Djúpivogur
A A

26. maí 2011

26. maí 2011

26. maí 2011

skrifaði 26.05.2011 - 16:05

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  26. 05. 2011

12. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 26. maí 2011 kl. 14:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Sigurður Ágúst Jónsson og  Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:


1.    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2010, síðari umræða. 

Fyrir fundinum lá skýrsla skoðunarmanna Djúpavogshrepps, dags. 16. maí 2011 en þar kemur fram að þeir gera engar athugasemdir við ársreikninginn.

Helstu niðurstöður ársreiknings 2010 eru:

 

A hluti


Tekjur

301.236.765

Rekstargjöld

267.536.609

Afskriftir

16.069.408

Fjármagnsgjöld

31.435.369

Framlög til B hluta

4.900.000

Rekstrarniðurstaða

-18.704.621A og B hluti


Tekjur

347.353.086

Rekstargjöld

292.230.452

Afskriftir

25.023.528

Fjármagnsgjöld

35.837.158

Tekjuskattur

387.783

Rekstrarniðurstaða

-5.350.269Efnahagur A hluta


Heildareignir

582.841.721

Eigið fé

60.304.020

Skuldir

522.537.701Efnahagur A og B  hluta


Heildareignir

711.065.016

Eigið fé

127.192.687

Skuldir

583.872.329


Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borin upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.

 
2.    Önnur fjárhagsleg málefni

a)    Viðhald á mannvirkjum í eigu sveitarfélagsins
Sveitarstjórn er sammála um mikilvægi þess að viðhaldi á eignum sveitarfélagsins sé sinnt sem skyldi en fyrirséð eru nokkur brýn verkefni í þessum efnum á næstu árum sem þarf að forgangsraða með hliðsjón af fjárhagsstöðu hverju sinni.
Sveitarstjórn er sammála um að Grunnskóli Djúpavogs þurfi nú á sérstakri andlitslyftingu að halda og þar sem endurtekið hefur þurft að fresta stærri aðgerðum til endurbóta við skólann telur sveitarstjórn eðlilegt að setja Grunnskólann nú í forgang viðhaldsverkefna.  Sveitarstjórn er því sammála að setja skólann sérstaka flýtimeðferð og hann verði því málaður á komandi sumri svo sómi verði af.  Samhliða er stefnt að áfangaskiptum endurbótum við Grunnskóla Djúpavogs um leið og fjárhagslegur grunnur skapast til framkvæmda.  

3.    Erindi og bréf.

a)    Skólahreysti, maí 2011; styrkbeiðni. Styrkbeiðni hafnað.
b)    Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, dags. 12. maí 2011; stuðningur sveitarfélaga við íþróttastarf. Lagt fram til kynningar.
c)    Varasjóður húsnæðismála, ódags; úthlutun framl. v/ sölu félagslegs íbúðarhúsnæðis. Lagt fram til kynningar og til frekari umræðu undir lið 4 a).

4.    Fundargerðir.

a)    HNN, dags. 18. maí 2011.
Sveitarstjóri lagði inn erindi til Húsnæðisnefndar 15. þessa mánaðar um sölu á félagslegu íbúðunum Borgarlandi 20a og 20b. Í fundargerð HNN kemur fram að hún samþykkir sölu umræddra eigna. Í ljósi þess að Varasjóður húsnæðismála lækkaði niðurgreiðsluhlutfall sitt úr 90% í 55% í síðustu viku, telur sveitarstjórn forsendur varðandi söluna hafa breyst það mikið að ekki sér ráðlegt að selja íbúðirnar að svo stöddu.     
b)    FMA, dags. 18. maí 2011. Lögð fram til kynningar.
c)    Brunavarnir á Austurlandi, dags. 2. maí 2011. Lögð fram til kynningar.

5.    Aðalfundur Menningarráðs Austurlands, tilnefning fulltrúa

Tillaga um að tilnefna Kristján Ingimarsson, sem fulltrúa í Menningarráð Austurlands, borin upp og samþykkt samhljóða.

6.    AST (Austfirskar stoðstofnanir)

Sveitarstjóri og oddviti kynntu stöðu mála er varðar tillögur að fyrirhuguðum breytingum á umhverfi stoðstofnanna á Austurlandi.  

7.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Suðurferð oddvita í maí – skýrsla.  
b)    Girðingamál.
c)    Atvinnumál.
Fulltrúar Djúpavogshrepps líta svo á að það sé m.a. hlutverk sveitarfélagsins að fylgjast með ástandi á vinnumarkaði hverju sinni og bregðast við ef þurfa þykir. Sveitarstjóri og oddviti gerðu að þessu tilefni grein fyrir samskiptum við Vinnumálastofnun síðustu daga vegna stöðu atvinnuleysisskráningar í Djúpavogshreppi. Sveitarstjórn lýsir áhyggjum af hve lítil eftirspurn hefur verið eftir auglýstum störfum á svæðinu á undanförnum vikum með tilliti til  fjölda skráðra atvinnulausra í Djúpavogshreppi.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 15:30.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.