3. desember 2012 (aukafundur)

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 03.12.2012
2. aukafundur 2010-2014
Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 3. desember 2012 kl. 12:30. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
Samþykkt að taka fyrir fundargerð hafnarnefndar 30.11.2012. undir lið 2.
1. Sala eigna – Helgafell
Hótel Framtíð ehf. hefur boðið kr. 28.000.000 í fasteignina Eyjaland 4 /Helgafell sbr. kauptilboð dags. 26.11.2012. Tilboðið gildir til og með mánudags 3. desember. Kaupverð verði greitt með peningum við kaupsamning og afhending verði 1.1.2013. Tilboðsgjafi hafði áður gert tilboð sem var hafnað. Sveitarstjórn hefur kynnt sér áætlanir tilboðsgjafa varðandi nýtingu hússins sem hyggst koma þar upp vinnuaðstöðu fyrir framleiðslu og eftirvinnslu á myndefni auk ferðaþjónustu.
Í ljósi þess að þessar fyrirætlanir falla að þeim skilmálum sem settir voru við auglýsingu eignarinnar samþykkir sveitarstjórn að taka tilboðinu með því skilyrði að afhendingartími verði ekki síðar en 1.4.2013. Sveitarstjóra falið að kynna tilboðsgjafa niðurstöðuna og ganga frá sölunni í framhaldinu.
Samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð hafnarnefndar dags. 30.11.2012. Staðfest.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 13:00.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.