29. október 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 29.10.2014
1. aukafundur 2014 – 2018
Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Andrés Skúlason sem stjórnaði fundi, Sóley Dögg Birgisdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Reglur um úthlutun byggðakvóta.
Farið var yfir reglur um úthlutun byggðakvóta og stöðuna í byggðarlaginu hvað varðar
veiðar og vinnslu. Fundargerð atvinnumálanefndar frá 21. október lögð fram.
Eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:
Í ljósi þess óvissuástands sem ríkir í sjávarútvegi á Djúpavogi í kjölfar brotthvarfs Vísis hf úr byggðarlaginu óskar sveitarstjórn Djúpavogshrepps, í samræmi við 3. gr. reglugerðar nr. 652 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014-2015, eftir fresti til 15. desember 2014 til að gera tillögur að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun aflamarks.
Sveitarstjóra falið að koma bókuninni til skila í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
2. Stefnur vegna Kvennasmiðjunnar ehf. (GJ og SDB viku af fundi)
Oddviti kynnti tvær stefnur sem birtar hafa verið sveitarfélaginu og varða Kvennasmiðjuna ehf. Samþykkt að fela lögmanni að fara yfir málin og bregðast við fyrir hönd sveitarfélagsins og GJ og SDB.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:00
Kristján Ingimarsson, fundarritari