18. apríl 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 18.04.2013
36. fundur 2010 – 2014
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 18. apríl 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Oddviti óskaði eftir að taka fyrir fundargerð SBU sjá lið 2b, samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni
a) Ársreikningur Djúpavogshrepps 2012. Fyrri umræða. Magnús Jónsson frá KPMG mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningnum. Eftir ítarlega umfjöllun var ákveðið að vísa honum til síðari umræðu og þá verða helstu lykiltölur færðar inn. Undir þessum lið sat Ólafur Björnsson, launafulltrúi.
2. Fundargerðir
a) LBN, dags. 13. apríl 2013.
Liður 1, minkaveiðar. Staðfest.
Liður 2, refaveiðar. Samþykkt að auka fé til refaveiða um 500 þúsund. Staðfest.
Liður 4, upprekstrarsamningur. Staðfest með þremur atkvæðum (Albert Jensson og Sigurður Ágúst Jónsson sátu hjá). Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð SBU 18.04.2013. Staðfest
c) HAUST, dags. 20. mars 2013. Lögð fram til kynningar.
d) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 21. febrúar 2013. Lögð fram til kynningar.
e) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 3. apríl 2013. Lögð fram til kynningar.
3. Erindi og bréf
a) Ungmennafélag Íslands, ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði, dags. 2. apríl 2013. Lagt fram til kynningar.
b) Rauði Krossinn, Djúpavogsdeild, dags. 25. mars 2013. Styrkbeiðni. Sveitarstjóra falið að afgreiða málið.
4. Sóknaráætlun sveitarfélaga
Lögð fram til kynningar.
5. Skýrsla sveitarstjóra
a) Cittaslow. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þátttöku sveitarfélagsins í Cittaslow. Fyrir liggur að halda kynningarfund með ferða- og menningarmálanefnd, fyrirtækjum og íbúum í framhaldinu.
b) Teigarhorn. Oddviti gerði grein fyrir þeirri ánægjulegu niðurstöðu mála að Djúpavogshreppi hefur nú verið falin umsjá og eftirlit með jörðinni Teigarhorni en jörðin var formlega afhent til umsjár við athöfn í Umhverfisráðuneytinu þann 15. apríl síðastl.
Náttúruvætti hefur verið stækkað á jörðinni og stofnaður friðlýstur fólkvangur. Markmiðið með friðlýstum fólkvangi er að tryggja útivistarsvæði í fögru umhverfi þar sem gestum gefst tækifæri á að kynnast sérstakri náttúru svæðisins og sögu jarðarinnar Teigarhorns. Sveitarstjórn sammála um að skipa Andrés Skúlason fulltrúa í stjórn fólkvangs Teigarhorns en stjórn fólkvangsins sem er skipuð fulltrúm frá umhverfisstofnun, náttúrufræðistofnun og þjóðminjasafni skal vera ráðgefandi fyrir stefnumörkun um fólkvanginn sbr.auglýsingu þar um. Formaður stjórnar er fulltrúi Dpv. Málefni Teigarhorns verða kynnt frekar á næstu vikum.
c) Ríkarðssafn – greint frá skipan stjórn Ríkarðshúss og fyrsta formlega fundar í Rvk í liðinni viku. Í stjórn Ríkarðshúss eiga sæti Ólöf Ríkarðsdóttir, Andrés Skúlason og Þór Vigfússon.
d) Fundur með landlækni og HSA
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:00.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.