Djúpivogur
A A

2012

15. nóvember 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 15.11.2012

31. fundur 2010 – 2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 15. nóvember 2012 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Irene Meslö, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2013. Heimild til hámarksútsvars er 14,48%.  Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2013.
b) Gjaldskrár 2013 til fyrri umræðu. Fyrir fundinum lá skjal með tillögum forstöðumanna um gjaldskrár og fleira vegna ársins 2013. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2013. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2013 eins og þær voru settar fram í 3ja ára áætlun fyrir 2013-2015. Einnig lagði sveitarstjóri fram vinnuskjal vegna ársins 2013. Að lokinni umfjöllun var málinu vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2013. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2013.
e) Útkomuspá vegna ársins 2012 og drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2013. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af honum og KPMG með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi gögn.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2013. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur. 15,9.m.  Til að ná tilvitn. rekstarniðurstöðu  þarf m.a. sala á eignum og frekari hagræðingaraðgerðir  í rekstri að ganga eftir.  Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2013.  Að lokinni umfjöllun var samþ. að vísa áætluninni til síðari umræðu 13. desember kl. 16:00.

2.    Fundargerðir

a) Fræðslu- og jafnréttisnefnd, dags. 17. október 2012. Liður 1a) og 2 staðfestir af sveitarstjórn.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b) Brunavarnir á Austurlandi, dags. 29. október 2012. Lögð fram til kynningar.
c) Brunavarnir á Austurlandi, dags. 6. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
d) Hafnasamband Íslands, dags. 15. október 2012. Lögð fram til kynningar.
e) Skólaskrifstofa Austurlands, dags. 25. október 2012. Lögð fram til kynningar.
f) Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 5. nóvember 2012.
Undir lið 2. í fundargerð. Stjórnarmenn ræddu framtíð sjóðsins, formaður stjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:  “Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs samþykkti á fundi sínum þann 5 nóv. sl. að óska eftir svörum frá aðildarsveitarfélögum hvort þau ætli að halda áfram aðild sinni að sjóðnum.”
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur staðið heilshugar að baki Atvinnuþróunarsjóði Austurlands til þessa dags og samþykkir samhljóða aðild sína að honum áfram.  Fundargerð að öðru leyti lög fram til kynningar.
g) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 9. september 2012. Lögð fram til kynningar.
h) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 18. október 2012. Lögð fram til kynningar.
i) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 24. október 2012. Lögð fram til kynningar.
j) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. október 2012. Lögð fram til kynningar.
k) Sjávarútvegssveitarfélög, dags. 22. október 2012. Lagt fram til kynningar.
l) Sjávarútvegssveitarfélög, dags. 7. nóvember 2012. Lagt fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf

a) UMF. Neisti, umsókn um styrk, dags. 2. nóvember 2012. Sveitarstjórn tekur undir með stjórn UMF. Neista hvað varðar forvarnargildi íþrótta- og æskulýðsstarfs. Sveitarstjórn samþykkir umbeðna styrkbeiðni og felur sveitarstjóra að kanna möguleika varðandi framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi félagsins í Blánni.
b) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 9. nóvember 2012. Samþykkt samhljóða.
c) Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, tillögur Djúpavogshrepps um flokkun vega utan vegakerfis Vegagerðarinnar, dags. 1. nóvember 2012.Lagt fram til kynningar.
d) Landsbyggðin lifi, styrkbeiðni, dags. 2. nóvember 2012. Hafnað.
e) SÁÁ, styrkbeiðni, dags. 4. október. Hafnað.
f) Landssamband hestamannafélaga, skráning reiðleiða, dags. 3. október 2012. Hafnað.
g) Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, vegna áfengisauglýsinga á íþróttasvæðum, dags. 26. október 2012. Sveitarstjórn tekur undir áherslur samtakanna hvað varðar áfengisauglýsingar á íþróttasvæðum.  
h) Stígamót, styrkbeiðni, ódags. Hafnað.
i) Nefndasvið Alþingis, umsögn um miðstöð innanlandsflugs, dags. 8. nóvember 2012. Lagt fram til kynningar.
j) Austurbrú, jól á Austurlandi – styrkbeiðni, dags. 8. nóvember 2012. Hafnað.
k) Blátt áfram, styrkbeiðni, dags. 6. nóvember 2011. Hafnað.
l) Snorrasjóður, styrkbeiðni, dags. 8. nóvember 2012. Hafnað.

4.    Málefni ferða- og menningarmálafulltrúa

Tímabundinni ráðningu núverandi ferða- og menningarmálafulltrúa lýkur um áramót. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Austurbrú um þjónustusamning vegna nýs ferða- og menningarmálafulltrúa í starfsstöð Austurbrúar á Djúpavogi.

5.    Málefni félagsmálanefndar

Sveitarstjórn samþykkir reglur um notandastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk, reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra auk gjaldskrár vegna stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra.

6.    Byggðakvóti

Sveitarstjórn gagnrýnir þá reiknireglu sem lögð er til grundvallar  við úthlutun byggðakvóta.
Það hefur verið mat sveitarstjórnar um langt árabil að með reiknilíkani því sem unnið er eftir, sé að sáralitlu leyti verið að vinna með þau grundvallaratriði sem lögð voru til hliðsjónar með úthlutun byggðakvóta þ.e.  að mæta vanda fámennra  byggðarlaga sem eiga allt undir í veiðum og vinnslu á botnfiski.  Sveitarstjórn gagnrýnir einnig nú sem áður að Djúpavogshreppi hafi aldrei verið mætt af skilningi við úthlutun byggðakvóta vegna þess bakslags í útgerð og vinnslu sem varð á svæðinu þegar uppsjávarvinnsla hvarf  frá Djúpavogi. Sveitarstjórn mótmælir aðferðarfræði við útreikning sem leiðir til þess með beinum eða óbeinum hætti að stærri sveitarfélög þar sem kvótastaða er mjög sterk, bæði er varðar heimildir í  botn-og uppsjávarfiski taki stærstan  hluta byggðakvótans til sín.

Sveitarstjóra falið að koma áherslum sveitarstjórnar á framfæri við hlutaðeigandi m.a. við nýstofnuð samtök sjávarútvegssveitarfélaga og væntir ábyrgra viðbragða af þeirra hálfu í þágu “smærri sjávarútvegssveitarfélaga.”

7.    Félagsstarf eldri borgara

Á fundi með félagi eldri borgara, þann 10. nóv. sl. sem haldinn var í Löngubúð kynntu sveitarstjóri og oddviti hugmyndir af hálfu sveitarstjórnar um að fasteiginin að Markarlandi 2 (Vogur)  hýsi framtíðar félagsaðstöðu eldri borgara. Fram kom á fundinum af hálfu fulltrúa sveitarfélagsins að gangi mál eftir þá þurfi umtalsverðar endurbætur að eiga sér stað á húsnæðinu sem og á lóð.  
Fulltrúar í félagi eldri borgara sem mættu á fundinn tóku vel í hugmyndir um að Markarland 2 yrði tekið undir félagsstarf.  Þá voru málefni Helgafells einnig rædd á fundinum og hugmyndir sveitarfélagsins kynntar um ráðstöfun þeirrar fasteignar.   Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins er varðar Markarland 2 í samráði við félag eldri borgara.

8.    Sala eigna

Staða Helgafells hefur allt frá því Dvalarheimilinu var lokað árið 2009 verið til umræðu og frekari skoðunar innan sveitarstjórnar og á þessum tíma hefur verið reynt að finna húsnæðinu framtíðar hlutverk með það fyrir augum að skapa því varanlegan rekstargrundvöll.  Þegar ljóst varð að húsnæði Helgafells uppfyllti hvorki kröfur eða væntingar sem dvalar- eða hjúkrunarheimili, gekkst sveitarfélagið fyrir því að skoða að breyta húsnæðinu í þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara.  Þær hugmyndir náðu hinsvegar ekki fram að ganga þar sem eftirspurn reyndist ekki til staðar eftir að hugmyndirnar voru kynntar.  Í ljósi þess hvernig staða Helgafells hefur þróast felur sveitarstjórn sveitarstjóra að auglýsa fasteignina Helgafell (Eyjaland 4) til sölu.  Sveitarstjórn er jafnframt sammála um að mikilvægt sé að setja skilgreinda fyrirvara vegna sölu hússins m.a. með tilliti til starfsemi og skipulags á svæðinu.  

9.    Skýrsla sveitarstjóra

a) B-gatnagerðargjöld. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framlögðu frumvarpi varðandi B-gatnagerðargjöld.  Einnig gerði hann grein fyrir með hvaða hætti staðið er að innheimtu gjaldanna hér vegna nýafstaðinna gatnaframkvæmda.  
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna framkvæmda við smábátabryggju.
c) Fiskeldi Austfjarða hf. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Fiskeldi Austfjarða og eldi þeirra í firðinum.
d) Friðlýsing Blábjarga – Oddviti gerði grein fyrir málinu, en stefnt er á að Blábjörg á Berufjarðarströnd verði formlega friðlýst í viðurvist ráðherra umhverfismála þann 28. nóv.næstk.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18.40.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

16.11.2012