Djúpivogur
A A

2012

10. maí 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 10.05.2012

24. fundur 2010 – 2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 10. maí 2012  kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Irene Meslø og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.  Oddviti óskaði eftir og sveitarstjórn samþykkti að bæta við lið 2f.

Dagskrá:


1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2011. Fyrri umræða. Magnús Jónsson frá KPMG mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningnum. Eftir ítarlega umfjöllun var ákveðið að vísa honum til síðari umræðu og þá verða helstu lykiltölur færðar inn. Undir þessum lið sat einnig Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri og Ólafur Björnsson, launafulltrúi.

2.    Fundargerðir

a)    LBN, dags. 27. apríl 2012.
1. Refaveiðar. LBN leggur til að sveitarstjórn auki fjárveitingu til refaveiða og jafnframt verði ráðinn veiðimaður á svæði 4. Hafnað.
2. Upprekstrarsamningur. Torfi Þorsteinn Sigurðsson, dags. 24. apríl 2012. LBN styður að gerður verði árs samningur við Torfa Þorstein Sigurðsson frá Haga í Hornafirði þar sem hann undirgengst að sjá um fjallskil fyrir Djúpavogshrepps gegn upprekstarleyfi í landi hreppsins á Tungu sumarið 2012. Staðfest.  Albert greiðir atkvæði á móti.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b)    Framkvæmdarstjórn SKA, dags. 4. apríl 2012. Lögð fram til kynningar.
c)    SSA v/ AsAust., dags. 17. apríl 2012. Lögð fram til kynningar.
d)    Brunavarnir á Austurlandi, dags. 16. apríl 2012. Lögð fram til kynningar.
e)    Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 16. mars 2012. Lögð fram til kynningar.
f)    Stjórn SKA, dags. 2. maí 2012. Liður 3.1
Stjórn SKA mælir með því að forstöðumanni verði veitt heimild til að ráða sálfræðing til SKA, tímabundið í gegnum verkefnið ,,Vinnandi vegur“, en atvinnurekendur eiga kost á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna, ef verkefnið hlýtur afgreiðslu fyrir lok maí. Ráðningin er hugsuð til 12 mánaða, frá hausti, sem tilraun til að ná niður biðlistum eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni. Óskað er eftir að sveitarstjórnir takið erindið til afgreiðslu, því ekki er gert ráð fyrir ráðningunni innan fjárheimilda SKA.

Samþykkt samhljóða.  Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf

a)    Eigendur meirihluta jarðarinnar Berufjörður, veglína í Berufirði, dags. 10. apríl 2012. Lagt fram til kynningar.
b)    Umhverfisráðuneytið, vegir utan vegakerfis Vegagerðarinnar, dags. 4. apríl 2012. Lagt fram til kynningar.
c)    Innanríkisráðuneytið, ársreikningar sveitarfélaga 2011, dags. 20. apríl 2012. Lagt fram til kynningar.
d)    Torfi Þorsteinn Sigurðsson, dags. 24. apríl 2012.  Upprekstarsamningur. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við TÞS.  

4.    Sumarstörf námsmanna á vegum Vinnumálastofnunar

Sveitarfélaginu hefur verið úthlutað 4 sumarstörfum fyrir námsmenn á vegum Vinnumálastofnunar sumarið 2012.

5.    Reglur um fjárhagsaðstoð

Albert Jensson kynnti nýjar reglur um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs sem gilda jafnhliða fyrir Djúpavogshrepp. Samþykktar samhljóða.

6.    Samningur við Þjóðskjalasafn Íslands

Lagður fram til kynningar.

7.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Safnaráði, fimmtudaginn 3. maí sl.
b)    Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með Steingrími J. Sigfússyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fimmtudaginn 3. maí sl.
c)    Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með Guðrúnu Jónsdóttur,
fimmtudaginn 3. maí sl.
d)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Siglingastofnun, fimmtudaginn 3. maí sl.
e)    Sveitastjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með fjárfestum og HB Granda,
föstudaginn 4. maí sl.
f)    Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með fulltrúum arkitektarstofunnar ARGOS, föstudaginn 4. maí sl.
g)    Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með Umhverfisstofnun,
föstudaginn 4. maí sl.
h)    Sveitarstjóri og Oddviti gerðu grein fyrir fundi með ríkisstjórn Íslands og stofnfundi Austurbrúar.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:00.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

11.05.2012

12. apríl 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 12.04.2012

23. fundur 2010 – 2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. apríl 2012  kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð. Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Irene Meslö og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir og sveitarstjórn samþykkti að bæta við liðum 10, 3e og 3f.
Jafnframt var samþykkt að færa lið 9 fremst í dagskrána.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Yfirdráttarheimild. Sveitarstjórn samþykkir að framlengja yfirdráttarheimild í Sparisjóði Hornafjarðar að upphæð kr. 30.000.000.- Sveitarstjóra falið að ganga frá heimildinni við Sparisjóðinn.

2.    Fundargerðir

a)    SBU, dags. 4. apríl 2012. Sveitarstjórn staðfestir lið 1, umsókn Björgvin Gunnarsson Núpi vegna byggingar á fjósi fyrir geldneyti.
b)    Framkvæmdaráð SSA, dags. 13. mars 2012. Lögð fram til kynningar.
c)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 15. mars 2012. Lögð fram til kynningar.
d)    Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 21. mars 2012. Lögð fram til kynningar.
e)    B-stofnsjóður í Sláturfélagi Austurlands, dags. 15. mars 2012. Lögð fram til kynningar.
f)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. mars 2012. Lögð fram til kynningar.
g)    Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. mars 2012. Lögð fram til kynningar.
h)    SSA, dags. 27. mars 2012. Lögð fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf

a)    Húsafriðunarnefnd 14.mars 2012 - , styrkveitingar vegna gömlu kirkjunnar, Faktorshússins og vegna byggða og húsakönnunar. Sveitarstjórn þakkar styrkveitingarnar sem styðja við  áframhaldandi uppbyggingu og vernd gamalla húsa í sveitarfélaginu.
b)    Sláturfélag Austurlands, fjármögnun kjötvinnslu, dags. 30. mars 2012. Eftir nokkrar umræður þar sem m.a. var farið yfir fyrirliggjandi viðskiptaáætlun var erindi hafnað. Sveitarstjóra falið að kynna hlutaðeigandi þá niðurstöðu.
c)    Menningarráð Austurlands, styrkveiting til stofn og rekstrarstyrkja, dags. 29. mars 2012. Sveitarstjórn þakkar ráðinu framlag til Ríkarðssafns.
d)    Ályktun Búnaðarþings 2012 um tvöfalda búsetu, dags. 2. apríl 2012. Lögð fram til kynningar.
e)    Umhverfisráðuneytið 4. apríl 2012, reglugerð um breytingu á reglugerð um stjórn hreindýraveiða. Sveitarstjóra falið að senda inn umsögn í samráði við varaoddvita.   
f)    Bílaklúbbur Djúpavogs, ódagsett, umsókn um svæði fyrir motorcrossbraut.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða leyfi til B.K.D. til að vinna að gerð brautar fyrir motorcrosshjól innan þess svæðis sem þegar er skipulagt á Aðalskipulagi sveitarfélagsins.  Sveitarstjóra og form.SBU falið að fara yfir aðra þætti máls í erindi með umsækjendum.

4.    Ferða- og menningarmálafulltrúi

Starfandi ferða- og menningarmálafulltrúi mun láta af störfum í maí. Í ljósi þess að enn hefur ekki formlega verið gengið frá hvort og þá með hvaða hætti AST muni koma að ráðningu nýs ferða- og menningarmálafulltrúa er sveitarstjóra falið að ganga frá ráðningu slíks fulltrúa tímabundið þar til niðurstaða fæst í málið.

5.    Rekstur Löngubúðar 2012

Sveitarstjóri gerði grein fyrir tilboði sem barst í rekstur á Löngubúð. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við form.ferða- og menningamálanefndar að ganga til  samninga við tilboðsgjafa.

6.    Samþykkt um B-gatnagerðargjöld, fyrri umræða.

Sveitastjóri lagði fram til samþykktar samþykkt um B-gatnagerðargjöld í Djúpavogshreppi. Samþykkt samhljóða og málinu vísað til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

7.    Uppfærðar reglur og gjaldskrá vegna félagsþjónustu

Albert Jensson kynnti uppfærðar reglur og gjaldskrá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs sem gilda jafnhliða fyrir Djúpavogshrepp. Samþykkt samhljóða.

8.    Dómur í máli Djúpavogshrepps gegn Stefaníu Lárusdóttur

Sveitarstjóri kynnti álit Bjarna Björgvinssonar hrl. á dómi í máli E-45/2011, Djúpavogshreppur gegn Stefaníu Lárusdóttur. Það er skoðun sveitarstjórnar að litlar líkur séu á því að Hæstiréttur snúi við niðurstöðu Héraðsdóms í málinu og var því samþykkt samhljóða að áfrýja málinu ekki. Jafnframt var ákveðið, í ljósi niðurstöðu dómsins, að endurskoða aðkomu sveitarfélagsins að búfjáreftirliti. Það er mat sveitarstjórnar að óskýr lagafyrirmæli og galli í gjaldskrá, staðfestri af ráðuneytinu, hafi komið í veg fyrir að eðlileg krafa sveitarfélagsins um endurgreiðslu næði fram að ganga. Ráðuneyti landbúnaðarmála hefur áður lýst þeirri skoðun að virða mætti gjaldtökuheimildir að vettugi, þar sem samþykkt sveitarfélagsins um búfjárhald væri í raun ólögmæt. Taldi ráðuneytið engu skipta að það sjálft hefði staðfest samþykktina á sínum tíma. Í þessu ljósi er það skoðun sveitarstjórnar að það sé ótækt að hún sitji uppi með mikinn kostnað vegna slíkra annmarka, sem beint má rekja til gallaðra fyrirmæla og er sveitarstjóra því falið að ganga til viðræðna við ráðuneytið um það hvernig málinu verður lokið.

 9.    Austfirskar stoðstofnanir, AST – ákvörðun um stofnaðild

Á fundinn mætti Björn Hafþór Guðmundsson verkefnastjóri AST og kynnti verkefni um Austfirskar stoðstofnanir. Að lokinni kynningu og umræðum var Birni Hafþór þakkað fyrir greinargóða kynningu. Í framhaldi samþykkti sveitarstjórn að sveitarfélagið gerist stofnaðili í nýrri stoðstofnun á Austurlandi og greiði framlag stofnaðila kr. 50.000.- Sveitarstjóra falið umboð til þess að skrifa undir stofnsamning og skipulagsskrá.

10.    Frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjalda

Í ljósi umræðu um stjórn fiskveiða og veiðigjalda var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða: Sveitarstjórn gerir þá kröfu til stjórnvalda við afgreiðslu á fyrirliggjandi frumvarpi um stjórn fiskveiða og veiðigjalda að hlutur sjávarbyggða eins og Djúpavogshrepps sem á alla afkomu sína undir í veiðum og vinnslu á sjávarfangi verði tryggður til langframa.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps skorar jafnhliða á stjórnvöld að einhenda sér í að móta ábyrga byggðastefnu svo hægt verði að skapa varanlega framtíðarsýn og sátt m.a. um grunnatvinnuvegina sem er forsenda byggðar í landinu.  

11.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Starfsmannamál. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkomnum umsóknum um sumarstörf í áhaldahúsi sveitarfélagsins.
b)    Helgafell.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirspurnum varðandi leigu herbergja í Helgafelli.
c)    Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi fiskeldi HB Granda í Berufirði.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:10.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

13.04.2012

14. mars 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  14.03.2012

22. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn. 14. mars 2012  kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru:  Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson, Irene Meslo og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Albert stjórnaði fundi.

Dagskrá:


1.    Fundargerðir

a)    Hafnarnefnd, dags. 1. febrúar 2012. Lögð fram til kynningar.
b)    FMA, dags 23. febrúar 2012. Lögð fram til kynningar.
c)    Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 16. febrúar 2012. Lögð fram til k.
d)    Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 14. febrúar 2012.Lögð fram til k.
e)    Samstarfsnefnd SÍS og KÍ v/ FL, dags. 9. febrúar 2012. Lögð fram til k.
f)    Samstarfsnefnd SÍS og KÍ v/ SÍ, dags. 6. febrúar 2012.Lögð fram til k.
g)    Hafnasamband Íslands, dags. 17. febrúar 2012.Lögð fram til k.
h)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. febrúar 2012.Lögð fram til k.

2.    Erindi og bréf

a)    Kvennasmiðjan, dags. 29. febrúar 2012.  Undir þessum lið viku SDB og GJ af fundi.
Stjórn Kvennasmiðjunnar fer þess á leit að Kvennasmiðjan verði leyst undan samningi um rekstur í Löngubúð, dags. 20.07.2007, hið fyrsta. Samþykkt samhljóða. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að auglýsa eftir rekstraraðila sem fyrst.  SDB og GJ sneru aftur á fundinn.
b)    SSA, viðauki vegna menningarsamnings, dags. 13. febrúar 2012. Lagt fram til k.
c)    Kirkjuráð, samskipti skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa, dags. 10. febrúar 2012 Lagt fram til k.
d)    Í þínum sporum, þjóðarsáttmáli gegn einelti, dags. 23. febrúar 2012. Lagt fram til k.
e)    Vinnandi vegur, dags. 9. febrúar 2012. Lagt fram til k.
f)    Guðmundur Bjarnason, umskipunarhöfn, dags. 8. mars 2012. Lagt fram til k.

3.    Gatnagerð

Stefnt er að malbikun Hlíðar og Brekku í sumar. Sveitarstjóri fór yfir gögn varðandi málið m.a. kostnaðaráætlun o.fl. unnið í samvinnu við verkfræðistofuna Mannvit. Sveitarstjórn telur jafnframt mikilvægt að gerð verði áætlun um frágang þeirra gatna sem eftir eru án bundins slitlags í þéttbýlinu. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

4.    Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn

Stefnt er að því að upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn verði til húsa í Sætúni í sumar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að hefja undirbúning að nauðsynlegum breytingum í samráði við formann FMA.

5.    Staða ferða- og menningarmálafulltrúa

HRG hefur upplýst að hún hætti störfum sem ferða- og menningarmálafulltrúi í vor. Stefnt er að því að á Djúpavogi sé starfandi ferða- og menningarmálafulltrúi í 100% starfi, svo sem verið hefur, mögulega í samstarfi við AST. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

6.    Fjarskiptaáætlun 2011 – 2014 / 2011 – 2022.

Sveitarstjóra og oddvita falið að senda inn umsagnir fyrir tilskilinn tíma.

7.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Viðlagatrygging Íslands. Sveitarstjóri gerði grein fyrir endurmati og skráningu á nýjum mannvirkjum í eigu Djúpavogshrepps, sem unnið er að í samvinnu við verkfræðistofuna Mannvit.
b)    Vinnumálastofnun. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu starfsmannamála hjá áhaldahúsinu.
c)    Brunavarnir á Austurlandi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir skiptingu kostnaðar sveitarfélaga vegna brunavarna árið 2012.
d)    Bréf frá ÞS. Lagt fram til kynningar.
e)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir ferð til Reykjavíkur, þar sem hann átti fund með framkvæmdastjóra Samkaupa og aðilum vegna Ríkarðssafns.
f)    Kynningarfundur vegna AST. Sveitarstjóri kynnti fyrirhugaðan kynningarfund á vegum AST. Samþykkt að halda fundinn miðvikudaginn 21. mars kl. 16:00.
g)    Cittaslow. Sveitarstjóri gerði grein fyrir heimsókn fulltrúa á vegum Cittaslow til Djúpavogs, 7.-.9. mars sl.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:45

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

15.03.2012

9. febrúar 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  09.02.2012

21. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn. 9. febrúar  2012  kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Þriggja ára áætlun 2013-2015.  Síðari umræða. Að lokinni umræðu var áætlunin samþykkt samhljóða

2.    Fundargerðir

a)    Framkvæmdaráð SSA 22. janúar 2012.  Lögð fram til kynningar.
b)    Samstarfsnefnd SSA 27. janúar 2012. Lögð fram til kynningar.
c)    Samband íslenskra sveitarfélaga 27. janúar 2012. Lögð fram til kynningar.
d)    Heilbrigðisnefnd Austurlands 2. febrúar 2012. Lögð fram til kynningar.
e)    Stjórn SSA 3. febrúar 2012. Lögð fram til kynningar.
f)    Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd 7. febrúar 2012

a.  Emil Karlsson 22.12.2011. Umsókn um leyfi til að setja upp reykrör vegna kamínu í   Steinum 15.  Staðfest af sveitarstjórn.
b.  Guðjón Viðarsson 24.01.2012. Umsókn um leyfi til að gera innangengt í bílskúr og breyta honum í íbúðarými.  Staðfest af sveitarstjórn.
c.  Kári Valtingojer vegna byggingar bílskúrs við Kamb 10.  Leyfi hafði áður verið veitt fyrir framkvæmdinni 23.6.2009 með fyrirvara um að teikningum og skráningartöflu sem nú hafa borist yrði skilað.  Nefndin gerir ekki ath. við fyrirliggjandi teikningar en er sammála um að grenndarkynning fari fram.  Staðfest af sveitarstjórn.

3.    Erindi og bréf

a)    Jafnréttisstofa 16. janúar.  Athugasemdir vegna jafnréttisáætlunar.  Vísað til fræðslu- og jafnréttisnefndar.
b)    Rarik 20. janúar. Viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og breytt eignarhald.  Lagt fram til kynningar.
c)    Fiskistofa 1. febrúar.  Rekstarleyfi til fiskeldis HB Granda.  Lagt fram til kynningar.
d)    Samband íslenskra sveitarfélaga 1. febrúar. Frumvarp til laga um dýravelferð og búfjárhald.  Lagt fram til kynningar.
e)    Skólahreysti, ódags. Styrkbeiðni.  samþykkt samhljóða

4.    Samgönguáætlun 2011-2014 / 2011-2022

Sveitarstjóra og oddvita falið að senda inn umsagnir fyrir tilskilinn tíma.

5.    Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða

Lagt fram til kynningar

6.    Bætt ADSL þjónusta  á Djúpavogi

Oddviti gerði grein fyrir fundi sem hann og  tæknistjóri DPV Ólafur Björnsson áttu með   fulltrúum Símans þann 3 feb. síðastl. Á fundinum kom fram að til þess að fá  háhraðanettengingu stækkaða á Djúpavogi úr 8 mb í 16 mb gerir Síminn þá kröfu að sveitarfélagið greiði fyrir uppsetningu á búnaði að upphæð  900 þ. kr.  Annar tilfallandi kostnaður við breytingarnar mun falla á Símann.
Þrátt fyrir að hér sé um augljósa mismunun að ræða milli hinna minni og stærri sveitarfélaga í þessum efnum þá samþykkir sveitarstjórn engu að síður  að greiða þennan hlut enda sé þegar sýnt að reynt hafi verið til þrautar í málinu. Sveitarstjóra falið að koma á framfæri ábendingum við stjórnvöld og SSA er varðar þá augljósu mismunun sem hinum dreifðu byggðum er boðið upp á í dag í þessum efnum.
Hinir jákvæðu þættir máls eru hinsvegar þeir að með stækkaðri tengingu munu ýmsir nýjir möguleikar opnast fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu, m.a. mun þessi breyting styrkja ýmis fjarvinnsluverkefni sem og styrkja aðstöðu til fjarnáms og netvinnslu almennt.  Þá munu nýjum sjónvarps- og útvarpsrásum  fjölga umtalsvert, auk þess sem hin svokallaða VOD þjónusta, sem inniheldur m.a. skjábíó verður í boði.  Gert er ráð fyrir að öllu óbreyttu að ný háhraðanettenging með viðkomandi pakka verði komin til framkvæmda ekki síðar en í júlí næstk.  

7.    Skýrsla sveitarstjóra

a) Málefni Helgafells.  Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir stöðu málsins í kjölfar kostnaðarmats á framkvæmdinni sem fram fór nýlega.
b) Menningarsamningar.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir úthlutunum menningarstyrkja frá Menningarráði Austurlands.
c) Málefni Djúpavogsskóla.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með skólastjóra, skólanefnd og sveitarstjórn vegna málefna Djúpavogsskóla.
d) Fjölgun íbúa.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir íbúafjölda í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn fagnar framkomnum upplýsingum um áframhaldandi fjölgun íbúa í sveitarfélaginu þriðja árið í röð.
e)   Starfsstöð Þróunarfélags Austurlands.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir starfsstöð Þróunarfélags Austurlands sem nýlega tók til starfa með formlegum hætti í ráðhúsinu Geysi.  Sveitarstjórn lýsir sérstakri ánægju með starfstöð þessa sem og fjölgun fjölbreyttra starfa á Djúpavogi.
f)  Ríkarðssafn.  Sveitarstjóri og oddviti gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Ríkarðssafn.
g) Dómur í máli Djúpavogshrepps gegn SIL. Sveitarstjóri gerði grein fyrir minnisblaði lögmanns um niðurstöðu dóms héraðsdóms.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.18.50.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

10.02.2012

19. janúar 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  19.01.2012
20. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn. 19. janúar  2012  kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Irene Meslo og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá: 

1.  Fjárhagsleg málefni

a)  Þriggja ára áætlun. Fyrri umræða. 
b) Lánasjóður sveitarfélaga. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu Djúpavogshrepps gagnvart Lánasjóði sveitarfélagi og lagði fram greiðsluáætlanir fyrir árin 2013 – 2015.
c) Staða innheimtumála. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þróun innheimtumála hjá Djúpavogshreppi. Langstærstur hluti útgefinna krafna er greiddur á gjalddaga og heildar höfuðstóll og fjöldi mála í vanskilum minnkað verulega.

2.  Fundargerðir

a)  FMA, dags. jan. Lögð fram til kynningar.
b)  Stjórn SSA, dags. 12. desember 2011. Lögð fram til kynningar.
c)  Samstarfsnefnd SSA, dags. 14. desember 2011. Lögð fram til kynningar.
d)  Samgöngunefnd SSA, dags. 14. desember 2011. Lögð fram til kynningar.
e)  Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 14. desember 2011. Lögð fram til kynningar.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. desember 2011. Lögð fram til kynningar.
g)  Hafnasamband Íslands, dags. 18. nóvember 2011. Lögð fram til kynningar.
h)  Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 4. janúar 2012. Lögð fram til kynningar.

3.  Erindi og bréf

a)  Eðvald Ragnarsson, málefni Kvennasmiðjunnar, dags. 19. desember 2011. 
Sveitarstjóra falið að fara yfir erindið í samráði við lögmann og bregðast við eftir atvikum.
b)  Héraðsskjalasafn Austfirðinga, endurgreiðsla framlags, dags. 30. desember 2011. Lagt  fram til kynningar.
c) Ungmennafélag Íslands, gisting íþróttahópa, dags. 3. janúar 2012. Lagt fram til kynningar.
d)  Stjórn SSA, vegna Velferðarráðuneytis, dags. 10. janúar 2012. Lagt fram til kynningar.

4.  Samkomulag um brunavarnir

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og veitir sveitarstjóra umboð til að undirrita það fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.  Byggðakvóti

Djúpavogshreppi var úthlutað 53 þorskígildistonna byggðakvóta fiskveiðiárið 2011-2012, sbr. bréf Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, dags. 21. desember 2011, í kjölfar umsóknar þar um dags. 11. nóvember 2011. Lagt fram til kynningar.

6.  Héraðsdómur Austurlands - Stórhóll

Sveitarstjóra og oddvita falið að fara yfir niðurstöðu dómsins í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

7.  Skýrsla sveitarstjóra

a) Málefni Atvinnuþróunarsjóðs. Sveitarstjóri gerð grein fyrir úthlutunum Atvinnuþróunarsjóðs frá 2006 skv. samantekt Þróunarfélags Austurlands.
b) Málefni Kvennasmiðjunnar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Kvennasmiðjuna en fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar verður haldinn þann 20. janúar.
c)  Málefni Safnstöðvarinnar. Sveitarstjóri kynnti skýrslu unna af Magnúsi Kristjánssyni varðandi Safnstöðina.
d)  Suðurferð sveitarstjóra og oddvita. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundum í RVK. í byrjun viku með forstöðum. Þjóðskjalasafns, innanríkisráðherra, vegamálastjóra, TGJ og fl. 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.17.55.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

20.01.2012