14. júlí 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.07.2015
4. aukafundur 2014 – 2018
Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 14. júlí 2015 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir sem einnig ritaði fundargerð, Rán Freysdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020: Breytt lega Hringvegar um Berufjarðarbotn - veglína Z
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020: Breytt lega Hringvegar um Berufjarðarbotn - veglína Z. Lýsingin var kynnt fyrir skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd Djúpavogshrepps þann 24. júní sl. og á borgarafundi á Djúpavogi 25. júní sl. Ábendingarfrestur var veittur frá 1. júlí til 10. júlí 2015 og bárust engar ábendingar.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda lýsingu á breytingu á aðalskipulagi dags. 25. júní 2015 ásamt viðbótum dags. 14. júlí 2015 til umsagnar eftirfarandi stofnana: Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og Veiðimálastofnunar. Óskað er eftir að athugasemdum ofangreindra stofnana ef einhverjar eru fyrir 12. ágúst 2015.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:30.
Fundarerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.