Djúpivogur
A A

2012

18. maí 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  18. 05. 2012

25. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstud. 18. maí 2012 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Þórdís Sigurðardóttir, Albert Jensson, Irene Meslo og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:


1.    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2011, síðari umræða.            .

Helstu niðurstöður ársreiknings 2011 eru, í þús. króna:

A hluti    

Tekjur                                354.282
Rekstargjöld                       279.747
Afskriftir                              15.148
Fjármagnsgjöld                    38.555
Rekstrarniðurstaða jákvæð    20.832
    
A og B hluti    

Tekjur                               398.958
Rekstargjöld                      299.570
Afskriftir                              23.909
Fjármagnsgjöld                    44.588
Tekjuskattur                            259
Rekstrarniðurstaða               31.150
    
Efnahagur A hluta 31.12.2011    

Heildareignir                      545.458
Eigið fé                               81.136
Skuldir                              464.322
    
Efnahagur A og B  hluta 31.12.2011    

Heildareignir                      677.548
Eigið fé                             158.343
Skuldir                              519.206

Sveitarstjórn vill undir þessum lið fagna þeim árangri sem náðst hefur í fjármálum sveitarfélagsins við annars erfitt rekstrarumhverfi og að því tilefni vill sveitarstjórn þakka sveitarstjóra sérstaklega hlut hans í þeim árangri sem náðst hefur.  Sveitarstjórn er sömuleiðis meðvituð um að áfram þarf að gæta aðhalds í rekstri, jafnhliða því sem hugað verði að frekari sölu eigna.

Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borin upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.

2.    Samþykkt um B-gatnagerðargjöld, síðari umræða

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að fá staðfestingu ráðherra og fá birtingu í Stjórnartíðindum.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 16:30.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

21.05.2012

10. maí 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 10.05.2012

24. fundur 2010 – 2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 10. maí 2012  kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Irene Meslø og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.  Oddviti óskaði eftir og sveitarstjórn samþykkti að bæta við lið 2f.

Dagskrá:


1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2011. Fyrri umræða. Magnús Jónsson frá KPMG mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningnum. Eftir ítarlega umfjöllun var ákveðið að vísa honum til síðari umræðu og þá verða helstu lykiltölur færðar inn. Undir þessum lið sat einnig Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri og Ólafur Björnsson, launafulltrúi.

2.    Fundargerðir

a)    LBN, dags. 27. apríl 2012.
1. Refaveiðar. LBN leggur til að sveitarstjórn auki fjárveitingu til refaveiða og jafnframt verði ráðinn veiðimaður á svæði 4. Hafnað.
2. Upprekstrarsamningur. Torfi Þorsteinn Sigurðsson, dags. 24. apríl 2012. LBN styður að gerður verði árs samningur við Torfa Þorstein Sigurðsson frá Haga í Hornafirði þar sem hann undirgengst að sjá um fjallskil fyrir Djúpavogshrepps gegn upprekstarleyfi í landi hreppsins á Tungu sumarið 2012. Staðfest.  Albert greiðir atkvæði á móti.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b)    Framkvæmdarstjórn SKA, dags. 4. apríl 2012. Lögð fram til kynningar.
c)    SSA v/ AsAust., dags. 17. apríl 2012. Lögð fram til kynningar.
d)    Brunavarnir á Austurlandi, dags. 16. apríl 2012. Lögð fram til kynningar.
e)    Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 16. mars 2012. Lögð fram til kynningar.
f)    Stjórn SKA, dags. 2. maí 2012. Liður 3.1
Stjórn SKA mælir með því að forstöðumanni verði veitt heimild til að ráða sálfræðing til SKA, tímabundið í gegnum verkefnið ,,Vinnandi vegur“, en atvinnurekendur eiga kost á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna, ef verkefnið hlýtur afgreiðslu fyrir lok maí. Ráðningin er hugsuð til 12 mánaða, frá hausti, sem tilraun til að ná niður biðlistum eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni. Óskað er eftir að sveitarstjórnir takið erindið til afgreiðslu, því ekki er gert ráð fyrir ráðningunni innan fjárheimilda SKA.

Samþykkt samhljóða.  Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf

a)    Eigendur meirihluta jarðarinnar Berufjörður, veglína í Berufirði, dags. 10. apríl 2012. Lagt fram til kynningar.
b)    Umhverfisráðuneytið, vegir utan vegakerfis Vegagerðarinnar, dags. 4. apríl 2012. Lagt fram til kynningar.
c)    Innanríkisráðuneytið, ársreikningar sveitarfélaga 2011, dags. 20. apríl 2012. Lagt fram til kynningar.
d)    Torfi Þorsteinn Sigurðsson, dags. 24. apríl 2012.  Upprekstarsamningur. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við TÞS.  

4.    Sumarstörf námsmanna á vegum Vinnumálastofnunar

Sveitarfélaginu hefur verið úthlutað 4 sumarstörfum fyrir námsmenn á vegum Vinnumálastofnunar sumarið 2012.

5.    Reglur um fjárhagsaðstoð

Albert Jensson kynnti nýjar reglur um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs sem gilda jafnhliða fyrir Djúpavogshrepp. Samþykktar samhljóða.

6.    Samningur við Þjóðskjalasafn Íslands

Lagður fram til kynningar.

7.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Safnaráði, fimmtudaginn 3. maí sl.
b)    Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með Steingrími J. Sigfússyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fimmtudaginn 3. maí sl.
c)    Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með Guðrúnu Jónsdóttur,
fimmtudaginn 3. maí sl.
d)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Siglingastofnun, fimmtudaginn 3. maí sl.
e)    Sveitastjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með fjárfestum og HB Granda,
föstudaginn 4. maí sl.
f)    Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með fulltrúum arkitektarstofunnar ARGOS, föstudaginn 4. maí sl.
g)    Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með Umhverfisstofnun,
föstudaginn 4. maí sl.
h)    Sveitarstjóri og Oddviti gerðu grein fyrir fundi með ríkisstjórn Íslands og stofnfundi Austurbrúar.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:00.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

11.05.2012