29. september 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 29.09.2015
6. aukafundur 2014 – 2018
Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 29. september 2015 kl. 12:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt ásamt Gauta Jóhannessyni sveitarstjóra sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 er varðar breytta legu Hringvegar um Berufjarðarbotn - veglínu Z.
Tillaga að breytingunni var kynnt í Dagskránni og Fréttablaðinu 10. september sl., sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún aðgengileg á vef Djúpavogshrepps (www.djupivogur.is) og á skrifstofu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga rann út 24. september sl. Engar ábendingar bárust.
Þá bárust sveitarfélaginu umsagnir eftirfarandi stofnana varðandi lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar sem óskað var eftir 15. júlí sl.:
• Skipulagsstofnun dags. 23. júlí sl.
• Minjastofnun dags. 28. júlí sl.
• Umhverfisstofnun dags. 10. ágúst sl.
• Vegagerðin dags. 20. júlí sl.
Þá var jafnframt óskað eftir umsögn Veiðimálastofnunar en hún hefur ekki borist.
Í kjölfar umsagnar Umhverfisstofnunar var 13. ágúst sl. óskað eftir viðbrögðum frá Vegagerðinni og bárust svör frá stofnuninni 24. ágúst.
Sveitarstjórn er samþykk breytingunni og felur sveitarstjóra að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til auglýsingar á breytingunni sbr. 3.mgr.30.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:30.
Fundarerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.