Djúpivogur
A A

13. júní 2013

13. júní 2013

13. júní 2013

skrifaði 14.06.2013 - 10:06

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 13.06.2013

38. fundur 2010 – 2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13. júní 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Þórdís Sigurðardóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Irene Meslo og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:


1.    Stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps

Sveitarstjóri lagði fram drög að nýrri samþykkt um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps til fyrri umræðu. Samþykkt að taka til seinni umræðu á aukafundi í júní.

2.    Fundargerðir

a)    SSA, dags. 23. maí 2013.
b)    Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 17. maí 2013.
c)    Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 31.05.2013
d)    Aðalfundur Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands, dags. 10. júní 2013.
e)    Haust, dags. 29. maí 2013
f)    Hafnasamband Íslands, dags. 8. maí 2013.
g)    Hafnasamband Íslands, dags. 24. maí 2013.
h)    SÍS, dags. 31. maí 2013.

3.    Erindi og bréf

a)    Brunavarnir á Austurlandi, brunavarnaáætlun, dags. 7. júní 2013. Sveitarstjóra falin afgreiðsla málsins.
b)    Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dagur íslenskrar náttúru, dags. 21. maí 2013. Lagt fram til kynningar.
c)    Sigurður Gunnarsson, hálendisvegur, dags. 21. maí 2013. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps telur að meðan ekki hefur enn verið lokið lagningu slitlags á fjölförnum vegaköflum í fjórðungnum og viðhaldi vega og nýframkvæmdum á stofn og tengivegum er enn mjög ábótavant, þá er það mat sveitarstjórnar að engar forsendur séu til að kalla eftir umræddum hálendisvegi á þessu stigi, þrátt fyrir hugmyndir um einkaframkvæmd. Sveitarfélagið liggur heldur ekki með lausa fjármuni til að styrkja fyrirhugaðan hálendisveg eins og farið er á leit við, enda nóg af öðrum og brýnari verkefnum að taka sem standa sveitarfélaginu nær. Ljóst má vera að ef sveitarfélög á Austurlandi færu nú að leggja kapp á stuðning við nýjan hálendisveg þá væri sá gjörningur til þess eins fallin að draga athyglina frá öðrum og brýnari verkefnum sem liggja óleyst á borði samgönguyfirvalda á svæðinu. Sveitarstjórn Djúpavogshrrepps  telur hinsvegar eðlilegt að lagning hálendisvegar verði tekin til alvarlegrar skoðunar þegar brýnni verkefnum hefur verið lokið á svæðinu.
d)    Hagsmunasamtök heimilanna, stöðvun á nauðungarsölum án dómsúrskurðar, dags. 24. maí 2013. Lagt fram til kynningar.
e)    Alda, húsnæði fyrir grasrótar- og félagasamtök, ódags. Lagt fram til kynningar.
f)    SÍS, nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013, dags. 30. maí 2013. Lagt fram til kynningar.

4.    Félagsþjónustan

Sveitarstjóri lagði fram nýjar reglur, gjaldskrár og samþykktir frá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Samþykktar samhljóða.

5.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Framkvæmdir við nýja smábátabryggju í Djúpavogshöfn. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
b)    Félagsaðstaða fyrir eldri borgara. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
c)    Teigarhorn. Sveitarstjóri og oddviti gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Teigarhorn.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:10.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.