Djúpivogur
A A

2012

9. febrúar 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  09.02.2012

21. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn. 9. febrúar  2012  kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Þriggja ára áætlun 2013-2015.  Síðari umræða. Að lokinni umræðu var áætlunin samþykkt samhljóða

2.    Fundargerðir

a)    Framkvæmdaráð SSA 22. janúar 2012.  Lögð fram til kynningar.
b)    Samstarfsnefnd SSA 27. janúar 2012. Lögð fram til kynningar.
c)    Samband íslenskra sveitarfélaga 27. janúar 2012. Lögð fram til kynningar.
d)    Heilbrigðisnefnd Austurlands 2. febrúar 2012. Lögð fram til kynningar.
e)    Stjórn SSA 3. febrúar 2012. Lögð fram til kynningar.
f)    Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd 7. febrúar 2012

a.  Emil Karlsson 22.12.2011. Umsókn um leyfi til að setja upp reykrör vegna kamínu í   Steinum 15.  Staðfest af sveitarstjórn.
b.  Guðjón Viðarsson 24.01.2012. Umsókn um leyfi til að gera innangengt í bílskúr og breyta honum í íbúðarými.  Staðfest af sveitarstjórn.
c.  Kári Valtingojer vegna byggingar bílskúrs við Kamb 10.  Leyfi hafði áður verið veitt fyrir framkvæmdinni 23.6.2009 með fyrirvara um að teikningum og skráningartöflu sem nú hafa borist yrði skilað.  Nefndin gerir ekki ath. við fyrirliggjandi teikningar en er sammála um að grenndarkynning fari fram.  Staðfest af sveitarstjórn.

3.    Erindi og bréf

a)    Jafnréttisstofa 16. janúar.  Athugasemdir vegna jafnréttisáætlunar.  Vísað til fræðslu- og jafnréttisnefndar.
b)    Rarik 20. janúar. Viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og breytt eignarhald.  Lagt fram til kynningar.
c)    Fiskistofa 1. febrúar.  Rekstarleyfi til fiskeldis HB Granda.  Lagt fram til kynningar.
d)    Samband íslenskra sveitarfélaga 1. febrúar. Frumvarp til laga um dýravelferð og búfjárhald.  Lagt fram til kynningar.
e)    Skólahreysti, ódags. Styrkbeiðni.  samþykkt samhljóða

4.    Samgönguáætlun 2011-2014 / 2011-2022

Sveitarstjóra og oddvita falið að senda inn umsagnir fyrir tilskilinn tíma.

5.    Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða

Lagt fram til kynningar

6.    Bætt ADSL þjónusta  á Djúpavogi

Oddviti gerði grein fyrir fundi sem hann og  tæknistjóri DPV Ólafur Björnsson áttu með   fulltrúum Símans þann 3 feb. síðastl. Á fundinum kom fram að til þess að fá  háhraðanettengingu stækkaða á Djúpavogi úr 8 mb í 16 mb gerir Síminn þá kröfu að sveitarfélagið greiði fyrir uppsetningu á búnaði að upphæð  900 þ. kr.  Annar tilfallandi kostnaður við breytingarnar mun falla á Símann.
Þrátt fyrir að hér sé um augljósa mismunun að ræða milli hinna minni og stærri sveitarfélaga í þessum efnum þá samþykkir sveitarstjórn engu að síður  að greiða þennan hlut enda sé þegar sýnt að reynt hafi verið til þrautar í málinu. Sveitarstjóra falið að koma á framfæri ábendingum við stjórnvöld og SSA er varðar þá augljósu mismunun sem hinum dreifðu byggðum er boðið upp á í dag í þessum efnum.
Hinir jákvæðu þættir máls eru hinsvegar þeir að með stækkaðri tengingu munu ýmsir nýjir möguleikar opnast fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu, m.a. mun þessi breyting styrkja ýmis fjarvinnsluverkefni sem og styrkja aðstöðu til fjarnáms og netvinnslu almennt.  Þá munu nýjum sjónvarps- og útvarpsrásum  fjölga umtalsvert, auk þess sem hin svokallaða VOD þjónusta, sem inniheldur m.a. skjábíó verður í boði.  Gert er ráð fyrir að öllu óbreyttu að ný háhraðanettenging með viðkomandi pakka verði komin til framkvæmda ekki síðar en í júlí næstk.  

7.    Skýrsla sveitarstjóra

a) Málefni Helgafells.  Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir stöðu málsins í kjölfar kostnaðarmats á framkvæmdinni sem fram fór nýlega.
b) Menningarsamningar.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir úthlutunum menningarstyrkja frá Menningarráði Austurlands.
c) Málefni Djúpavogsskóla.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með skólastjóra, skólanefnd og sveitarstjórn vegna málefna Djúpavogsskóla.
d) Fjölgun íbúa.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir íbúafjölda í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn fagnar framkomnum upplýsingum um áframhaldandi fjölgun íbúa í sveitarfélaginu þriðja árið í röð.
e)   Starfsstöð Þróunarfélags Austurlands.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir starfsstöð Þróunarfélags Austurlands sem nýlega tók til starfa með formlegum hætti í ráðhúsinu Geysi.  Sveitarstjórn lýsir sérstakri ánægju með starfstöð þessa sem og fjölgun fjölbreyttra starfa á Djúpavogi.
f)  Ríkarðssafn.  Sveitarstjóri og oddviti gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Ríkarðssafn.
g) Dómur í máli Djúpavogshrepps gegn SIL. Sveitarstjóri gerði grein fyrir minnisblaði lögmanns um niðurstöðu dóms héraðsdóms.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.18.50.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

10.02.2012