Djúpavogshreppur
A A

10. júlí 2014

10. júlí 2014

10. júlí 2014

skrifaði 20.07.2014 - 22:07

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 10.07.2014

2. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 10.07 2014 kl. 16:00. 

Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kristján Ingimarsson, Rán Freysdóttir og Kári Snær Valtingojer. Einnig sagt fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps, fyrri umræða

Eftir samráðsfund F og Ó lista 8. júlí 2014 liggja fyrir tillögur að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins, lúta þær einkum að breytingum á fastanefndum og erindisbréfum. Eftir umfjöllun við fyrri umræðu var samþykkt að vísa samþykktum um stjórn og fundarsköp í heild sinni til síðari umræðu þann 17. júlí 2014.

2. Fundargerðir

a) Brunavarnir á Austurlandi, dags 23. júní 2014. Lögð fram til kynningar.
b) HAUST, dags. 25. júní 2014. Lögð fram til kynningar.
c) SÍS, dags. 27. júní 2014. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Kristrún Björg Gunnarsdóttir og Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, ábendingar varðandi bókasafnið, dags. 2. júní 2014. Bréfritarar leggja til að starfshlutfalli bókavarðar og opnunartíma verði breytt. Afgreiðslu frestað þar til fagnefnd hefur tekið til starfa.
b) Samband íslenskra sveitarfélaga, kosning fulltrúa á landsþing SÍS, dags. 6. júní 2014. Afgreiðslu frestað.
c) Þjóðskrá Íslands, fasteignamat, dags. 10. júní 2014. Fasteignamat hefur hækkað að meðaltali um 7,7%. Lagt fram til kynningar.
d) Hrókurinn, styrkbeiðni, dags. 11. júní 2014. Farið er fram á styrk vegna Skákfélagsins Hróksins á Grænlandi og Íslandi, 50 – 100.000 kr. Styrkbeiðni hafnað.
e) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 12. júní 2014.
Fjármálastjórn sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
f) Þjóðskrá Íslands, dags. 13. júní 2014. Fasteignamat 2015. Fasteignamat í Djúpavogshreppi hækkar um 7,7% og landmat um 2,6%. Lagt fram til kynningar.
g) Innanríkisráðuneytið, viðaukar við fjárhagsáætlanir, dags. 18. júní 2014. Lagt fram til kynningar.
h) Landeigendur og íbúar við botn Berufjarðar, þjóðvegur nr. 1, í botni Berufjarðar, dags. 25. júní 2014. Meginefni bréfsins er áskorun til sveitarstjórnar um að hún beiti sér fyrir því að veglínu við botn Berufjarðar verði breytt frá því sem liggur fyrir í samþykktu aðalskipulagi. Samþykkt samhljóða að sveitarstjóra verði falið að kalla eftir formlegu áliti sérfræðinga Vegagerðarinnar á málinu eins fljótt og auðið er þar sem m.a. áhrif á kostnað og tímasetningar verða metin.
i) Brunavarnir á Austurlandi, gjaldskrá til samþykktar, dags. 30. júní 2014. Gjaldskrá samþykkt.
j) Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, ályktanir frá 15. þingi Landssambandins, dags. 2. júlí 2014. Lagt fram til kynningar.
k) Skipulagsstofnun, Fiskeldi Austfjarða ehf, tillaga að matsáætlun.
(undir þessum lið vék Kristján Ingimarsson af fundi vegna vanhæfis og Þorbjörg Sandholt tók sæti hans við afgreiðslu)
Beiðni um umsögn á allt að 24.000 tonna framleiðslu á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði og Berufirði, dags. 3. júlí 2014, þar af 7000 tonna aukningu í Berufirði. Umsögn óskast fyrir 25. júlí 2014. Sveitarstjórn sammála um að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar sem verður þann 17. júlí 2014. (Kristján kemur aftur inn á fund.)
l) Samband íslenskra sveitarfélaga, boðun XXVIII. landsþings SÍS, dags. 4. júlí 2014. Frestað til næsta fundar.
m) KPMG, námskeið fyrir sveitarstjórnarfólk, dags. 4. júlí 2014. Sveitarstjóra falið að finna hentugan tíma eftir sumarfrí.

4. Endurskoðendur sveitarfélagsins.

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað og ráðningarbréf frá KPMG. Samþykkt samhljóða að KPMG annist endurskoðun fyrir Djúpavogshrepp.

5. Ákvörðun um laun sveitarstjórnar og nefnda kjörtímabilið 2014 - 2018.

Sveitarstjóri lagði fram tillögur að kjörum sveitarstjórnar og nefnda með hliðsjón af leiðbeinandi útgáfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillagan gengur út á að nefndarfólk fái 10.000 kr fyrir fund og formaður 50% álag, sveitarstjórnarfólk fái 55.000 kr á mánuði oddviti fær það tvöfalt og varamaður 10.000 kr fyrir fund. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:20
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Fundarritari Kristján Ingimarsson.