2012
19. janúar 2012
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 19.01.2012
20. fundur 2010 – 2014
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn. 19. janúar 2012 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Irene Meslo og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni
a) Þriggja ára áætlun. Fyrri umræða.
b) Lánasjóður sveitarfélaga. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu Djúpavogshrepps gagnvart Lánasjóði sveitarfélagi og lagði fram greiðsluáætlanir fyrir árin 2013 – 2015.
c) Staða innheimtumála. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þróun innheimtumála hjá Djúpavogshreppi. Langstærstur hluti útgefinna krafna er greiddur á gjalddaga og heildar höfuðstóll og fjöldi mála í vanskilum minnkað verulega.
2. Fundargerðir
a) FMA, dags. jan. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn SSA, dags. 12. desember 2011. Lögð fram til kynningar.
c) Samstarfsnefnd SSA, dags. 14. desember 2011. Lögð fram til kynningar.
d) Samgöngunefnd SSA, dags. 14. desember 2011. Lögð fram til kynningar.
e) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 14. desember 2011. Lögð fram til kynningar.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. desember 2011. Lögð fram til kynningar.
g) Hafnasamband Íslands, dags. 18. nóvember 2011. Lögð fram til kynningar.
h) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 4. janúar 2012. Lögð fram til kynningar.
3. Erindi og bréf
a) Eðvald Ragnarsson, málefni Kvennasmiðjunnar, dags. 19. desember 2011.
Sveitarstjóra falið að fara yfir erindið í samráði við lögmann og bregðast við eftir atvikum.
b) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, endurgreiðsla framlags, dags. 30. desember 2011. Lagt fram til kynningar.
c) Ungmennafélag Íslands, gisting íþróttahópa, dags. 3. janúar 2012. Lagt fram til kynningar.
d) Stjórn SSA, vegna Velferðarráðuneytis, dags. 10. janúar 2012. Lagt fram til kynningar.
4. Samkomulag um brunavarnir
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og veitir sveitarstjóra umboð til að undirrita það fyrir hönd sveitarfélagsins.
5. Byggðakvóti
Djúpavogshreppi var úthlutað 53 þorskígildistonna byggðakvóta fiskveiðiárið 2011-2012, sbr. bréf Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, dags. 21. desember 2011, í kjölfar umsóknar þar um dags. 11. nóvember 2011. Lagt fram til kynningar.
6. Héraðsdómur Austurlands - Stórhóll
Sveitarstjóra og oddvita falið að fara yfir niðurstöðu dómsins í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
7. Skýrsla sveitarstjóra
a) Málefni Atvinnuþróunarsjóðs. Sveitarstjóri gerð grein fyrir úthlutunum Atvinnuþróunarsjóðs frá 2006 skv. samantekt Þróunarfélags Austurlands.
b) Málefni Kvennasmiðjunnar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Kvennasmiðjuna en fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar verður haldinn þann 20. janúar.
c) Málefni Safnstöðvarinnar. Sveitarstjóri kynnti skýrslu unna af Magnúsi Kristjánssyni varðandi Safnstöðina.
d) Suðurferð sveitarstjóra og oddvita. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundum í RVK. í byrjun viku með forstöðum. Þjóðskjalasafns, innanríkisráðherra, vegamálastjóra, TGJ og fl.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.17.55.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.