10. janúar 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 10.01.2013
33. fundur 2010 – 2014
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 10. janúar 2013 kl. 16:00.
Fundarstaður: Langabúð.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Fundargerðir
a) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 20. nóvember. Lögð fram til kynningar.
b) Skólaskrifstofa Austurlands, dags. 23. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
c) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 12. desember 2012. Lögð fram til kynningar.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 18. desember 2012. Lögð fram til kynningar.
e) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 11. desember 2012. Lögð fram til kynningar.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. desember 2012. Lögð fram til kynningar.
2. Erindi og bréf
a) SBU, deiliskipulag í Fljótsdalshreppi, dags. 2. janúar 2013. Staðfest af sveitarstjórn.
3. Almenningssamgöngur
Sveitarstjóri kynnti yfirlýsingu sveitarfélaga á Austurlandi um almenningssamgöngur.
Honum falið að undirrita og staðfesta fyrir hönd sveitarstjórnar.
4. Sérstakar húsaleigubætur
Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um sérstakar húsaleigubætur. Nú er unnið að endurbótum á reglum um sérstakar húsaleigubætur hjá Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs. Ákveðið að fresta afgreiðslu málsins og hafa þær til hliðsjónar við endanlega afgreiðslu í ljósi samvinnu sem til staðar er innan málaflokksins.
5. Skýrsla sveitarstjóra
a) Hafnarframkvæmdir. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda en útboð vegna þeirra fram 19. janúar nk.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:50.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.