Djúpivogur
A A

2012

10. október 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 10.10.2012

30. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 10. október 2012 kl. 16:00.
Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Irene Meslö, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.


Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Fjárhagsáætlun 2013. Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um fjárfestingar og stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.

2.    Fundargerðir

a)    HAUST, dags. 12. september 2012. Lögð fram til kynningar.
b)    Framkvæmdastjórn SKA, dags. 12. september 2012. Lögð fram til kynningar.
c)    Stjórn SSA, dags. 15. september 2012. Lögð fram til kynningar.
d)    Stjórn SSA, dags. 2. október 2012. Lögð fram til kynningar.
e)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. september 2012. Lögð fram til kynningar.
f)    Hafnasamband Íslands, dags. 19. september 2012. Lögð fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf

a) Lögmenn Lækjargötu, málefni Kvennasmiðjunnar, dags. 9. september 2012. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við lögmann.
b) HAUST, starfsleyfistillögur vegna fiskeldis, dags. 13. september 2012. Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við afgreiðslu heilbrigðiseftirlitsins. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
c)  HAUST, skýrsla um fráveitumál, dags. september 2012. Lagt fram til kynningar.
d) Fjárlaganefnd Alþingis, fundur með fjárlaganefnd Alþingis, dags. 3. september 2012. Lagt fram til kynningar.
e) World wide friends, dags. 18. september 2012. Samþykkt að fela formanni FMA að bregðast við erindinu.
f) Skipulagsstofnun, landsskipulagsstefna 2013-2024, dags. 24. september. Samþykkt að beina erindinu til SBU.
g) Innanríkisráðneytið, málstefna sveitarfélaga, dags. 21. september 2012. Lagt fram til kynningar.
h) Svavar Kjarrval Lúthersson, OpenStreetMap, dags. 6. september 2012. Formanni SBU falið að bregðast við erindinu.
i) Pétur Pétursson, stofnun fasteignar, dags, 13. sept. 2012. Samþykkt af sveitarstjórn.
j) Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, umsögn um drög að frv. til laga um náttúruvernd, dags. 26. sept. 2012. Lagt fram til kynningar.

4.    Málefni Helgafells.

Sveitarstjóri og oddviti kynntu hugmyndir að framtíðarráðstöfun á húsnæði Helgafells, eftir að í ljós hefur komið að húsnæðinu verður ekki breytt í þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Sveitarstjóra og oddvita falið koma á fundi með félagi eldri borgara er varðar hugmyndir að framtíðarfélagsaðstöðu.  
Oddviti kynnti undir þessum lið erindi á tölvupósti, dagsettum 6. október 2012, sem áður hefur verið tekið fyrir í sveitarstjórn frá aðilum er áhuga hafa á nýtingu húsnæðis Helgafells undir svokallaða heilsutengda ferðaþjónustu.  Sveitarstjórn fagnar hugmyndinni og væntir þess jafnframt að framtíðarráðstöfun á fasteigninni Helgafelli muni skýrast á allra næstu vikum.

5.    Sóknaráætlun landshluta

Sveitarstjóri kynnti drög að skapalóni vegna sóknaráætlunar landshluta. Sveitarstjórn leggur áherslu á að að lögð verði sérstök áhersla á hagsmuni og vaxtarsprota í hinum smærri sveitarfélögum á Austurlandi í þeirri vinnu sem framundan er við sóknaráætlun landshlutans.  

6.    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Djúpavogshreppur gerast stofnaðili að samtökunum með það að markmiði að tryggja sem best að sjónarmið og hagsmunir smærri sveitarfélaga verði ekki fótum troðnir innan hins nýja vettvangs.

7.    Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Siglingamálastofnun og fyrirliggjandi útboði vegna framkvæmda við smábátabryggju sem stefnt er að fari fram í lok október.  
b) Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 27. – 28. sept.  Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir Fjármála-ráðstefnu sveitarfélaga og ýmsum fundum sem þeir sóttu af því tilefni.
c) Almenningssamgöngur.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnis um almenningssamgöngur og gerði grein fyrir fundi sem haldinn var um málið þann 8. október sl.
d) Fundur með forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar þar sem farið var yfir þau verkefni sem eru í gangi í samstarfi við Nýsköpunarsmiðstöð og möguleika á frekara samstarfi.
e) Þingmannafundur. Sveitarstjóri og oddviti fóru yfir 2 klst. fund sveitarstjórnar með þingmönnum kjördæmisins þann 1.október sl. þar sem farið var yfir ýmis hagsmunamál sveitarfélagsins.
f) Strandveiðar 2012. Sveitarstjóri gerði grein fyrir lönduðum afla strandveiða í Djúpavogshöfn sumarið 2012.
g) Fundur með fulltrúum Nýsköpunarmiðstöðvar og Austurbrúar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum Nýsköpunarmiðstöðvar og Austurbrúar á Djúpavogi 9. október.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17.55.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

13.10.2012