Djúpivogur
A A

2011

15. desember 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  15.12.2011
19. fundur var  haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 15. desember  2011 
kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Birgisdóttir og Þórdís Sigurðardóttir.  Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.  Andrés stjórnaði fundi.
Oddviti óskaði eftir því að sveitarstjórn samþykkti að bæta við liðum 2 og 4b á dagskrá fundarins.  Tillaga þar um borin upp og samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

1.  Sala eigna.
a)  Gagntilboði því sem sveitarfélagið setti fram vegna sölunnar á Kerhömrum hefur verið tekið.  Núverandi ábúandi hefur tilkynnt að hann hyggist ekki nýta sér forkaupsrétt að eigninni.  Sveitarstjóra falið að ganga frá sölunni í samráði við fasteignasölu.

2.  Samgönguáætlun.   
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hvetur stjórnvöld og þingmenn kjördæmisins að virða samþykktir SSA frá Aðalfundi samtakana frá síðastliðnu hausti sem lagðar hafa verið fram gagnvart Alþingi og samgönguyfirvöldum.  Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hlýtur því að gera þær kröfur við gerð samgönguáætlunar að meirihlutaálit Aðalfunda SSA í samgöngumálum og helstu áherslur þar um eins og nýframkvæmd um Axarveg,  séu vegnar af mun meiri þunga  inn í samgönguáætlun en nú liggur á borði Alþingis. Sveitarstjórn Djúpavogshr. hlýtur að velta fyrir sér hvaða gildi samstarfsvettvangur SSA hafi í raun ef helstu baráttumálum samtaka sveitarfélaga á Austurlandi er ekki sinnt af meiri skilningi en raun virðist bera vitni. Minna skal þingmenn sömuleiðis á helstu fjárfestingaverkefni Sóknaráætlunar 20/20 fyrir Austurland í þessum efnum þar sem Axarvegur er sömuleiðis nefndur til sögunnar sem helsta nýframkvæmdaverkefnið í vegagerð á Austurlandi.  Um leið og sveitarstjórn Djúpavogshrepps hvetur alþingi allt, samgönguyfirvöld og þingmenn kjördæmisins til að setja  Axarveg inn í  samgönguáætlun miklu mun framar á dagskrá en nú er, þá vill sveitastjórn Djúpavogshrepps um leið nota tækifærið og bjóða alla þingmenn kjördæmisins hjartanlega velkomna til Djúpavogs og slíta þar skónum sem mest í næstu kjördæmaviku. Slík heimsókn væri kærkomin fyrir sveitarstjórn og ekki síður fyrir þingmenn til að kynna sér betur áratuga baráttumál í samgöngumálum á svæðinu sem og fleiri þjóðþrifamál þannig að þingmenn geti séð með eigin augum við hvaða aðstæður íbúar sem og almennir vegfarendur á þessu svæði búa í dag.   

3.  Erindi og bréf.
a)  Skúli Andrésson 15. nóv. Umsókn um styrk til stuttmyndagerðar.  Erindinu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.  (Undir þessum lið vék AS af fundi)  Samþykkt að styrkja verkefnið um 25.000 kr. enda verði Djúpavogshrepps getið sem styrktaraðila að gerð myndarinnar auk þess sem sveitarfélagið fær góða kynningu í henni.( Hér kom AS aftur til fundar).
b)  Framkvæmdastjóri SSA 29. nóv.  Almenningssamgöngur.  Sveitarstjórn samþykkir að vera árið 2012 milliliður milli SSA/Vegagerðarinnar og sérleyfishafa enda verði á árinu unnið að frekari útfærslu á almenningssamgöngum í fjórðungnum í heild..
c)  UMFÍ 29. nóv.  Lagt fram til kynningar.
d)  Sveitarfélagið Skagafjörður 2. des.  Lagt fram til kynningar. 
e)  UMF Neisti 2. des.  Formleg styrkbeiðni frá Neista - nýtt starf á sviði íþrótta- og æskulýðsmála.  Þegar hefur verið gert ráð fyrir umræddum styrk í fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.  Sveitarstjórn tekur  undir áherslur UMF Neista um mikilvægi þess að fenginn sé menntaður íþróttakennari/þjálfari  til sveitarfélagsins.  Sveitarstjóra falið að vinna að framgangi málsins í samráði við skólastjóra og UMF Neista.
a)  Ólafur Áki Ragnarsson 6. des.  Kauptilboð í Helgafell. ÓÁR og SAS gera tilboð í Helgafell fyrir hönd óstofnaðs félags. Um leið og viðkomandi er þakkað mjög svo áhugavert erindi er jafn ljóst að sveitarstjórn þarf meira svigrúm og tíma til að taka  afstöðu  til framtíðarnýtingar á fasteigninni  Helgafelli.  Helgafell var ekki meðal þeirra eigna sem sveitarfélagið var með á sölulista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2012. Sveitarstjórn væntir hinsvegar að á fyrstu mánuðum næsta árs muni liggja endanlega fyrir hvort af fyrirhugaðri byggingu íbúða fyrir eldri borgara  geti orðið á Helgafelli.

Sveitarstjóra falið að koma viðhorfi sveitarstjórnar á framfæri við tilboðsgjafa.                                                                                                                                

4.  Fundargerðir.
a)  Samband íslenskra sveitarfélaga 29. des.  Lögð fram til kynningar.
b)  Skipulags-, byggingar og umhverfisnefnd 7. des.
a. Ragnhildur Traustadóttir Múla 1 Djúpavogshreppi 04.12.2011. Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á fjárhúsi og hlöðu í frístundahús.  Staðfest af sveitarstjórn.
c)  Brunavarnir á Austurlandi 8. des.  Lögð fram til kynningar.

5.  Skýrsla sveitarstjóra.
a)  Hreindýraarður.  Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er úthlutun til Djúpavogshrepps kr. 885.888 vegna 2011.
b)  Málefni Helgafells. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi hugsanlegar breytingar á Helgafelli með það í huga að þar verði íbúðir fyrir eldri borgara.
c)  Úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir úthlutun aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
d)  Sveitarstjóri gerði grein fyrir hugmyndum um starfsstöð á vegum AST á Djúpavogi. 

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 17:00.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

 

 

16.12.2011