Djúpivogur
A A

2011

14. apríl 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  14. 04. 2011

10. fundur 2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 14 apr. 2011 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Þórdís Sigurðardóttir og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir því að sveitarstjórn samþykkti að bæta við liðum 2 b og 4 á dagskrá fundarins. Tillaga þar um borin upp og samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Innkaupareglur fyrir Djúpavogshrepp.
Sveitarstjóri lagði fram innkaupareglur fyrir Djúpavogshrepp unnar í samráði við KPMG. Eftir nokkrar umræður voru þær samþykktar samhljóða og áritaðar.

2.    Fundargerðir

a)    SBU, dags. 15. mars 2011. Fundargerð SBU staðfest af sveitarstjórn.
b)    SBU dags. 12. apríl 2011. Afgreiðsla á byggingarleyfi vegna endurbyggingar á Hlíð 3. Djúpvogi.  Staðfest af sveitarstjórn
c)    Landbúnaðarnefnd, dags. 17. mars 2011. samkvæmt tölusettum liðum í fundargerð.

1.) Refa- og minkaveiðar: Sveitarstjórn staðfestir tillögu LBN varðandi fyrirkomulag og greiðslu v. minkaveiða.
Sveitarstjóri kynnti samninga við minka- og refaveiðimenn sbr. fundargerð LBN. Sveitarstjóra falið að auglýsa og ganga frá samningum við veiðimenn.

4.) Önnur mál: Tölvupóstur frá Inger L. Jónsdóttur, sýslumanni. Sveitarstjórn samþykkir að bregðast við tilmælum LBN, að hún við fyrsta tækifæri láti kanna hvort enn sé útigangsfé í Álftafirði.
Fundargerð staðfest af sveitarstjórn.  

d)    Austfirskar stoðstofnanir, dags. 22. febrúar 2011. Lagt fram til kynningar.
e)    Hafnarsamband Íslands, dags. 10. mars  2011. Lagt fram til kynningar.
f)    Austfirzk eining, dags. 11. mars 2011. Lagt fram til kynningar.
g)    Austfirzk eining, dags. 1. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.
h)    Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 4. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.
i)    Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 6. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.
j)    Framkvæmdaráð SSA, dags. 8. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.

3.    Samkomulag um kjarasamningsumboð

Sveitarstjóri kynnti samkomulag um kjarasamningsumboð milli Djúpavogshrepps og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að ljúka málinu fyrir hönd Djúpavogshrepps.

4.    Samstarfsamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál

Sveitarstjóri lagði fram samstarfssamning sveitarfélaga á Austurlandi um   menningarmál. Eftir nokkrar umræður var samþykkt samhljóða að veita sveitarstjóra umboð til undirritunar samningsins.

5.     Erindi og bréf

a) Búnaðarfélag Lónsmanna, dags. 22 mars 2011. Lagt fram til kynningar og vísað til LBN.
b) Ríkissaksóknari, dags. 11. mars 2011. Lagt fram til kynningar.
c) Specialisterne, mars 2011.Styrkbeiðni hafnað.
d) Vinnumálastofnun, dags. 8. apríl 2011. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn fagnar þeim 5 störfum sem sveitarfélaginu var úthlutað á komandi sumri.
e) Umboðsmaður barna, dags. 21. mars 2011. Lagt fram til kynningar.
f) Bréf Ríkissaksóknara, dags. 8.apríl 2011. Lagt fram til kynningar. Eftirfarandi bókun samþykkt:

Í ljósi afgreiðslu ríkissaksóknara, að staðfesta ákvörðun ríkislögreglustjóra frá 9.febrúar 2011, lýsir sveitarstjórn Djúpavogshrepps yfir gríðarlegum vonbrigðum með niðurstöðu málsins og að því er virðist getuleysi viðkomandi embætta á að uppræta þá spillingu sem viðgekkst í íslensku fjármálalífi um árabil.

6.    Skýrsla sveitarstjóra

a) Girðingarmál. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Vegagerðina vegna fyrirhugaðar girðingar frá Goðsteinum til sjávar í Berufirði.
b) Þjónustusamningur vegna þjóðvega í þéttbýli.  Sveitarstjóri kynnti drög að samningi um þjónustu gatna í þéttbýli í sveitarfélaginu og felur sveitarstjórn honum að vinna að framgangi málsins.  
c) Skólamál. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna fyrirhugaðra breytinga á yfirstjórn skólanna í sveitarfélaginu. Sveitarstjóri gerði m.a. grein fyrir að gengið yrði til samninga við Halldóru Dröfn Hafþórsdóttur.
d) Vísir hf.  Sveitarstjóri kynnti fund með fulltrúum frá Vísi hf. á dögunum.  Sveitarstjórn vill af þessu tilefni lýsa ánægju með þann stöðugleika sem fyrirtækið Vísir hf hefur sýnt í reksti á Djúpavogi á undanförnum árum þar sem engum blandast hugur um að þessi stærsti vinnustaður í sveitarfélaginu er grunnstoð atvinnulífs á svæðinu og skiptir því samfélagið allt á Djúpavogi afar miklu máli.
e) H2Owatn. Sveitarstjóri kynnti fund með fulltrúum H2Owatn í Reykjavík í lok mars síðastliðinn.
f) Íslensk Matorka. Oddviti kynnti heimsókn í Íslenska Matorku ehf í lok mars síðastliðinn þar sem farið var yfir ýmsa möguleika í fiskeldi m.a. með tilliti til nýtingu á jarðvarma í Djúpavogshreppi.
g) Þjóðskjalasafnið. Oddviti og sveitarstjóri kynntu niðurstöðu heimsóknar í Þjóðskjalasafn Íslands í lok mars síðastliðinn þar sem unnið er að samkomulagi við stofnunina með aðkomu vinnumálastofnunnar um að koma á 4 – 6 störfum við skráningar á Djúpavogi frá og með komandi hausti.     
h) Fundur með þingmönnum. Oddviti og sveitarstjóri kynntu fund í alþingishúsinu með þingmönnum í lok mars síðastliðinn þar sem farið var yfir fjölmörg mál er lúta að rektstarumhverfi sveitarfélagsins sem og aðra mikilvæga þætti m.a. er varðar grunnþjónustu á staðnum. Ítrekað var sérstaklega við þingmenn mikilvægi þess að verja þau opinberu störf sem þegar væru til staðar á svæðinu. Þá voru og áherslur sveitarfélagsins í samgöngumálum að sjálfsögðu ítrekaðar eins og áður.  
i) Íbúðalánasjóður - Helgafell. Sveitarstjóri og oddviti kynntu heimsókn til íbúðalánasjóðs er varðar fjármögnun við breytingar á Helgafelli í þjónustuíbúðir fyrir eldri íbúa. Svar frá íbúðalánasjóði er að vænta á næstu vikum þegar ársreikningar sveitarfélagsins liggja fyrir og þá í framhaldi mun framkvæmdin við Helgafell verða kynnt meðal markhópsins hér í Djúpavogshreppi. Ákvörðun um hvort verður ráðist í framkvæmdir mun skýrast í framhaldi af kynningu á verkefninu og þá þegar ljóst verður hvort eftirspurn og áhugi meðal íbúa sé til staðar.  Sveitarstjórn lítur svo á að búsetuúrræði er hér um ræðir geti nýst mörgum til framtíðar litið, bæði einstaklingum sem og fólki í sambúð.
j) Faktorshús – Sveitarstjóri og oddviti kynntu heimsókn í lok mars síðastliðinn til Argos verkfræðistofu sem og næstu áfanga er varðar uppbyggingu Faktorshússins.
k) Umhverfisstofnun. Oddviti kynnti heimsókn í umhverfisstofnun í lok mars síðastliðinn þar sem farið var m.a. yfir ýmis mál er varðar verndaráætlun og ósk um lagningu raflínu í jörðu á friðlýstum svæðum í sveitarfélaginu.
l) Nýting jarðhita í nágrenni Djúpavogs.  Oddviti og sveitarstjóri kynntu fund með Ómari Bjarka Smárasyni jarðfræðingi og Guðmundi Davíðssyni hitaveitustjóra á EGS á Djúpavogi í gær þar sem farið var yfir nýtingarmögueika á jarðvarma í nágrenni Djúpavogs. Niðurstaða fundarins var að vinna að framgangi málsins og verða næstu skref að gera þolprófun á svæðinu.
m) Hnitsetning lóða. Oddviti kynnti fund með Þórhalli Pálssyni frá verkfræðistofunni Strympu í gær  þar sem farið var yfir hnitsetningu lóða og mannvirkja í þéttbýlinu, en  mikilvægt er að vinna markvisst af því að klára að hnitsetja allar skráðar lóðir innan þéttbýlismarka m.a. með tilliti til fyrirliggjandi deiliskipulagsvinnu. Þá og er hnitsetning lóða og mannvirkja mjög mikilvægur þáttur í að bæta skráningu alla og utanumhald byggingaryfirvalda á svæðinu.


Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl 18:00
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp,staðfest, prentuð út og undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari

15.04.2011

9. mars 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  09. 03. 2011

9. fundur 2010 - 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikud. 9. mars. 2011 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Þórdís Sigurðardóttir og Sóley Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.


Oddviti óskaði eftir að sveitarstjórn samþykkti að bæta liðum 5 og 6 á dagskrána.  Tillaga þar um borin upp og samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Þriggja ára áætlun 2012 – 2014. Síðari umræða. Að lokinni umræðu var áætlunin samþykkt samhljóða.

2.    Fundargerðir

a)    Skólanefnd, 16. febrúar 2011. Lögð fram til kynningar og staðfest.
b)    Skólanefnd 2. mars 2011. Lögð fram til kynningar og staðfest.
c)    Skólanefnd 4. mars 2011. Lögð fram til kynningar og staðfest.
d)    Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 28. febrúar 2011. Lögð fram til kynningar.
e)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. febrúar.  Lögð fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf

a)    Umboðsmaður barna, dags. 2. mars 2011. Niðurskurður sem bitnar á börnum. Lagt fram til kynningar
b)    Orkusetur, fundarherferð vegna sveitarf. á köldum svæðum, dags. 3. mars 2011. Lagt fram til kynningar.
c)    Innanríkisráðuneytið, 18. febrúar 2011. Snjómokstur á Axarvegi. Lagt fram til k.
d)    Lánasjóður sveitarfélaga 23. febrúar 2011. Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
e)    Félag leikskólakennara, 22. febrúar 2011. Ályktun vegna niðurskurðar. Lagt fram til kynningar.
f)    Félag tónlistarskólakennara, dags. 11. febrúar 2011. Ályktun mótmælafundar. Lagt fram til kynningar.
g)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 9. febrúar. Námskeið fyrir sveitarstjórnamenn vorið 2011. Lagt fram til kynningar.
h)    Samband íslenskra sveitarfélaga, 24. febrúar. XXV landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
i)    Samband íslenskra sveitarfélaga, 1. mars 2011.  Umsögn um niðurstöðu Ríkislögreglustjóra.  Lagt fram til kynningar.

4.    Kjör landsþingsfulltrúa 2010 – 2014

Breyting gerð á kjöri landsþingsfulltrúa sveitarfélagsins frá 2. fundi 8. júlí 2010. Aðalmaður var kjörinn Andrés Skúlason. Varamaður Bryndís Reynisdóttir. Samþykkt samhljóða.

5.    Innkaupareglur Djúpavogshrepps.

Sveitarstjóri kynnti drög að innkaupareglum fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjóra veitt heimild til að vinna að framgangi málsins að öðru leyti lagt fram til kynningar.

6.    Siðareglur Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og verklag við meðferð persónu-upplýsinga.

Á fundi sameiginlegrar félagsmálanefndar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Vopnafjarðarhrepps 21. febrúar 2011 voru lagðar fram til kynningar og samþykktar annars vegar siðareglur félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og hins vegar verklagsreglur við meðferð persónuupplýsinga vegna fatlaðs fólks hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Reglurnar  lagðar fram til kynningar hjá sveitarstjórn og samþykktar. Sveitarstjóra falið að tilkynna   félagsmálastjóra Fljótsdalshéraðs um samþykktina.

7.    Málefni Héraðsskjalasafns Austurlands

Tekið fyrir erindi 23.02.2011 frá Halldóri Árnasyni vegna Bókasafns Halldórs og Önnu sem er vistað á Héraðskjalasafni Austurlands. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu þessa máls af hálfu stjórnar Héraðskjalasafnsins.

8.    Þjónustuíbúðir á Helgafelli

Oddviti kynnti ný drög að hönnun á þjónustuíbúðum á Helgafelli ásamt kostnaðarútreikningum. Sveitarstjórn lýst vel á hugmyndirnar og er sammála um að unnið verið áfram að framgangi málsins.

9.    Kynningarfundur Matís

Sveitarstjórn lýsir ánægju með kynningarfund þann sem fulltrúar frá MATÍS héldu í Löngubúð þann 17. feb. síðastliðinn og hvetur  íbúa sveitarfélagsins í framhaldi að kynna sér enn frekar þá þjónustu og aðstöðu sem viðkomandi stofnum hefur upp á að bjóða.

10.    Gift ehf.

Efni bréfs frá ríkislögreglustjóra dagss. 9 feb. síðstl. lagt fram til kynningar. Bréfið varðar málefni Gift ehf þar sem ríkislögreglustjóri vísar kæru Djúpavogshrepps dags.17. feb. 2010 á hendur Gift ehf frá.  Sveitarstjórn lýsir furðu á lyktum þessa máls af hendi ríkislögreglustjóra sem hefur gefið sér næstum heilt ár í að komast að þessari niðurstöðu. Sveitarstjórn hefur þegar sent bréf  og vísar sama máli áfram til ríkissaksóknara til meðferðar að höfðu samráði við lögfræðideild Sambands íslenskra sveitarfélaga.

11.    Breyting á samþykkt um hundahald

Ákveðið að samþykkt um hundahald í Djúpavogshreppi frá 1. október 2008 / nr. 996 skuli standa óbreytt enda fullnægir hún þeim kröfum sem til hennar eru gerðar án orðalagsbreytinga.

12.    Skólamál  - samrekstur grunn- leik- og tónskóla.

(Undir þessum lið viku Þórdís og Albert af fundi).

Sveitarstjóri lagði fram minnispunkta og samantekt þar sem farið var yfir bæði rekstrarlega og faglega þætti er varðar málið. Eftir ítarlegar umræður og með hliðsjón að framlögðum gögnum, m.a. frá skólanefnd og með vísan til samráðs og viðræðna við skólastjórnendur og formann Kennarasambands Íslands og fl. aðila samþykkir sveitarstjórn að unnið verði að því að sameina rekstur leik- grunn- og tónskóla með einum skólastjóra. Sveitarstjórn væntir að breytingar þessar muni skila bæði rekstarlegum og faglegum ávinningi og munu styrkja skólastarfið í heild sinni til framtíðar litið. Sveitarstjórn óskar þess í framhaldi að allir sem hlut eiga að máli og tengjast málefnum skólans með einum eða öðrum hætti leggist á eitt við að sameining þessi gangi sem best eftir, skólastarfinu, nemendum og starfsfólki til heilla. Þá fjallaði sveitarstjórn um fyrirkomulag er varðar ráðningu skólastjóra og kom þar fram að undir þessum kringumstæðum er ekki skylt að auglýsa stöðuna. Í ljósi áralangrar reynslu og farsældar í starfi  fyrir Grunnskóla Djúpavogshrepps er sveitarstjórn sammála að bjóða Halldóru Dröfn Hafþórsdóttur starf skólastjóra við hinn nýja sameinaða Djúpavogs-skóla.  Ákvörðun sveitarstjórnar í þessum efnum byggir sömuleiðis á fundargerð skólanefndar dags. 04.03.2011. þar sem nefndin lýsir sig mjög hlynnta þessari tilhögun máls.

(Eftir afgreiðslu máls mættu Þórdís og Albert aftur til fundar).

13.    Félagsstarfið á Helgafelli

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með það góða starf sem fram fer á Helgafelli og þakkar sömuleiðis þeim sjálfboðaliðum sem hafa lagt sig fram í þágu félagsstarfsins með metnaðarfullum uppákomum.
            
14.    Framlög frá Húsafriðun / fjárlaganefnd

Sveitarstjórn vill undir þessum lið lýsa ánægju sinni með stuðning húsafriðunarnefndar og fjárlaganefndar (sem búa við þröngan fjárhag um þessar mundir) til úthlutunar í verkefni sem tengjast endurbyggingu friðaðra og eldri húsa í Djúpavogshreppi. Þá komu sömuleiðis fjármunir í hið nýja Ríkarðssafn frá fjárlaganefnd.  Við úthlutun 2011 komu þrír styrkir í verkefni á vegum Djúpavogshrepps samtals 5.2 m.kr. Djúpavogskirkja eldri 1.500.000.- Faktorshús 2.200.000.- og Ríkarðssafn 1.500.000.  Þrír styrkir komu í önnur verkefni í sveitarfélaginu samtals 1.1 milljón.  

15.    Skýrsla sveitarstjóra

a.    Samgöngumál
Sveitarstjóri átti fund með Vegamálatjóra 23. febrúar sl. þar sem fylgt var eftir fyrri ályktun varðandi snjómokstur á Öxi. Vegamálastjóri sýndi málinu skilning en áréttaði fyrri ákvörðun Vegagerðarinnar um fyrirkomulag snjómokstur en lagði til að Djúpavogshreppur myndi senda Vegagerðinni formlegt erindi um málið fyrir næsta vetur.

b.    Girðingamál
Á fundi með Vegamálastjóra þann 23. febrúar lagði sveitarstjóri fram tillögu að því hvernig ljúka mætti við girðingu frá Goðsteinum í mynni Búlandsdals með Búlandsá til sjávar. Vegamálastjóri tók vel í erindið og ætlar að taka það fyrir innan stofnunarinnar og tilkynna ákvörðun Vegagerðarinnar fljótlega.

c.    Fundir oddvita  4. mars í Reykjavík
Oddviti kynnti fund með umhverfisráðherra og embættismönnum í umhverfisráðuneytinu og fund á skrifstofu TGJ. er varðar breytingu á deiliskipulagi og fl.  

d.    Suðurferð sveitarstjóra  
Sveitarstjóri átti fund með aðilum sem hafa áhrif á útflutning iðnaðarvatns úr Berufirði. Fyrirhugaðar eru viðræður þeirra við fulltrúa H2OWatns um mögulegt samstarf.

e.    Sveitarstjóri átti fund 22. febrúar með Argos, arkitektarstofu, varðandi endurbyggingu Faktorshús. Unnið er að hönnun á salernisaðstöðu í kjallara hússins og stefnt að því að sú aðstaða verði tilbúin á árinu.

f.    Sveitarstjóri átti fund með forstjóra HB Granda 24. febrúar þar sem farið var yfir stöðu mála varðandi fiskeldi HB Granda í Berufirði.

g.    Sveitarstjóri kynnti fyrirspurnir frá íbúum sem hafa verið duglegir við að flokka hvort hægt sé að fá felld niður sorphirðugjöld með innskilum á sorphirðutunnum. Sveitarstjórn stefnir á gjaldskrárbreytingar í þessum efnum við gerð næstu fjárhagsáætlunar enda verði þá komin nægileg reynsla á flokkunina til að byggja frekari ákvarðanir á og þá verði sömuleiðis ákveðin hvaða útfærsla verði lögð til grundvallar niðurgreiðslu sorphirðugjalda til þeirra íbúa sem flokka.  

h.    Suðurferð sveitarstjóra og oddvita 25. mars
Oddviti og sveitarstjóri kynntu fyrirhugaða suðurferð síðar í mánuðinum m.a. þátttöku í Landsþingi sveitarfélaga og fleiri fyrirhugaða fundi fyrir sveitarfélagið.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:10.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.10.03.2011

10. febrúar 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  10. 02. 2011

8. fundur 2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 10 feb. 2011 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Þórdís Sigurðardóttir og Sóley Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Þriggja ára áætlun 2012 – 2014. Fyrri umræða. Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi drög.  Að lokinni umræðu um áætlunina var samþykkt samhljóða að vísa henni til síðari umræðu.

2.    Fundargerðir

a)    Hafnarnefnd, dags. 26. janúar 2011. Lögð fram til kynningar og staðfest ásamt nýrri gjaldskrá.
b)    Atvinnu- ferða- og menningarmálanefnd, dags. 19. janúar 2011. Lögð fram til kynningar.
c)    Skipulags- og byggingarnefnd, dags. 1. febrúar 2011. Lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn tekur undir með SBU og vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Ferðafélags Djúpavogs vegna þáttar þeirra í hreinsun strandlengjunnar sem þeir hafa gengið á síðustu mánuðum.  
d)    Landbúnaðarnefnd, dags. 3. febrúar 2011. Lögð fram til kynningar
Vegna liðar 1. Samþykkt að taka málið til umræðu samhliða endurskoðun fjárhagsáætlunar.

3.    Samþykkt um hundahald í Djúpvogshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir breytingu á 4. grein samþykktar um hundahald nr. 996 frá 1. október 2008, þar sem hundahreinsun er gerð innifalin í árlegu leyfisgjaldi. Sveitarstjóra falið að vinna að viðeigandi breytingum og auglýsa í Stjórnartíðindum.


4.    Skólamál.

Sveitarstjóri kynnir framlagðar tillögur um breytingar á yfirstjórn skóla í sveitarfélaginu. Breytingin felur í sér að stað þriggja skólastjóra yfir leik- grunn- og tónlistarskóla verði einn skólastjóri yfir öllum skólunum frá og með skólaárinu 2011-2012. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins í samráði skólanefnd, starfsfólk og Kennarasamband Íslands.

5.    Reglur vegna málefna fatlaðra.

Lagðar voru fram:
    Reglur um afgreiðslu umsókna um skammtímavistun fyrir fatlað fólk hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
    Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
    Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra.
    Reglur um dagþjónustu og aðstöð vegna atvinnu fyrir fatlað fólk hjá félagsþjónustu Fljótdalshéraðs.
Eftir nokkra umfjöllun voru reglurnar samþykktar samhljóða.

6.    Samningur um sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd.

Lagður var fram samningur um sam sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd milli Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Vopnafjarðarhrepps, dags. desember 2010. Nokkrar umræður urðu um breytingar frá fyrri samningi, einkum lið 2.1, um skipan nefndarinnar og eftirfarandi bókun samþykkt:
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps gerir fyrirvara við samþykkt sína varðandi samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Vopnafjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og  Seyðisfjarðarkaupstaðar  dags. 10. febrúar 2011.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lýsir óánægju sinni með að hafa misst aðalmann sinn í nefndinni og gerir þá kröfu að fulltrúi Djúpavogshrepps hafi málfrelsi og tillögurétt á öllum  fundum nefndarinnar.   Sömuleiðis gerir sveitarstjórn þá kröfu að samþykktin í heild sinni verði tekin til endurskoðunar fyrir lok sept. 2011.
Sveitarstjóra veitt heimild til að ganga frá undirritun samningsins fyrir hönd sveitarfélagsins með áður greindum fyrirvörum. Samþykkt samhljóða.


7.    Erindi og bréf

a)    Umhverfisráðuneytið, dags. 31. jan. 2011. Gildistaka mannvirkjalaga. Lagt fram til kynningar.  Frekari afgreiðslu frestað.
b)    Ungmennafélag Íslands, dags. 28. janúar 2011. Unglingalandsmót UMFÍ. Lagt fram til kynningar.
c)    Mennta- og menningarmálaráðuneytið, dags. 14. janúar 2011. Ungt fólk utan skóla 2009. Lagt fram til kynningar.
d)    Íþrótta og ólympíusamband Íslands, dags. 17. janúar 2011. Lífshlaupið, fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ. Lagt fram til kynningar.

8.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Sveitarstjóri gerir að tillögu sinni að tekið verði upp samræmt form fundargerða innan nefnda á vegum sveitarfélagsins og þær birtar á heimasíðu þess. Samþykkt samhljóða.
b)    Sveitarstjóri gerir sveitarstjórn grein fyrir fyrirhuguðum fundum með forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins þar sem gerður verður grein fyrir stöðu þeirra með tilliti til fjárhagsáætlunar.
c)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála er varðar áframhaldandi framkvæmdir við Faktorshúsið.
d)    Sveitarstjóri skýrði frá félagsstarfi í Helgafelli. Er það mat manna að starfið hafi farið vel af stað og er þátttaka mjög góð.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  10. 02. 2011

8. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 10 feb. 2011 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Þórdís Sigurðardóttir og Sóley Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Þriggja ára áætlun 2012 – 2014. Fyrri umræða. Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi drög.  Að lokinni umræðu um áætlunina var samþykkt samhljóða að vísa henni til síðari umræðu.

2.    Fundargerðir
a)    Hafnarnefnd, dags. 26. janúar 2011. Lögð fram til kynningar og staðfest ásamt nýrri gjaldskrá.

b)    Atvinnu- ferða- og menningarmálanefnd, dags. 19. janúar 2011. Lögð fram til kynningar.
c)    Skipulags- og byggingarnefnd, dags. 1. febrúar 2011. Lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn tekur undir með SBU og vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Ferðafélags Djúpavogs vegna þáttar þeirra í hreinsun strandlengjunnar sem þeir hafa gengið á síðustu mánuðum.  
d)    Landbúnaðarnefnd, dags. 3. febrúar 2011. Lögð fram til kynningar
Vegna liðar 1. Samþykkt að taka málið til umræðu samhliða endurskoðun fjárhagsáætlunar.


3.    Samþykkt um hundahald í Djúpvogshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á 4. grein samþykktar um hundahald nr. 996 frá 1. október 2008, þar sem hundahreinsun er gerð innifalin í árlegu leyfisgjaldi. Sveitarstjóra falið að vinna að viðeigandi breytingum og auglýsa í Stjórnartíðindum.

4.    Skólamál.
Sveitarstjóri kynnir framlagðar tillögur um breytingar á yfirstjórn skóla í sveitarfélaginu. Breytingin felur í sér að stað þriggja skólastjóra yfir leik- grunn- og tónlistarskóla verði einn skólastjóri yfir öllum skólunum frá og með skólaárinu 2011-2012. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins í samráði skólanefnd, starfsfólk og Kennarasamband Íslands.

5.    Reglur vegna málefna fatlaðra.
Lagðar voru fram:
    Reglur um afgreiðslu umsókna um skammtímavistun fyrir fatlað fólk hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
    Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
    Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra.
    Reglur um dagþjónustu og aðstöð vegna atvinnu fyrir fatlað fólk hjá félagsþjónustu Fljótdalshéraðs.
Eftir nokkra umfjöllun voru reglurnar samþykktar samhljóða.

6.    Samningur um sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd.
Lagður var fram samningur um sam sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd milli Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Vopnafjarðarhrepps, dags. desember 2010. Nokkrar umræður urðu um breytingar frá fyrri samningi, einkum lið 2.1, um skipan nefndarinnar og eftirfarandi bókun samþykkt:
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps gerir fyrirvara við samþykkt sína varðandi samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Vopnafjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og  Seyðisfjarðarkaupstaðar  dags. 10. febrúar 2011.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lýsir óánægju sinni með að hafa misst aðalmann sinn í nefndinni og gerir þá kröfu að fulltrúi Djúpavogshrepps hafi málfrelsi og tillögurétt á öllum  fundum nefndarinnar.   Sömuleiðis gerir sveitarstjórn þá kröfu að samþykktin í heild sinni verði tekin til endurskoðunar fyrir lok sept. 2011.
Sveitarstjóra veitt heimild til að ganga frá undirritun samningsins fyrir hönd sveitarfélagsins með áður greindum fyrirvörum. Samþykkt samhljóða.

7.    Erindi og bréf
a)    Umhverfisráðuneytið, dags. 31. jan. 2011. Gildistaka mannvirkjalaga. Lagt fram til kynningar.  Frekari afgreiðslu frestað.
b)    Ungmennafélag Íslands, dags. 28. janúar 2011. Unglingalandsmót UMFÍ. Lagt fram til kynningar.
c)    Mennta- og menningarmálaráðuneytið, dags. 14. janúar 2011. Ungt fólk utan skóla 2009. Lagt fram til kynningar.
d)    Íþrótta og ólympíusamband Íslands, dags. 17. janúar 2011. Lífshlaupið, fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ. Lagt fram til kynningar.

8.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Sveitarstjóri gerir að tillögu sinni að tekið verði upp samræmt form fundargerða innan nefnda á vegum sveitarfélagsins og þær birtar á heimasíðu þess. Samþykkt samhljóða.
b)    Sveitarstjóri gerir sveitarstjórn grein fyrir fyrirhuguðum fundum með forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins þar sem gerður verður grein fyrir stöðu þeirra með tilliti til fjárhagsáætlunar.
c)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála er varðar áframhaldandi framkvæmdir við Faktorshúsið.
d)    Sveitarstjóri skýrði frá félagsstarfi í Helgafelli. Er það mat manna að starfið hafi farið vel af stað og er þátttaka mjög góð.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

11.02.2011

17. janúar 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  17. 01. 2011

7. fundur 2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn. 17. jan. 2011 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Sigurður Ágúst Jónsson og Sóley Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.


Dagskrá:


1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Endurskoðun vegna 2010. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með KPMG og tillögu þeirra varðandi viðskiptastöður B hluta fyrirtækja við aðalsjóð og viðskiptaskuld vegna hafnarsjóðs.  Tillagan gerir ráð fyrir að viðskiptaskuldir vatnsveitu, fráveitu og félagslegra íbúða verði felldar niður og færist til hækkunar á eigin fé B hluta fyrirtækja en samsvarandi til lækkunar hjá aðalsjóði.  Einnig að viðskiptaskuld hafnarsjóðs við aðalsjóð verði jöfnuð með yfirtöku hafnarsjóðs á tilgreindu láni frá Lánasjóði sveitarfélaga..    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirlagðar tillögur og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu í samráði við KPMG.
b)    Kaup á gömlu kirkjunni.  Sveitarstjóri greindi frá fundi með sóknarnefnd Djúpavogshrepps fyrir skemmstu þar sem rætt var m.a. kaup Djúpavogshrepps á gömlu kirkjunni. Samþykkt var af hálfu sóknarnefndar að Djúpavogshreppur leysti til sín kirkjuna á 500.000.kr. Sveitarstjóri óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að ganga frá málinu.
Markmið sveitarfélagsins er á að vinna að uppbyggingu kirkjunnar í samstarfi við húsafriðun á næstu árum eins og  fjármunir leyfa hverju sinni og tryggja þannig að kirkjan fái notið sín um ókomna framtíð í bænum, enda setur hún óneitanlega mikinn svip á bæinn. Samþykkt samhljóða.

2.    Byggðakvóti

Djúpavogshreppi var úthlutað 53 þorskígildistonna byggðakvóta fiskveiðiárið 2010/2011 sbr. bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis dags. 22. desember 2010, í kjölfar umsóknar þar um dags 13. okt. 2010. Lagt fram til kynningar.

3.    Friðlýsing

Þann 10. feb. næstkomandi er stefnt að því að umhverfisráðherra staðfesti friðlýsingu á afmörkuðu svæði upp á Hálsum vegna búsvæðis tjarnaklukku (Agabus uliginosus).  Sveitarstjórn fagnar áfanga þessum  en með friðlýsingunni er markmiðið að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni á svæðinu og á Íslandi öllu. Sveitarstjórn lítur svo á að hér sé enn eitt dæmið um sérstöðu sem er að finna hér í lífríki Djúpavogshrepps sem hægt er að vinna áfram með sveitarfélaginu til framdráttar.    

4.    Málefni fatlaðra

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi flutning á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga um áramót.  Markmiðin með flutningnum eru:
1)    að bæta þjónustu og auka möguleika til að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólíkum aðstæðum
2)    að stuðla að samþættingu nærþjónustu við íbúa sveitarfélaga
3)    að tryggja að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á stærstum hluta almennrar félagsþjónustu, bæta samhæfingu og draga úr skörun ábyrgðarsviða stjórnsýslustiga
4)    að tryggja góða nýtingu fjármuna
5)    að styrkja sveitarstjórnarstigið
6)    að einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga
Sveitarfélögin á Austurlandi hafa komið sér saman um að standa saman að þjónustusvæði enda er gert ráð fyrir að þjónustusvæði samanstandi af ekki færri en átta þúsund íbúum.  Gert er ráð fyrir að Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð verði hvort um sig leiðandi á sínu félagsþjónustusvæði og málefni fatlaðra bætist við það samstarf sem verið hefur um árabil um félagsþjónustu og sameiginlega félagsmálanefnd.  

5.    Atvinnumál

a)     Sveitarstjóri gerði grein fyrir samstarfi við Vinnumálastofnun varðandi átaksverkefni og reynsluráðningar til sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að vina áfram að málinu í samráði við oddvita.
b)    Oddviti gerði grein fyrir stöðu mála og hugmyndum varðandi fjarvinnslu og önnur atvinnutækifæri.

6.    Erindi og bréf

a)    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, dags. 30. desember 2010. Frá og með 1. janúar 2011 tekur innanríkisráðuneyti til starfa með samruna dómsmála- og mannréttindaráðuneytis annars vegar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis hins vegar.  Lagt fram til kynningar.
b)    Umhverfisstofnun, dags. 3. janúar 2011. Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir HB Granda í Berufirði.  Í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að framleiða allt að 4000 tonn af þorski í sjókvíum í Berufirði.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar.
c)    Velferðarráðuneytið, dags. 3. janúar 2011.  Velferðarráðherra beinir  tilmælum til sveitarstjórna um að þær tryggi að einstaklingar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu á mánuði.  Lagt fram til kynningar.

7.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
b)    BúfjárhaldFleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.


Gauti Jóhannesson, fundarritari.

18.01.2011