Djúpivogur
A A

17. desember 2014 - aukafundur

17. desember 2014 - aukafundur

17. desember 2014 - aukafundur

skrifaði 18.12.2014 - 09:12

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 17.12.2014

2. aukafundur 2014 – 2018

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 17. desember 2014 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Rán Freysdóttir, Kári Snær Valtingojer, Þorbjörg Sandholt og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.


Dagskrá:

1. Fjárhagsvandi Austurbrúar – Rekstraráætlun 2015

Málefni Austurbrúar tekin til umfjöllunar og staða stofnunarinnar rædd.
Gögn frá Austurbrú lögð fram og erindi með tillögum, fjárhagsáætlun 2015 ásamt aðgerðaráætlun. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir eftirfarandi fyrir sitt leyti, að því gefnu að heildarfjármögnun verkefnis við endurskipulagningu reksturs liggi fyrir
með framlagi allra aðildarsveitarfélaga og annarra stofnaðila ásamt fjármagni ríkis og stofnana, með það að markmiði að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 haldi.

a) að fjármagn úr Atvinnuþróunarsjóði Austurlands, sem nú er til ráðstöfunar, verði nýtt til fjárhagslegrar endurskipulagningar Austurbrúar u.þ.b. 11.000.000 kr.
b) að á árunum 2016, 2017 og 2018 verði framlag Djúpavogshrepps til Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands tvöfaldað frá því sem það er á árinu 2014 og það renni til fjárhagslegrar endurskipulagningar Austurbrúar.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:00.