Djúpivogur
A A

25. júní 2013 (aukafundur)

25. júní 2013 (aukafundur)

25. júní 2013 (aukafundur)

skrifaði 26.06.2013 - 09:06

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 25.06.2013

3. aukafundur 2010 – 2014

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 25. júní 2013 kl. 16:00.  Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir  og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að liður 3 yrði tekin á dagskrá samþykkt samhljóða.  

Dagskrá:

1.    Stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps  
Sveitarstjóri lagði fram til síðari umræðu nýjar samþykktir um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps. Að lokinni umfjöllun voru tillögurnar bornar upp og samþykktar samhljóða og í framhaldi af því settu fundarmenn upphafsstafi sína undir skjalið.  Sveitarstjóra falið að koma samþykktinni til staðfestingar ráðherra og síðan til birtingar í Stjórnartíðindum.

2.    Breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020.
 Þar sem engar ábendingar höfðu borist áður en frestur rann út þann 10. júní síðastl. vegna breyttrar legu Axarvegar ( Háubrekka að Reiðeyri) samþykkir sveitarstjórn lýsingu með breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 og felur sveitarstjóra að senda hana til umsagnar og eftirfylgni til eftirfarandi stofnana: Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Veiðimálastofnun.

3.    Fræðslu – og jafnréttisnefnd
1. Skóladagatal staðfest.
Sveitarstjóra og skólastjóra falið að vinna að húsnæðismálum leikskólans og vinna sömuleiðis að frágangi ráðningarmála hjá Djúpavogsskóla.
2. Sveitarstjóra falið að kanna kjörgengi nefndarmanna í fræðslunefnd í samráði við lögfræðisvið SÍS. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.