16. apríl 2013 (aukafundur)

16. apríl 2013 (aukafundur)
skrifaði 17.04.2013 - 08:04Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 16.04.2013
3. aukafundur 2010-2014
Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 16. apríl 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Kjörskrá
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá.
Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 16:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.