Djúpivogur
A A

2011

15. desember 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  15.12.2011
19. fundur var  haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 15. desember  2011 
kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Birgisdóttir og Þórdís Sigurðardóttir.  Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.  Andrés stjórnaði fundi.
Oddviti óskaði eftir því að sveitarstjórn samþykkti að bæta við liðum 2 og 4b á dagskrá fundarins.  Tillaga þar um borin upp og samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

1.  Sala eigna.
a)  Gagntilboði því sem sveitarfélagið setti fram vegna sölunnar á Kerhömrum hefur verið tekið.  Núverandi ábúandi hefur tilkynnt að hann hyggist ekki nýta sér forkaupsrétt að eigninni.  Sveitarstjóra falið að ganga frá sölunni í samráði við fasteignasölu.

2.  Samgönguáætlun.   
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hvetur stjórnvöld og þingmenn kjördæmisins að virða samþykktir SSA frá Aðalfundi samtakana frá síðastliðnu hausti sem lagðar hafa verið fram gagnvart Alþingi og samgönguyfirvöldum.  Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hlýtur því að gera þær kröfur við gerð samgönguáætlunar að meirihlutaálit Aðalfunda SSA í samgöngumálum og helstu áherslur þar um eins og nýframkvæmd um Axarveg,  séu vegnar af mun meiri þunga  inn í samgönguáætlun en nú liggur á borði Alþingis. Sveitarstjórn Djúpavogshr. hlýtur að velta fyrir sér hvaða gildi samstarfsvettvangur SSA hafi í raun ef helstu baráttumálum samtaka sveitarfélaga á Austurlandi er ekki sinnt af meiri skilningi en raun virðist bera vitni. Minna skal þingmenn sömuleiðis á helstu fjárfestingaverkefni Sóknaráætlunar 20/20 fyrir Austurland í þessum efnum þar sem Axarvegur er sömuleiðis nefndur til sögunnar sem helsta nýframkvæmdaverkefnið í vegagerð á Austurlandi.  Um leið og sveitarstjórn Djúpavogshrepps hvetur alþingi allt, samgönguyfirvöld og þingmenn kjördæmisins til að setja  Axarveg inn í  samgönguáætlun miklu mun framar á dagskrá en nú er, þá vill sveitastjórn Djúpavogshrepps um leið nota tækifærið og bjóða alla þingmenn kjördæmisins hjartanlega velkomna til Djúpavogs og slíta þar skónum sem mest í næstu kjördæmaviku. Slík heimsókn væri kærkomin fyrir sveitarstjórn og ekki síður fyrir þingmenn til að kynna sér betur áratuga baráttumál í samgöngumálum á svæðinu sem og fleiri þjóðþrifamál þannig að þingmenn geti séð með eigin augum við hvaða aðstæður íbúar sem og almennir vegfarendur á þessu svæði búa í dag.   

3.  Erindi og bréf.
a)  Skúli Andrésson 15. nóv. Umsókn um styrk til stuttmyndagerðar.  Erindinu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.  (Undir þessum lið vék AS af fundi)  Samþykkt að styrkja verkefnið um 25.000 kr. enda verði Djúpavogshrepps getið sem styrktaraðila að gerð myndarinnar auk þess sem sveitarfélagið fær góða kynningu í henni.( Hér kom AS aftur til fundar).
b)  Framkvæmdastjóri SSA 29. nóv.  Almenningssamgöngur.  Sveitarstjórn samþykkir að vera árið 2012 milliliður milli SSA/Vegagerðarinnar og sérleyfishafa enda verði á árinu unnið að frekari útfærslu á almenningssamgöngum í fjórðungnum í heild..
c)  UMFÍ 29. nóv.  Lagt fram til kynningar.
d)  Sveitarfélagið Skagafjörður 2. des.  Lagt fram til kynningar. 
e)  UMF Neisti 2. des.  Formleg styrkbeiðni frá Neista - nýtt starf á sviði íþrótta- og æskulýðsmála.  Þegar hefur verið gert ráð fyrir umræddum styrk í fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.  Sveitarstjórn tekur  undir áherslur UMF Neista um mikilvægi þess að fenginn sé menntaður íþróttakennari/þjálfari  til sveitarfélagsins.  Sveitarstjóra falið að vinna að framgangi málsins í samráði við skólastjóra og UMF Neista.
a)  Ólafur Áki Ragnarsson 6. des.  Kauptilboð í Helgafell. ÓÁR og SAS gera tilboð í Helgafell fyrir hönd óstofnaðs félags. Um leið og viðkomandi er þakkað mjög svo áhugavert erindi er jafn ljóst að sveitarstjórn þarf meira svigrúm og tíma til að taka  afstöðu  til framtíðarnýtingar á fasteigninni  Helgafelli.  Helgafell var ekki meðal þeirra eigna sem sveitarfélagið var með á sölulista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2012. Sveitarstjórn væntir hinsvegar að á fyrstu mánuðum næsta árs muni liggja endanlega fyrir hvort af fyrirhugaðri byggingu íbúða fyrir eldri borgara  geti orðið á Helgafelli.

Sveitarstjóra falið að koma viðhorfi sveitarstjórnar á framfæri við tilboðsgjafa.                                                                                                                                

4.  Fundargerðir.
a)  Samband íslenskra sveitarfélaga 29. des.  Lögð fram til kynningar.
b)  Skipulags-, byggingar og umhverfisnefnd 7. des.
a. Ragnhildur Traustadóttir Múla 1 Djúpavogshreppi 04.12.2011. Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á fjárhúsi og hlöðu í frístundahús.  Staðfest af sveitarstjórn.
c)  Brunavarnir á Austurlandi 8. des.  Lögð fram til kynningar.

5.  Skýrsla sveitarstjóra.
a)  Hreindýraarður.  Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er úthlutun til Djúpavogshrepps kr. 885.888 vegna 2011.
b)  Málefni Helgafells. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi hugsanlegar breytingar á Helgafelli með það í huga að þar verði íbúðir fyrir eldri borgara.
c)  Úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir úthlutun aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
d)  Sveitarstjóri gerði grein fyrir hugmyndum um starfsstöð á vegum AST á Djúpavogi. 

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 17:00.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

 

 

16.12.2011

24. nóvember 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  24.11.2011

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn. 24. nóvember 2011  kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Birgisdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og  Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá: 

1.  Fjárhagsáætlun 2012; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a)  Gjaldskrár 2012.  Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.
     Vegna fasteignagjaldaálagningar 2012 gilda eftirtaldar ákvarðanir:

 1. Fasteignaskattur A                                     0,625%          
 2. Fasteignaskattur B                                     1,32%
 3. Fasteignaskattur C                                     1,65%
 4. Holræsagjald A                                           0,25%
 5. Holræsagjald B                                           0,25%
 6. Holræsagj. dreifbýli                                     7.500 kr.
 7. Vatnsgjald A                                               0,35%
 8. Vatnsgjald B                                               0,35%
 9. Aukavatnskattur                                          35,90 kr./ m³.
 10. Sorphirðugjald                                             14.000 kr. pr. íbúð
 11. Sorpeyðingargjald                                        12.500 kr. pr. íbúð
 12. Lóðaleiga                                                   1 % (af fasteignamati lóðar)
 13. Fjöldi gjalddaga                                           6 

 

Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.

b)  Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþegan árið 2012. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengnilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
c)  Eignabreytingar og framkvæmdir 2012. Fyrirliggjandi skjal borið undir atkvæði. Það samþ. samhljóða og undirritað á fundinum.
d)  Erindi um styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið. Það síðan undirritað af sveitarstjórn.
e)  Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2012. Síðari umræða. Fyrirliggjandi gögn kynnt. Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):  

*  Skatttekjur A-hluta .........................................                                  180.765

*  Fjármagnsgjöld aðalsjóðs..................................                                  9.362

*  Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, jákvæð.................                                  23.111

*  Rekstrarniðurstaða A-hluta, jákvæð ...................                                  24.673

*  Samantekinn rekstur A- og B- hluti ...................                                  39.869

*  Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) .........                                  33.363

*  Afskriftir A og B hluti ........................................                                 24.984

*  Eignir .............................................................                                 630.613

*  Langtímaskuldir og skuldbindingar....................                                  376.712

*  Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir.......                                  117.371

*  Skuldir og skuldbindingar samtals....................                                  494.082

*  Eigið fé í árslok 2012 .....................................                                  136.531

*  Veltufé frá rekstri áætlað ................................                                   72.689

*  Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........                                   22.240

 

Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um 39.869.þ.
Sveitarstjórn er sammála um að áfram verði lögð megináhersla á að standa vörð um þá grunnþjónustu sem byggð hefur verið upp í sveitarfélaginu á síðast liðnum árum.  Sveitarstjórn er sömuleiðis  sammála um að gætt verði áframhaldandi hagræðingar og aðhalds í rekstri á öllum sviðum auk þess sem kannaðir verði frekari kostir að losa um eignir sem ekki koma við lögbundin verkefni.   
Unnið verður áfram að ýmsum viðhaldsverkefnum eins og kostur er, en stærri framkvæmdum verður haldið  í lágmarki.  Sveitarstjórn hefur engu að síður tekið ákvörðun um að ráðast í gatnagerð á árinu 2012 og leggur í því sambandi áherslu á að lagt verði slitlag á Brekku og Hlíð og öðrum frágangi verði lokið við þær götur. Þá verði sömuleiðis kannað hvort svigrúm verður til að ganga með sama hætti frá götunni við Hraun, en þar þurfa jarðvegskipti einnig að koma til.  Þá er stefnt að því að halda áfram uppbyggingu á Faktorshúsinu eins og verið hefur, en sú framvinda tekur að hluta mið af hve mikil mótframlög kunna að berast.  Unnið er að hugmyndum um breytingu á húsnæði Helgafells í þjónustuíbúðir  fyrir eldri borgara. Frekari ákvarðanir verða teknar um framvindu þess verkefnisins þegar afgreiðsla af hálfu íbúðalánasjóðs liggur fyrir. Áfram verður unnið að hönnun á nýju Ríkarðssafni í samstarfi við Teiknistofu GJ og Ólöfu og Ásdísi Ríkarðsdætur.  
Sveitarstjórn lítur björtum augum fram á veginn ekki síst í ljósi jákvæðrar íbúaþróunar þar sem kraftmikið ungt fjölskyldufólk hefur verið að fjárfesta og setjast að á Djúpavogi í auknum mæli á síðustu árum enda hlutfall ungra barna hér  það hæsta í fjórðungnum.       Þótt enn sé brýnt að bæta úr þá hefur atvinnuleysi farið minnkandi m.a. með aðgerðum og verkefnum sem sveitarfélagið hefur haft forgöngu um og hafa skráðir atvinnulausir á svæðinu ekki verið jafn fáir í mörg herrans ár. 

Sveitarstjórn er sammála að með margvíslegum hagræðingaraðgerðum, auk þess að nýta ýmis sóknarfæri á síðustu misserum hafi umtalsverður árangur náðst í rekstri sveitarfélagsins, ekki síst ef litið er til þess erfiða umhverfis sem sveitarfélög almennt hafa búið við á síðustu árum. 

Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2.  Sala eigna. 

a)  (Hér vék AJ af fundi.) Komið hefur tilboð í fasteignina Kerhamra sem auglýst var til sölu samkv. ákvörðun sveitarstjórnar dags. 20. okt. Sveitarstjórn samþykkir að gera gagntilboð. 
b)  Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sölu bræðslunnar og greindi frá að nokkrar fyrirspurnir hafa borist.

3.  Erindi og bréf.

a)  Stígamót. ódags. Beiðni um styrk til Stígamóta fyrir árið 2012. Styrkbeiðni hafnað.
b)  Skólastjórafélag Austurlands 3. nóv.  Símenntunarsjóðir leik- og grunnskóla á Austurlandi. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps mun hér eftir sem hingað til styðja við endurmenntunarstefnu Djúpavogsskóla í samráði við stjórnendur og annað starfsfólk.
c)  Umhverfisráðuneytið 3. nóv.  Lagt fram til kynningar.
d)  Snorraverkefnið 7. nóv.  Umsókn um styrk vegna Snorraverkefnis.  Styrkbeiðni hafnað.
e)  Velferðarvaktin 14. nóv.  Lagt fram til kynningar.
f)  Skúli Andrésson 15. nóv.  Umsókn um styrk til stuttmyndagerðar. (Undir þessum lið vék Andrés af fundi og Albert tók við fundarstjórn.)  Ákvörðun frestað til næsta fundar.
g)  Bæjarráð Fjarðabyggðar 16. nóv.  Málefni Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands. Lagt fram til kynningar.
h)  Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna 17. nóv. Umsókn um styrk vegna eldvarnaátaks. Styrkbeiðni hafnað.

4.  Breytingar á stofnsamningi Héraðsskjalasafns Austfirðinga

a)  Sveitarstjóri kynnti nýjan og endurbættan stofnsamning fyrir Héraðsskjalasafn Austurlands.  Eftir nokkrar umræður staðfesti sveitarstjórn nýjan stofnsamning fyrir sitt leyti.

5.  Fundargerðir.

a) Heilbrigðiseftirlit Austurlands 28. okt.  Lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:55.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

25.11.2011

10. nóvember 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  10.11.2011
17. fundur  2010-2014
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 10. nóv. 2011 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Birgisdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Irene Meslo. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés Skúlason stjórnaði fundi.
Dagskrá: 
1. Fjárhagsáætlun 2012, fyrri umræða; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.
a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2012. Heimild til hámarksútsvars er 14,48%.  Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2012.
b) Gjaldskrár 2012 til fyrri umræðu. Fyrir fundinum lá skjal með tillögum forstöðumanna um gjaldskrár og fleira vegna ársins 2012. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi vísað til síðari umræðu. 
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2012. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2012 eins og þær voru settar fram í 3ja ára áætlun fyrir 2012-2014. Einnig lagði sveitarstjóri fram vinnuskjal vegna ársins 2012. Að lokinni umfjöllun var málinu vísað til síðari umræðu. 
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2012. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012. 
e) Útkomuspá vegna ársins 2011. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af honum og Guðlaugi Erlingssyni KPMG með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshr. 2012. Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi gögn.      
g) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2012. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur 39 m.kr.  
Til að ná tilvitn. rekstarniðurstöðu  þarf m.a. sala á eignum og frekari hagræðingaraðgerðir  í rekstri að ganga eftir.  Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2012.  Að lokinni umfjöllun var samþ. að vísa áætluninni til síðari umræðu 24. nóv. kl. 15:00.
2. Erindi og bréf.
a) Náttúruverndarsamtök Austurlands.  Ódags. NAUST skorar á landeigendur og sveitarfélög á Suðaustur og Austurlandi að fjarlægja gamlar girðingar og girðingaflækjur sem liggja á víðavangi.  Að þessu tilefni óskar sveitarstjórn eftir því að landeigendur í Djúpavogshreppi skoði sínar landareignir með tilliti til þessa erindis. 
b) Brunavarnir á Austurlandi 18. okt.  Tillaga slökkviliðsstjóra að viðhaldi á slökkvistöð.  Tillagan samþykkt samhljóða.
c) Umhverfisráðuneytið 20. okt. Breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum.  Lagt fram til kynningar.
d) Umhverfisstofnun 21. okt. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við oddvita að tilnefna fulltrúa fyrir tilskilinn tíma. 
e) Skipulagsstofnun 25. okt. Landsskipulagsstefna 2012-2014.  Lagt fram til kynningar.
f) Húsafriðunarnefnd 25. okt. Lagt fram til kynningar, frekari afgreiðslu vísað til næsta fundar.   
g) Sjávarútvegsráðuneytið 26. okt. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012.  Sveitarstjórn staðfestir umsókn um byggðakvóta 2011/2012 sem sveitarstjóri sendi ráðuneytinu 2. nóv. 2011.
h) Atvinnuþróunarsjóður 27. okt.  Framtíð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands.  Sveitarstjórn staðfestir að hún mun hér eftir sem hingað til standa við skyldur sínar gagnvart sjóðnum sbr. 5. grein laga Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands sem og að standa skil á greiðslum á þeim gjalddögum sem stjórn sjóðsins ákveður.
i) Eldri borgarar á Djúpavogi 30. okt.  Ferðastyrkur til eldri borgara í Djúpavogshreppi.  Sveitarstjórn samþykkir sambærilegan styrk til Félags eldri borgara og undanfarin ár, kr. 80.000.
3. Fundargerðir
a) Hafnasamband Íslands, dags. 19. ágúst.  Lögð fram til kynningar
b) Hafnasamband Íslands, dags. 7. okt.  Lögð fram til kynningar
c) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 18. okt.  Lögð fram til kynningar 
d) Héraðsskjalasafn Austurlands, dags. 26. okt.  Lögð fram til kynningar.
e) Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd, dags. 9. nóv.  Lögð fram til kynningar.
4. Ákvörðun um sölu eigna.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sölu eigna sbr. ákvarðanir sveitarstjórnar á fundi dags. 20. okt. 2011.  Sveitarstjórn er sammála um að auglýsa bræðsluna til sölu að hluta eða öllu leyti.  Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samráði við fasteignasölu. 
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  10.11.2011
17. fundur  2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 10. nóv. 2011 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Birgisdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Irene Meslo. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.
Andrés Skúlason stjórnaði fundi.

Dagskrá: 

1. Fjárhagsáætlun 2012, fyrri umræða; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.
a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2012. Heimild til hámarksútsvars er 14,48%.  Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2012.
b) Gjaldskrár 2012 til fyrri umræðu. Fyrir fundinum lá skjal með tillögum forstöðumanna um gjaldskrár og fleira vegna ársins 2012. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi vísað til síðari umræðu. 
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2012. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2012 eins og þær voru settar fram í 3ja ára áætlun fyrir 2012-2014. Einnig lagði sveitarstjóri fram vinnuskjal vegna ársins 2012. Að lokinni umfjöllun var málinu vísað til síðari umræðu. 
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2012. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012. 
e) Útkomuspá vegna ársins 2011. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af honum og Guðlaugi Erlingssyni KPMG með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshr. 2012. Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi gögn.      
g) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2012. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur 39 m.kr.  Til að ná tilvitn. rekstarniðurstöðu  þarf m.a. sala á eignum og frekari hagræðingaraðgerðir  í rekstri að ganga eftir.  Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2012.  Að lokinni umfjöllun var samþ. að vísa áætluninni til síðari umræðu 24. nóv. kl. 15:00.

2. Erindi og bréf.
a) Náttúruverndarsamtök Austurlands.  Ódags. NAUST skorar á landeigendur og sveitarfélög á Suðaustur og Austurlandi að fjarlægja gamlar girðingar og girðingaflækjur sem liggja á víðavangi.  Að þessu tilefni óskar sveitarstjórn eftir því að landeigendur í Djúpavogshreppi skoði sínar landareignir með tilliti til þessa erindis. 
b) Brunavarnir á Austurlandi 18. okt.  Tillaga slökkviliðsstjóra að viðhaldi á slökkvistöð.  Tillagan samþykkt samhljóða.
c) Umhverfisráðuneytið 20. okt. Breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum.  Lagt fram til kynningar.
d) Umhverfisstofnun 21. okt. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við oddvita að tilnefna fulltrúa fyrir tilskilinn tíma. 
e) Skipulagsstofnun 25. okt. Landsskipulagsstefna 2012-2014.  Lagt fram til kynningar.
f) Húsafriðunarnefnd 25. okt. Lagt fram til kynningar, frekari afgreiðslu vísað til næsta fundar.   
g) Sjávarútvegsráðuneytið 26. okt. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012.  Sveitarstjórn staðfestir umsókn um byggðakvóta 2011/2012 sem sveitarstjóri sendi ráðuneytinu 2. nóv. 2011.
h) Atvinnuþróunarsjóður 27. okt.  Framtíð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands.  Sveitarstjórn staðfestir að hún mun hér eftir sem hingað til standa við skyldur sínar gagnvart sjóðnum sbr. 5. grein laga Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands sem og að standa skil á greiðslum á þeim gjalddögum sem stjórn sjóðsins ákveður.
i) Eldri borgarar á Djúpavogi 30. okt.  Ferðastyrkur til eldri borgara í Djúpavogshreppi.  Sveitarstjórn samþykkir sambærilegan styrk til Félags eldri borgara og undanfarin ár, kr. 80.000.

3. Fundargerðir
a) Hafnasamband Íslands, dags. 19. ágúst.  Lögð fram til kynningar.
b) Hafnasamband Íslands, dags. 7. okt.  Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 18. okt.  Lögð fram til kynningar. 
d) Héraðsskjalasafn Austurlands, dags. 26. okt.  Lögð fram til kynningar.
e) Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd, dags. 9. nóv.  Lögð fram til kynningar.

4. Ákvörðun um sölu eigna  
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sölu eigna sbr. ákvarðanir sveitarstjórnar á fundi dags. 20. okt. 2011.  Sveitarstjórn er sammála um að auglýsa bræðsluna til sölu að hluta eða öllu leyti.  Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samráði við fasteignasölu. 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

11.11.2011

20. október 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  20. 10. 2011

16. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 20. október 2011 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir. 

Mættir voru: Þórdís Sigurðardóttir, Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir og Sigurður Ágúst Jónsson.  Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. 

Andrés stjórnaði fundi.

Samþykkt að bæta við lið 3 n.

Dagskrá: 

1.    Fjárhagsleg málefni.

a)   i)  Fjárhagsáætlun 2012.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar. Stefnt er að því að fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2012 fari fram á næsta fundi sveitarstjórnar 10. nóvember nk. 

      ii)  Sala eigna.
Sveitarstjóri og oddviti gerðu undir þessum lið grein fyrir þeim áherslum sem komið hafa fram  m.a. frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um mikilvægi þess að sveitarfélögin einbeiti sér fyrst og fremst að lögbundnum verkefnum og annarri mikilvægri grunnþjónustu við íbúana. Rekstrar- og viðhaldskostnaður ýmissa mannvirkja sem eru ótengd grunnþjónustunni eru m.a. nefnd á stundum sem íþyngjandi liður í rekstri sveitarfélaga, ekki síst meðal hinna smærri sveitarfélaga á landsbyggðinni. Mikilvægt sé því að skoða hvort ekki sé svigrúm hjá sveitarfélögum að losa um eignir og á móti fá þá tekjur inn af viðkomandi fasteignum m.a. í formi álagðra gjalda.  Í þessu sambandi hefur sala á fjölmörgum íbúðum í eigu Djúpavogshrepps á síðustu árum sparað sveitarfélaginu umtalsverða fjármuni og hefur eftirspurn verið töluverð eftir húsnæði.   
Í framhaldi af yfirferð sveitarstjóra og oddvita um málið voru frekari sölur á eignum ræddar og í framhaldi var  sveitarstjórn sammála um að fela sveitarstjóra að hefja undirbúning að sölu fasteignanna Kerhamra í Álftafirði og húsnæðis fyrrum bræðslunnar í Gleðivík.  Samkvæmt samningi hefur núverandi  ábúandi heimild til að nýta forkaupsrétt að Kerhömrum. Ákvörðun um að hve stóru leyti húsnæði bræðslunnar verður boðið til sölu verður tekin á næsta fundi sveitarstjórnar. Umræddar fasteignir verði auglýstar með áberandi hætti.  Fleiri möguleikar á sölu eigna ræddir.

b)  Milliuppgjör 31.8.2011
Sveitarstjóri gerði grein fyrir milliuppgjöri unnu af KPMG fyrir fyrstu 8 mánuði ársins.  Ljóst er að niðurstaða milliuppgjörs er nokkuð frá upphaflegum áætlunum.  Helgast það einkum af fjármagnsgjöldum sem eru mun hærri en gert var ráð fyrir auk þess sem laun og launatengd gjöld hafa hækkað í kjölfar kjarasamninga.  Einnig eru tekjur heldur lægri en gert var ráð fyrir og sala eigna hefur ekki gengið eftir eins og að var stefnt.

2.    Erindi og bréf.

a)  Héraðsskjalasafn Austurlands, fjárhagsáætlun, dags, 6, sept. 2011.
Lagt fyrir bréf frá forstöðu-og stjórnarformanni Héraðskjalasafnsins þar sem óskað er eftir hækkun framlaga frá sveitarfélögunum á fjárhagsáætlun þess fyrir 2012 í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu safnsins.  Sveitarstjórn samþykkir hækkun framlags en leggur áherslu á að aðhalds verði áfram gætt í rekstri safnsins.

b)  Stefanía Inga Lárusdóttir, mótmæli vegna gangnaboðs, 9. sept. 2011.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun:  Erindi kæranda er hafnað og fjallskilaskylda vegna Stórhóls samkvæmt gangnaboði fyrir haustið 2011 staðfest.  Sveitarstjóra falið að senda kæranda bréf þessa efnis ásamt greinargerð. Samþykkt samhljóða.

c)  Fiskistofa, rekstrarleyfi HB Granda, dags. 13. sept. 2011.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á rekstrarleyfi HB Granda í Berufirði þar sem þorskeldi verður aukið úr 1000 tonnum í 4000 tonn á sama tíma og dregið verður úr laxeldi um sama magn.  Sveitarstjóra falið að koma áherslum sveitarstjórnar á framfæri.

d)  Innanríkisráðuneytið, auglýsing um umhverfismat, dags. 23. sept. 2011. 
Lagt fram til kynningar.

e)  Safnahúsið á Egilsstöðum, viðgerðarkostnaður, dags. 26. sept. 2011.  Sveitarstjórn samþykkir að greiða hlutfallslegan kostnað vegna viðgerða á Safnahúsinu á Egilsstöðum í samræmi við hlut Djúpavogshrepps  í Héraðsskjalasafni Austfirðinga.

f)  Umhverfisráðuneytið, meðhöndlun úrgangs, dags. 26. sept. 2011.
Lagt fram til kynningar.

g)  Mennta- og menningarmálaráðuneyti, ungt fólk, dags. 28. sept. 2011.
Lagt fram til kynningar.

h)  Samband íslenskra sveitarfélaga, ný sveitarstjórnarlög, dags. 30. sept. 2011.
Lagt fram til kynningar.

i)  Sigurrós R. Guðmundsdóttir, fasteignagjöld, dags. 1. okt. 2011.
Lagt fram til kynningar.  Sveitarstjóri hefur þegar brugðist við erindinu.

j)  Hjalti Þór Vignisson,skemmtiferðaskip, dags. 4. okt. 2011.
Bæjarstjóri Hornafjarðar kynnti þá ákvörðun hafnarstjórnar Hornafjarðarhafnar að draga sig út úr því samstarfi sem verið hefur við Djúpavogshöfn vegna komu skemmtiferðaskipa.  Sveitarstjórn Djúpavogshrepps þakkar Hornfirðingum fyrir samstarfið .

3.    Fundargerðir

a)  Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd, dags. 6. sept. 2011.  Fundargerðin hafði    verið lögð fram og staðfest það sem átti við á fundi sveitarstjórnar 8.9.2011

b)  Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi 9. sept. 2011. Lögð fram til kynningar.

c)  Framkvæmdaráð Sambands sveitarfélaga á Austurlandi  9. sept. 2011. Lögð fram til kynningar.

d)  Samband íslenskra sveitarfélaga 9. sept.2011. Lögð fram til kynningar.

e)  Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 14. sept. 2011. Lögð fram til kynningar.

f)  Fræðslu- og jafnréttisnefnd, dags. 19. sept. 2011. Liður 1, nýjar reglur leikskólans staðfestar eftir nokkrar umræður.

g)  Brunavarnir Austurlands, dags. 21. sept. 2011. Lögð fram til kynningar.

h)  Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags 29. sept. 2011. Lögð fram til kynningar.

i)  Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 30. sept. 2011. Lögð fram til kynningar.

j)  Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags 1. okt. 2011. Lögð fram til kynningar.

k)  Samþykktir aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 1. okt. 2011. Lagðar fram til kynningar. 

l)  Undirbúningshópur vegna almenningssamgangna, dags. 3. okt. 2011.  Lögð fram til kynningar.

m)  Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 14. okt. 2011. Lögð fram til kynningar.

n)  Atvinnu-, ferða og menningarmálanefnd, dags. 5. okt.  Lögð fram til kynningar


4.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)  Félagsstarf.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir félagsstarfi á Helgafelli.

b)  Fyrirvari vegna kjarasamninga.  Sveitarstjóri gerði fyrirvara við endanlega niðurstöðu ársreiknings m.t.t. nýrra kjarasamninga á árinu.

c)  Þjóðskjalasafn.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir drögum að samningi milli Þjóðskjalasafns, ráðuneytis og Djúpavogshrepps.

d)  Fjármálaráðstefna.  Oddviti gerði grein fyrir helstu viðfangsefnum fjármálaráðstefnu Sambands íslenskrá sveitarfélaga.

e)  Þingmannafundir.  Fjallað um undirbúning vegna fundar með þingmönnum á Egilsstöðum 24. október.

f)  Faktorshús.  Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi endurbyggingu Faktorhússins.

g)  Ríkarðssafn.  Oddviti og sveitarstjóri gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi nýbyggingu Ríkarðssafns og nýafstöðnum fundi oddvita og Ríkarðssystra í þessum efnum.

h)  Vegagerðin.  Oddviti og sveitarstjóri gerðu grein fyrir stöðu mála er varðar Axarveg og fl. brýnar vegaframvæmdir á því svæði.  

i)  Fjallskil.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi fjallskil það sem af er hausti.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:00.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

21.10.2011

8. september 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  08. 09. 2011

15. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 8. september 2011 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Þórdís Sigurðardóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Andrés Skúlason, Albert Jensson og  Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Samþykkt að taka lið 5 fyrir í dagskrá.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni.

a)    Fjárhagsáætlun 2012.
Sveitarstjórn stefnir að því að síðari umræða um fjárhagsáætlun 2012 fari fram fyrir lok nóvember. Sveitarstjórn er sammála um að gatnaframkvæmdir við Hlíð og Brekku séu forgangsmál. Sveitarstjóra falið að hefja undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar í samráði við forstöðumenn.  

2.    Erindi og bréf.

a)    Innanríkisráðuneytið, efling sveitarstjórnarstigsins, dags. 10. ágúst 2011. Lagt fram til kynningar.
b)    Skólastjóri Djúpavogsskóla, sameiginlegt foreldra/skólaráð, dags. 11. ágúst 2011.
Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leiti að kosið verði sameiginlegt foreldraráð og skólaráð við Djúpavogsskóla.
c)    RARIK, raflínur í jörðu, dags. 17. ágúst 2011.
Sveitarstjórn tekur undir bókun í fundargerð SBU 06.09.2011 um sama efni þar sem viðbrögð RARIK eru átalinn.
d)    UÍA, framlög til starfsemi UÍA árið 2012, dags. 18. ágúst 2011.
Sveitarstjórn samþykkir að greiða sama árgjald til sambandsins og verið hefur og vill nota tækifærið og hrósa UÍA fyrir framgöngu og gott skipulag á nýafstöðnu Unglingalandsmóti.  
e)    UMFÍ, ráðstefna fyrir ungt fólk, dags. 30. ágúst. 2011. Lagt fram til kynningar.
f)           Velferðarvaktin, hvatning í upphafi skólaárs, dags. 1. september 2011. Lagt fram til kynningar.
g)    Ungmennaráð sveitarfélaga.  Í 2. mgr. 11. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007 er kveðið á    um að sveitarstjórnir skuli hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð.  
Sveitarstjórn felur ferða- og menningarmálafulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði og samstarfi við hlutaðeigandi.
h)    Reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.  Lagðar fram til kynningar.
i)     Bókun Menningarráðs Austurlands 7. september 2011.  Sveitarstjórn tekur undir áherslur Menningarráðs Austurlands varðandi mikilvægi starfa á sviði menningar og lista og að menningarsamningur milli ríkis og sveitarfélaga sé virtur.

3.    Fundargerðir.

a)    LBN, dags. 23.08.2011. Lögð fram til kynningar.
b)    LBN, dags. 31.08.2011. Liður 1, skipan fjallskilastjóra, niðurröðun dagsverka og dagsetninga staðfestur af sveitarstjórn. Að öðru leyti lögð fram til kynningar
c)    SBU, dags. 06.09.2011.
Eftirfarandi liðir staðfestir af sveitarstjórn:
1) Reglugerð varðandi byggingu smáhýsa, sólpalla, skjólveggja og girðinga á íbúðarhúsalóðum í Djúpavogshreppi.
2a) Djúpavogsskóli, leyfi til að útbúa útikennslusvæði í nágrenni grunnskólans.
2b) Svavar Björgvinsson, umsókn um byggingarleyfi fyrir garðskúr / áhöld.
2c) Guðmundur Gunnlaugsson, ums. um byggingarl. fyrir sólpalli og garðskúr
2d) Haukur Gunnlaugsson, umsókn um byggingarleyfi fyrir sólpalli.
2e) Magnús Hreinsson, umsókn um byggingarleyfi fyrir sólpalli.
      Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
d)   Framkvæmdaráð SSA, dags. 25. júlí 2011. Lögð fram til kynningar.
e)   Austfirzk eining, dags. 8. ágúst 2011. Lögð fram til kynningar.
f)    Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 25. ágúst 2011.  Lögð fram til kynningar.
g)   Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 2. september 2011. Lögð fram til kynningar.

4.    Félagsmálanefnd. Sveitarstjóra falið að fylgja eftir fyrri ákvörðun um fulltrúa Djúpavogshrepps í sameiginlegri félagsmálanefnd.  Samþykkt samhljóða

5.    Kjör fulltrúa á Aðalfund SSA, til eins árs.   Aðalmenn Andrés Skúlason og Albert Jensson. Til vara Sóley Dögg Birgisdóttir og Þórdís Sigurðardóttir.  

6.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Heilbrigðisstofnun Austurlands. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samkomulagi sem gert hefur verið við HSA um lokauppgjör vegna leigu og annars kostnaðar á Helgafelli, vegna ársins 2009.  
b)    Þjóðskjalasafn Íslands. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi væntanlegt samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og Þjóðskjalasafns Íslands.
c)    Gæsluvöllur. Sveitarstjóri gerði grein fyrir starfsemi gæsluvallar sem rekinn var á lóð leikskólans á meðan hann var lokaður vegna sumarleyfa. Nýting var mun minni en reiknað hafði verið með og því óvíst hvort boðið verður upp á þjónustuna á næsta ári.
d)    Fundur með bæjarráði Fljótsdalshéraðs, 12. september. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem áætlaður er með bæjarráði Fljótsdalshéraðs, 12. september nk., þar sem fjallað verður um samstarf sveitarfélaganna og sameiginlega hagsmuni í samgöngumálum.
e)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir frágangi uppgjörs vegna útgöngu Skeggjastaðahrepps (nú hluti af Langanesbyggð) árið 2005 og sveitarfélagsins Hornafjarðar 2008. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá málinu fyrir hönd Djúpavogshrepps.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:15.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.


09.09.2011

6. júlí 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  06. 07. 2011

14. fundur 2011-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikud. 6. júlí 2011 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Samþykkt að taka lið 4 fyrir í fundargerð.

Dagskrá:

1.    Fundargerðir.

a)    Fræðslu- og jafnréttisnefnd, dags. 4. júlí 2011.
Liður 2 um skólastefnu sveitarfélagsins lagður fram til staðfestingar. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.staðfest samhljóða.
b)    Austfirzk eining, dags. 28. júní 2011. Lögð fram til kynningar.
c)    Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 8. júní 2011. Lögð fram til kynningar.
d)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. júní 2011. Lögð fram til kynningar.

2.    Erindi og bréf.

a)    Umhverfisráðuneytið, þáttt. ungmenna í umhverfisþingi, dags. 30. júní 2011. Lagt fram til kynningar.
b)    Vegagerðin, úthlutun úr styrkvegasjóði 2011, dags. 23. júní 2011. Lagt fram til kynningar.
c)    Þjóðahátíð Austfirðinga, styrkbeiðni, dags. 30. maí 2011. Styrkbeiðni hafnað.

3.    Fráveitumál.

Heilbrigðisnefnd Austurlands hefur farið þess á leit við sveitarfélög að þau upplýsi um stöðu fráveitumála og áætlanir um framkvæmdir í fráveitumálum til að uppfylla ákvæði laga um fráveitur og skólp. Samþykkt að stefna að gerð stöðuskýrslu fyrir tilsettan tíma ásamt upplýsingum um sýn sveitarfélagsins á framtíðaráform í fráveitumálum á svæðinu.

4.    Staða ferða- og menningarmálafulltrúa.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að ráða Helgu Rún Guðjónsdóttur tímabundið í stöðu ferða- og menningarfulltrúa.

5.    Sumarfrí sveitarstjórnar.

Ákveðið hefur verið að sveitarstjórn taki sér sumarfrí út ágúst 2011.

6.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Skólamál á svæði SSA. Sveitarstjóri gerði grein fyrir umræðum á vettvangi stjórnar SSA og Austfirzkrar einingar um stöðu skólamála í fjórðungnum.
b)    Umsagnir um þingmál. Rætt um hvort og þá með hvaða hætti sveitarstjórn veitir umsagnir um þingmál sem henni berast.
c)    Gæsluvöllur – sveitarstjórn bindur vonir við að foreldrar nýti sér þá nýbreytni sem stofnað hefur nú verið til í fyrsta skipti með gæsluvelli á meðan sumarfrí leikskólans stendur.
d)    Bættur tækjakostur slökkiliðsins, sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu.
e)    Heimsókn TGJ til Djúpavogs. Oddviti gerði grein fyrir vinnuferð Guðrúnar Jónsdóttur skipulagsfulltrúa til Djúpavogs m.a. v/deiliskipulags – húsakönnunar og fl.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.17.00.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

07.07.2011

16. júní 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  16. 06. 2011

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 16. júní 2011 kl. 15:15. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Bryndís stjórnaði fundi.

Dagskrá:
    .

1.    Erindi og bréf.

a)    Umhverfisráðuneytið, dags. 31. maí 2011. Lagt fram til kynningar. Ákvörðun um umsögn frestað.
b)    Umhverfisráðuneytið, dags. 3. júní 2011. Lagt fram til kynningar.
c)    Alcoa á Íslandi, dags. 31. maí 2011. Lagt fram til kynningar.
d)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. júní 2011. Lagt fram til kynningar.

2.    Fundargerðir.

a)    SBU, dags.14.júní 2011. Eftirt. liðir staðfestir af sveitarstjórn

2.a) Landsnet, uppsetning veðurstöðvar við Líkárvatn. Staðfest af sveitarstjórn.
2.b) Olíudreifing, ósk um niðurrif á olíutönkum við Djúpavogshöfn. Staðfest af sveitarstjórn.
2.d) Svavar Björgvinsson. Bygging skjólveggs við Borgargarð 1. Staðfest af sveitarstjórn.

b)    SSA, dags. 1. júní 2011. Lögð fram til kynningar
c)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. maí 2011. Lögð fram til kynningar.
d)    Hafnarsamband Íslands, dags. 12. maí 2011. Lögð fram til kynningar.
e)    Fræðslu- og jafnréttisnefnd Djúpavogshrepps, dags. 27.maí 2011.

1.    Stytting skólaársins og viðhald á húsnæði grunnskólans. Staðfest af sveitarstjórn. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.  

3.    Sjálfsmatskýrsla Grunnskóla Djúpavogs. Lögð fram til kynningar.

4.    Reglur um félagslega liðveislu, heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð. Lagt fram til kynningar. Samþykkt samhljóða.

5.    Álit Skipulagsstofnunar v/ Axarvegar (939), vegs í Skriðdal og við botn Berufjarðar.

Eftir nokkrar umræður var eftirfarandi ályktun lögð fram og samþykkt samhljóða.
„Sveitarstjórn Djúpavogshrepps áréttar að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Axarvegar (939) og hringvegi um Skriðdal og Berufjarðarbotn hefur engin áhrif á áform sveitarfélagsins varðandi lagningu heilsársvegar yfir Öxi. Sveitarstjórn metur heildaráhrif framkvæmdarinnar með mjög jákvæðum hætti og telur að þeir umhverfislegu hagsmunir sem skipulagsstofnun vegur neikvæða, vegi á engan hátt upp á móti öllum þeim jákvæðu þáttum sem nýr og uppbyggður heilsársvegur um Öxi hefur í för með sér. Í þeim efnum skal nefna jákvæð samfélagsleg áhrif – gríðarlega styttingu vegalengda milli svæða sem og sparnað fyrir hinn almenna vegfarenda – mun meira öryggi fyrir vegfarendur um Öxi og minni útblástursmengun svo eitthvað sé nefnt. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps telur að veghönnuðir Vegagerðarinnar hafi sýnt fram á að með tiltölulega auðveldum hætti sé hægt að koma fyrir nýju og öryggu vegstæði um Öxi til heilla fyrir alla vegfarendur til framtíðar litið. Sveitarstjórn áréttar að núverandi vegur með yfir 20% veghalla á köflum  sé fullkomlega óásættanleg niðurstaða til framtíðar litið, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Sveitarstjórn vill því leggja áherslu á að veglínur um Öxi og Berufjarðarbotn sem skilgreindar eru í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 er sem áður óumdeild stefna sveitarfélagsins“.

6.    Raflínur við Hálsarætur. Sameiginlegt erindi Umhverfisstofnunar og Djúpavogshrepps til Rarik, dags. 31. maí lagt fram til kynningar.

7.    Upprekstrarsamningur.

Upprekstrarsamningur við Torfa Þorstein Sigurðsson, bónda í Haga lagður fram til staðfestingar. Samningurinn hafði áður verið kynntur sveitarstjórn og hafði meirihluti hennar samþykkt hann. Eftirfarandi bókun lögð fram af Alberti Jenssyni.
„Albert Jensson vildi bóka að hann væri mjög mótfallinn þessum samningi og telur hann á engan hátt muni leysa þau vandamál sem fylgt hafa fjallskilum í Álftafirði. Telur hann að vandamálið muni frekar aukast með auknu fé og afskiptum aðila úr öðru sveitarfélagi“.

8.    Kjör oddvita og varaoddvita.

Lögð fram ósk frá varaoddvita um leyfi frá störfum í eitt ár, samþykkt samhljóða.  Oddviti kjörinn Andrés Skúlason, varaoddviti kjörinn Albert Jensson, til eins árs. Samþykkt samhljóða.

9.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Austfirsk eining.
b)    Samgöngumál.
c)    Atvinnumál.
d)    Kvíaeldisstöð í Berufirði.

Fundi slitið kl. 17:00

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:15.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.


20.06.2011

26. maí 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  26. 05. 2011

12. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 26. maí 2011 kl. 14:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Sigurður Ágúst Jónsson og  Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:


1.    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2010, síðari umræða. 

Fyrir fundinum lá skýrsla skoðunarmanna Djúpavogshrepps, dags. 16. maí 2011 en þar kemur fram að þeir gera engar athugasemdir við ársreikninginn.

Helstu niðurstöður ársreiknings 2010 eru:

 

A hluti


Tekjur

301.236.765

Rekstargjöld

267.536.609

Afskriftir

16.069.408

Fjármagnsgjöld

31.435.369

Framlög til B hluta

4.900.000

Rekstrarniðurstaða

-18.704.621A og B hluti


Tekjur

347.353.086

Rekstargjöld

292.230.452

Afskriftir

25.023.528

Fjármagnsgjöld

35.837.158

Tekjuskattur

387.783

Rekstrarniðurstaða

-5.350.269Efnahagur A hluta


Heildareignir

582.841.721

Eigið fé

60.304.020

Skuldir

522.537.701Efnahagur A og B  hluta


Heildareignir

711.065.016

Eigið fé

127.192.687

Skuldir

583.872.329


Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borin upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.

 
2.    Önnur fjárhagsleg málefni

a)    Viðhald á mannvirkjum í eigu sveitarfélagsins
Sveitarstjórn er sammála um mikilvægi þess að viðhaldi á eignum sveitarfélagsins sé sinnt sem skyldi en fyrirséð eru nokkur brýn verkefni í þessum efnum á næstu árum sem þarf að forgangsraða með hliðsjón af fjárhagsstöðu hverju sinni.
Sveitarstjórn er sammála um að Grunnskóli Djúpavogs þurfi nú á sérstakri andlitslyftingu að halda og þar sem endurtekið hefur þurft að fresta stærri aðgerðum til endurbóta við skólann telur sveitarstjórn eðlilegt að setja Grunnskólann nú í forgang viðhaldsverkefna.  Sveitarstjórn er því sammála að setja skólann sérstaka flýtimeðferð og hann verði því málaður á komandi sumri svo sómi verði af.  Samhliða er stefnt að áfangaskiptum endurbótum við Grunnskóla Djúpavogs um leið og fjárhagslegur grunnur skapast til framkvæmda.  

3.    Erindi og bréf.

a)    Skólahreysti, maí 2011; styrkbeiðni. Styrkbeiðni hafnað.
b)    Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, dags. 12. maí 2011; stuðningur sveitarfélaga við íþróttastarf. Lagt fram til kynningar.
c)    Varasjóður húsnæðismála, ódags; úthlutun framl. v/ sölu félagslegs íbúðarhúsnæðis. Lagt fram til kynningar og til frekari umræðu undir lið 4 a).

4.    Fundargerðir.

a)    HNN, dags. 18. maí 2011.
Sveitarstjóri lagði inn erindi til Húsnæðisnefndar 15. þessa mánaðar um sölu á félagslegu íbúðunum Borgarlandi 20a og 20b. Í fundargerð HNN kemur fram að hún samþykkir sölu umræddra eigna. Í ljósi þess að Varasjóður húsnæðismála lækkaði niðurgreiðsluhlutfall sitt úr 90% í 55% í síðustu viku, telur sveitarstjórn forsendur varðandi söluna hafa breyst það mikið að ekki sér ráðlegt að selja íbúðirnar að svo stöddu.     
b)    FMA, dags. 18. maí 2011. Lögð fram til kynningar.
c)    Brunavarnir á Austurlandi, dags. 2. maí 2011. Lögð fram til kynningar.

5.    Aðalfundur Menningarráðs Austurlands, tilnefning fulltrúa

Tillaga um að tilnefna Kristján Ingimarsson, sem fulltrúa í Menningarráð Austurlands, borin upp og samþykkt samhljóða.

6.    AST (Austfirskar stoðstofnanir)

Sveitarstjóri og oddviti kynntu stöðu mála er varðar tillögur að fyrirhuguðum breytingum á umhverfi stoðstofnanna á Austurlandi.  

7.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Suðurferð oddvita í maí – skýrsla.  
b)    Girðingamál.
c)    Atvinnumál.
Fulltrúar Djúpavogshrepps líta svo á að það sé m.a. hlutverk sveitarfélagsins að fylgjast með ástandi á vinnumarkaði hverju sinni og bregðast við ef þurfa þykir. Sveitarstjóri og oddviti gerðu að þessu tilefni grein fyrir samskiptum við Vinnumálastofnun síðustu daga vegna stöðu atvinnuleysisskráningar í Djúpavogshreppi. Sveitarstjórn lýsir áhyggjum af hve lítil eftirspurn hefur verið eftir auglýstum störfum á svæðinu á undanförnum vikum með tilliti til  fjölda skráðra atvinnulausra í Djúpavogshreppi.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 15:30.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

26.05.2011

16. maí 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  16. 05. 2011

11. fundur 2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánud. 16. maí 2011 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá: .

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2010. Fyrri umræða. Magnús Jónsson frá KPMG mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningnum. Eftir ítarlega umfjöllun var ákveðið að vísa honum til síðari umræðu og þá verða helstu lykiltölur færðar inn. Undir þessum lið sátu einnig fundinn Ólafur Eggertsson  skoðunarmaður ársreikninga og Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir skrifstofustjóri.

2.    Fundargerðir

a)    SBU, dags. 27. apríl 2011. Eftirt. liðir staðfestir af sveitarstjórn.
2a. Ólafur Eggertsson, fullnaðarteikningar af þjónustuhúsi að Berunesi.
Staðfest af sveitarstjórn.
2b. Haukur Gunnlaugsson, uppsetning á varmadælu.
Staðfest af sveitarstjórn.
2c. Kristín Albertsdóttir. Endurbygging, Hlíð 3.
Staðfest af sveitarstjórn.
2d. Gauti Jóhannesson, sólpallur.
Staðfest af sveitarstjórn.
2e. Egill Egilsson, fullnaðarteikningar af viðbyggingu/bílskúr við Borgarl. 26. Staðfest af sveitarstjórn.
2f. Jón Sigurðsson, teikningar v/ Markarlandi 16.
Staðfest af sveitarstjórn.
Fundargerð að öðru leyti lögð fram.
b)    Framkv. ráð SSA, dags. 8. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.
c)    Stjórn SSA, dags. 18. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.
d)    SSA, kynningarfundur um landshlutaáætlanir o.fl., dags. 18. apríl 2011. Lagt   fram til kynningar.
e)    SÍS, dags. 29. apr. 2011. Lagt fram til kynningar.


3.    Erindi og bréf

a)    Efnamóttakan hf.; samningur um söfnun raftækjaúrgangs, dags. 20. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.
b)    Samband íslenskra sveitarfélaga; kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel, dags. 27. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.
c)    Aflið, styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2011, dags. 4. maí 2011. Styrkbeiðni hafnað.
d)    Landstólpinn; árleg viðurkenning Byggðastofnunar, dags. 10. maí 2011. Lagt fram til kynningar.
e)    Axarvegur, Hringvegur í Skriðdal og um Berufjörð. Bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs lögð fram á fundinum er varðar álit Skipulagsstofnunnar vegna umhverfisáhrifa Axarvegar.
Sveitarstjórn fagnar bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs sem skýrist í meginatriðum í sameiginlegi sýn sveitarfélagana á mikilvægi Axarvegar. Sveitarstjórn tekur sömuleiðis undir hugmyndir um uppsetningu á upplýsingasíðu á netinu um fyrirhugaðan Axarveg og felur sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins.


4.    Skipulagsstofnun; Axarvegur. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfis-áhrifum, dags. 19. apríl 2011.

Álit Skipulagsstofnunar, dags. 19. apríl 2011, varðandi Axarveg (nr. 939) og hringveg um Skriðdal og Berufjarðarbotn.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps mun taka álit Skipulagsstofnunar sérstaklega fyrir og svara efnislega eftir fund með fulltrúum vegagerðar og samgönguyfirvalda sem stendur fyrir dyrum. Fyrir liggur því frekari bókun um málið á júnífundi sveitarstjórnar.  Sveitarstjórn vill hinsvegar árétta sérstaklega á þessum tímapunkti að álit Skipulagsstofnunnar mun engin áhrif hafa á framgöngu sveitarfélagsins um áframhaldandi þrýsting á heilsársveg um Öxi sem er og verður lífæð í samgöngumálum á Austurlandi til framtíðar litið.

5.    Félagsþjónustan, málefni fatlaðra

Reglur sem fjalla um afgreiðslu umsókna um þjónustu við fatlað fólk á eigin heimilum og húsnæðisúrræði lagðar fyrir og eftir nokkra umræðu staðfestar samhljóða af sveitarstjórn.

6.    Verklagsreglur v/ barnaverndar


Eftir nokkra umræðu staðfest samhljóða af sveitarstjórn.


7.    Skýrsla sveitarstjóra

a. Framkvæmdir og sumarverkefni.
Sveitarstjóri og oddviti fóru á fundinum yfir sumarvinnu af hálfu Djúpavogshrepps. Í vikunni liggur fyrir fundur með starfsmönnum áhaldahúss og forstöðumönnum stofnanna þar sem farið verður yfir verkefnalista fyrir sumarið. Nú í upphafi sumars er sem áður ástæða til að minna á mikilvægi þess að hafa bæinn okkar snyrtilegan og vill sveitarstjórn því hvetja íbúa, forsvarsmenn fyrirtækja og stofnanna að leggjist á eitt og hlúa vel að sínum garði í þessum efnum.
b. Atvinnumál.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samkomulagi um 5 störf sem gert hefur verið við Vinnumálastofnun og snýr að því að skapa störf fyrir námsmenn án bótaréttar og atvinnuleitendur í sumar. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með samkomulagið.
c. Ferðamálafulltrúi.
Sveitarstjóri upplýsti að náðst hefði samningur um ótímabundinn stuðning Ferðamálastofu við starf ferðamálafulltrúa á Djúpavogi. Sveitarstjórn fagnar þessum áfanga sem án ef á eftir að verða lyftistöng fyrir ferðamál í sveitarfélaginu í framtíðinni.
d. Suðurferð sveitarstjóra og oddvita í júní.


Fundargerð skráð í tölvu lesin upp, staðfest, prentuð út og undirrituð.
Fundi slitið 18:30

17.05.2011