofnun, Lýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi Teigarhorns dags. 25. febrúar 2015. Lagt fram til kynningar.
f) Vinnumálastofnun, virkjum hæfileikana, dags. 25. febrúar 2015. Lagt fram til kynningar. Lagt fram til kynningar.
g) Skotmannafélag Djúpavogs, ósk um landsvæði fyrir starfsemi félagsins dags. 25. febrúar 2015. Sveitarstjórn staðfestir bókun SFU um sama mál dags. 11. mars 2015.
h) Innanríkisráðuneytið, staðfesting á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Djúpavogshreppi dags. 26. febrúar 2015. Lagt fram til kynningar.
i) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, umsögn um breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 og breytta notkun á jörðinni Teigarhorn og deiliskipulagi fyrir Teigarhorn dags. 3. mars 2015. Lagt fram til kynningar.
j) Skógrækt ríkisins, breytt landnotkun á Teigarhorni samanber tillögu að deiliskipulagi dags. 3. mars 2015. Lagt fram til kynningar.
k) Minjastofnun Íslands, Teigarhorn – umsögn um breytingu á aðalskipulagi og um lýsingu á deiliskipulagi dags. 6. mars 2015. Fallist er á ábendingar Minjastofnunar varðandi fornleifaskráningu á svæðinu. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

3. Félagsþjónustan
Farið var yfir framkvæmdaáætlun í barnavernd og starfsáætlun Félagsþjónustu 2015 og hvort tveggja staðfest.

4. Starfsstöð Austurbrúar á Djúpavogi
Farið var yfir stöðu mála varðandi starfsstöð Austurbrúar á Djúpavogi. Sveitarstjórn leggur áherslu á að í engu verði hvikað frá samþykkt stjórnar Austurbrúar frá 7. nóvember 2013 um að „..næstu störf sem auglýst verða hjá Austurbrú, sem eru ekki háð annarri staðsetningu, verði með staðsetningu á Seyðisfirði annars vegar og Djúpavogi hinsvegar.“

5. Skólaskrifstofa Austurlands
Farið var yfir nýjan samning um Skólaskrifstofu Austurlands sem undirritaður var 6. mars. Um er að ræða minniháttar breytingar frá fyrra samningi að höfðu samráði við hagsmunaaðila.

6. Menningarráð Austurlands
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Albert Jensson og Gauta Jóhannesson til vara sem fulltrúa Djúpavogshrepps á ársfund Menningarráðs Austurlands sem haldinn verður á Seyðisfirði 24. mars 2015.

7. Gjaldskrá vegna fráveitugjalds
Sveitarstjóri kynnti tillögu uppsetningu á gjaldskrá vegna fráveitugjalds. Stefnt að afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

8. Cittaslow
Farið yfir reglur um stuðningsaðila Cittaslow. Nokkrar umsóknir liggja fyrir. Sveitarstjóra falið að afgreiða umsóknir um stuðningsaðila Cittaslow í samráði við formann ferða- og menningarmálanefndar.

9. Skýrsla sveitarstjóra

a) Rauða kross námskeið. Sveitarstjóri kynnti námskeið sem haldið verður á vegum Rauða krossins fyrir barnfóstrur. Stefnt er að því að halda námskeið fyrir vorið.
b) Byggðakvóti. Sveitarstjóri kynnti úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015-2016. Alls nemur úthlutaður byggðakvóti á Djúpavogi 191 þorskígildistonni og skiptist á þrjá báta.
c) Starfsmannamál. Sveitarstjóri kynnti breytingar sem gerðar hafa verið á starfsmannahaldi í áhaldahúsinu en þar hefur starfsmönnum fækkað um einn og hefur Sigurbjörn Heiðdal tekið við forstöðu af Magnúsi Kristjánssyni.
d) Opnunartími skrifstofu. Sveitarstjóri fór yfir nýjan opnunartíma skrifstofu í tengslum við að starfshlutfall skrifstofustjóra hefur verið fært í 75%.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:00.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

13.03.2015

13. febrúar 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.02.2015

9. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. febrúar 2015 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Þorbjörg Sandholt, Rán Freysdóttir og Kári Valtingojer. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að mál 2g, 2h, 4 og 5 yrðu tekin fyrir á fundinum þó þau væru ekki á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fundargerðir

a) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 7. janúar 2015. Lögð fram til kynningar.
b) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 12. janúar 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Hafnasamband Íslands, dags. 16. janúar 2015. Lögð fram til kynningar.
d) SSA, dags. 21. janúar 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 23. janúar 2015. Lögð fram til kynningar.
f) Cruise Iceland, dags. 23. janúar 2015. Lögð fram til kynningar.
g) Hafnarnefnd Djúpavogshrepps, dags. 26. janúar 2015. Liður 1, breytingar á gjaldskrá staðfestur. Liður 2, frestun ákvörðunar um frekari framkvæmdir þar til ákvörðun ríkisins um fjárframlag liggur fyrir staðfestur.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
h) Atvinnumálanefnd, dags. 9. febrúar 2015. Liður 2, Íris Hákonardóttir erindi um sumarlokun leikskólans. Atvinnumálanefnd bókaði eftirfarandi: Við leggjum til að þetta verði skoðað fyrir sumarið 2015. Sú tillaga kom fram að ef ekki næðist samstaða meðal starfsfólks leikskólans og yfirmanna um opnun allt árið, þá væri hægt að leigja út starfsemina til einkaaðila á þeim tíma sem sumarlokunin stendur yfir.
Sama erindi var tekið fyrir hjá fræðslu og tómstundanefnd 2, október 2014 en erindinu hafði verið beint til nefndanna beggja á fundi sveitarstjórnar 11. september 2014. Fræðslu og tómstundanefnd bókaði eftirfarandi:
Erindið snýr að sumarlokun Leikskólans Bjarkatúns. Erindið var rætt og ákveðið að mæla með því við sveitarstjórn að unnið verið að því að skipuleggja gæsluvöll sem komi til móts við þessa þörf. Einnig mælir nefndin með því að námskeiðið börn og umhverfi (barnapíunámskeið) verði í boði hér á næstunni.
Lagt til að unnið verði út frá bókun fræðslu og tómstundanefndar og nefndin vinni að nánari útfærslu. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
i) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 10. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Landsnet, kerfisáætlun 2015-2024, dags. 2. janúar 2015. Lagt fram til kynningar.
b) Skipulagsstofnun, tillaga að breytingu á Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008-2020, Teigarhorn, dags. 8. janúar 2015. Lagt fram til kynningar.
c) Fljótsdalshérað, bókun náttúruverndarnefndar Fljótsdalshéraðs, dags. 12. janúar 2014. Lagt fram til kynningar.
d) Umsögn um tillögu um Landsskipulagsstefnu. Lagt fram til kynningar.
e) Hafnasamband Íslands, ársreikningur Hafnasambands Íslands 2014, dags. 3. febrúar 2014. Lagt fram til kynningar
f) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsókn um rekstarleyfi á Karlsstöðum í Berufirði, dags. 3. febrúar 2015. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir.
g) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, styrkumsókn vegna ljósmyndavefs, dags. 3. febrúar 2015. Hafnað.
h) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsókn um endurnýjun og breytingu á rekstarleyfi fyrir Hótel Framtíð, dags. 3. febrúar 2015. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir.
i) Guðmundur Valur Gunnarsson, umsókn um lóðarskipti á Lindarbrekku. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir.

3. Samkomulag við Náttúran.is

Oddviti kynnti samkomulag við fyrirtækið Náttúra.is um samstarf um Endurvinnslukortið. Innifalið í samkomulagi er meðal annars ítarupplýsingar á vefsíðu Náttúra.is um tilhögun endurvinnslu- sorphirðu og staðsetningar losunarsvæða á ýmsum endurvinnsluefnum og öðrum úrgangi á Djúpavogi. Um er að ræða miðlægan gagnagrunn sem sveitarfélög og íbúar þeirra geta nýtt sér með skilvirkum hætti. Vefslóðin verður birt á heimasíðu Djúpavogshrepps innan skamms og verður auglýst sérstaklega á heimasíðunni. Áskriftargjald er 11.160.kr á mán. 

4. Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020: Breytt landnotkun í landi Teigarhorns

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða lýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020: Breytt landnotkun í landi Teigarhorns. Lýsingin var kynnt fyrir skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd Djúpavogshrepps þann 23. janúar sl. og á borgarafundi á Djúpavogi 24. janúar sl. Ábendingarfrestur var veittur frá 27. janúar til 5. febrúar 2015 og bárust engar ábendingar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda lýsingu að breytingu á aðalskipulagi dags. 27. janúar 2015 ásamt viðbótum dags. 12. febrúar 2015 til umsagnar eftirfarandi stofnana: Ferðamálastofu, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Minjastofnunar, Skógræktar ríkisins, Vegagerðarinnar og Veiðimálastofnunar. Óskað er eftir að athugasemdum ofangreindra stofnana, ef einhverjar eru, fyrir 10. mars 2015.

5. Teigarhorn - lýsing á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða lýsingu að deiliskipulagi jarðarinnar Teigarhorns í Djúpavogshreppi. Lýsingin var kynnt fyrir skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd Djúpavogshrepps þann 23. janúar sl. og á borgarafundi á Djúpavogi 24. janúar sl. Ábendingarfrestur var veittur frá 27. janúar til 5. febrúar 2015 og bárust engar ábendingar.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda lýsingu að deiliskipulagi dags. 27. janúar 2015 ásamt viðbótum dags. 12. febrúar 2015 til umsagnar eftirfarandi stofnana: Ferðamálastofu, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Minjastofnunar, Skipulagsstofnunar, Skógræktar ríkisins, Vegagerðarinnar og Veiðimálastofnunar. Óskað er eftir að athugasemdum ofangreindra stofnana, ef einhverjar eru, fyrir 10. mars 2015.

6. Ungmennaráð – erindi frá Óskalistanum

Sveitarstjórn er jákvæð fyrir stofnun ungmennaráðs og sammála um að beina erindinu til fræðslu- og tómstundanefndar.

7. Starfshópur um starfstíma leikskóla

Lagt til að unnið verði út frá bókun fræðslu og tómstundanefndar og nefndin vinni að nánari útfærslu.

8. Samkomulag um aukna byggðafestu á Djúpavogi

Sóley vék að fundi. Sveitarstjóri kynnti samkomulag um aukna byggðafestu á Djúpavogi milli Byggðastofnunar og Búlandstinds ehf. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við samkomulagið og fagnar því að fiskvinnsla sé að nýju hafin undir merki Búlandstinds. Sveitarstjórn vill þó leggja áherslu á að þau 400 þorskígildistonn sem að Byggðastofnun leggur til duga hvergi nærri til að bæta upp þær aflaheimildir sem teknar voru frá byggðarlaginu árið 2014. Sóley kom inn á fund.

9. Samningur um sóknaráætlun Austurlands 2015-2019

Sveitarstjóri kynnti nýjan samning um sóknaráætlun Austurlands 2015-2019 og sérstaklega kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga.

10. Siðareglur Djúpavogshrepps

Siðareglur sem vísað var til síðari umræðu 16. október 2014 samþykktar samhljóða og undirritaðar af fulltrúum í sveitarstjórn.

11. Skýrsla sveitarstjóra

a) Málefni Kvennasmiðjunnar ehf. Eðvald Smári Ragnarsson krafðist þess 16. desember 2014 að mál er hann höfðaði gegn Kvennasmiðjunni ehf. og Djúpavogshreppi 27. október 2015 yrði fellt niður án kostnaðar. Þriðjudaginn 13. janúar 2015 úrskurðaði Héraðsdómur Austurlands að málið væri fellt niður. Stefnanda var gert að greiða Djúpavogshreppi og Kvennasmiðjunni ehf. málskostnað.

b) Bauja utan við Gleðivík. Bauja utan við Gleðivík hefur slitnað upp eða sokkið. Ljóst er að endurnýja þarf hana. Kostnaður vegna þess verður 1-2 millj. Ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun og því verður gengið frá viðauka vegna málsins um leið og nákvæmari kostnaðaráætlun liggur fyrir.

c) Fyrirkomulag snjómoksturs í Djúpavogshreppi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir með hvaða hætti staðið er að snjómokstri í sveitarfélaginu. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 700 þús. til snjómoksturs og hálkueyðingar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sjá til þess að snjómokstur og hálkueyðing sé með viðeigandi hætti bæði á akbrautum og gangstéttum.

d) Vegaframkvæmdir við botn Berufjarðar. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir samskipum við vegamálastjóra. Innan Vegagerðarinnar er verið að fara yfir fjárhagsstöðu þeirra verkefna sem eru í gangi. Í óformlegum samskiptum nýverið kom fram hjá vegamálastjóra að lítið svigrúm væri til verkefna á þessu ári og ekki afráðið hvort eða hvað verður farið í af því sem var með fjárveitingu árið 2015.

e) Fundur með stjórn Eyþings og þingmönnum kjördæmisins. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann sat á Mývatni 11. febrúar með þingmönnum kjördæmisins, stjórn Eyþings og SSA þar sem farið var yfir málefni kjördæmisins.

f) Brunavarnir og sjúkraflutningar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sem staðið hafa yfir um að Brunavarnir Austurlands taki yfir sjúkraflutninga líkt og gert hefur verið á Vopnafirði.

g) Húsakönnun. Húsakönnun í Djúpavogshreppi er komin út. Í þessari glæsilegu samantekt um eldri og merkari hús í sveitarfélaginu er getið um 19 hús í dreifbýli sveitarfélagsins og 16 hús í þéttbýlinu. Húsakönnunin hefur þegar vakið mikla athygli og mun nýtast sveitarfélaginu vel á komandi árum m.a. er varðar framgang húsverndarstefnu á svæðinu. Þótt um viðamikla sé að ræða er ekki um endanlega úttekt að ræða á húsakosti í sveitarfélaginu og því verður hægt að uppfæra og bæta við húsakönnun þessa í framtíðinni. Vert er að þakka Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur fyrir einstaklega gott handbragð vegna vinnu við húsakönnunarinnar. Verkefnið var unnið með góðum stuðningi Minjastofnunar Íslands sem ber að þakka sérstaklega.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Þorbjörg Sandholt, fundarritari.

 

13.02.2015

8. janúar 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 08.01.2015

8. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 8. janúar 2015 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Þorbjörg Sandholt, Júlía Hrönn Rafnsdóttir og Kári Valtingojer. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að liðum 3 d og e yrði bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Endurfjármögnun langtímalána. Sveitarstjóri gerði grein fyrir lántöku sem gengið hefur verið frá hjá Lánasjóði sveitarfélaga sbr. samþykkt sveitarstjórnar dags. 11. des. 2014. Sveitarstjóri gerði jafnframt grein fyrir tilboðum sem borist hafa vegna endurfjármögnunar með 65 millj. króna láni til 15 ára. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá lántöku í samráði við KPMG.

2. Fundargerðir

a) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 6. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
b) Cruise Iceland, dags. 4. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
c) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 10. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 12. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
e) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
f) Framkvæmdaráð SSA, dags. 18. desember 2014. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Eðvald Smári Ragnarsson og Hólmfríður Haukdal, athugasemdir vegna grenndarkynningar vegna byggingaráforma við Hammersminni 2b,
dags. 17. desember 2014. Kári Valtingojer víkur af fundi.
Sveitarstjórn sammála að vísa málinu til SFU – skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefndar – Kári kemur inn á fund.
b) Skipulagsstofnun, tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar, dags. 19. desember 2014. Lagt fram til kynningar.
c) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, starfsleyfi fyrir fráveitu þéttbýlisins við Djúpavog, dags. 29. desember 2014. Vísað til SFU.
d) Byggingarfulltrúi Þórhallur Pálsson, grenndarkynning vegna Mörk 2
dags. 6. janúar 2015. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynninguna innan tilskilins frests.
e) Samband sveitarfélaga á Austurlandi, tilnefning fulltrúa Djúpavogshrepps í samráðsvettvang um gerð sóknaráætlunar fyrir Austurland 2015-2020.
Sveitarstjórn sammála um að tilnefna Gauti Jóhannesson.

4. Hunda- og kattahald

Samþykkt um hunda og kattahalds síðari umræða. Sveitarstjórn samþykkir aðild Djúpavogshrepps að samþykkt um katta- og gæludýrahald annarra en hunda annarsvegar og sérstaka samþykkt um hundahald hinsvegar á starfssvæði heilbrigðisnefndar austurssvæðis.

5. Skýrsla sveitarstjóra

a) Starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar á Djúpavogi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu þar sem kom fram að gert er ráð fyrir að stöðugildi starfsmanns Nýsköpunarmiðstöðvar með aðsetri á Djúpavogi verði auglýst innan skamms. Stöðugildið verður fjármagnað 70% af hálfu Nýsköpunarmiðstöðvar og 30 % af Austurbrú.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:00.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Þorbjörg Sandholt, fundarritari.

 

09.01.2015