Djúpivogur
A A

16. maí 2011

16. maí 2011

16. maí 2011

skrifaði 17.05.2011 - 14:05

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  16. 05. 2011

11. fundur 2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánud. 16. maí 2011 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá: .

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2010. Fyrri umræða. Magnús Jónsson frá KPMG mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningnum. Eftir ítarlega umfjöllun var ákveðið að vísa honum til síðari umræðu og þá verða helstu lykiltölur færðar inn. Undir þessum lið sátu einnig fundinn Ólafur Eggertsson  skoðunarmaður ársreikninga og Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir skrifstofustjóri.

2.    Fundargerðir

a)    SBU, dags. 27. apríl 2011. Eftirt. liðir staðfestir af sveitarstjórn.
2a. Ólafur Eggertsson, fullnaðarteikningar af þjónustuhúsi að Berunesi.
Staðfest af sveitarstjórn.
2b. Haukur Gunnlaugsson, uppsetning á varmadælu.
Staðfest af sveitarstjórn.
2c. Kristín Albertsdóttir. Endurbygging, Hlíð 3.
Staðfest af sveitarstjórn.
2d. Gauti Jóhannesson, sólpallur.
Staðfest af sveitarstjórn.
2e. Egill Egilsson, fullnaðarteikningar af viðbyggingu/bílskúr við Borgarl. 26. Staðfest af sveitarstjórn.
2f. Jón Sigurðsson, teikningar v/ Markarlandi 16.
Staðfest af sveitarstjórn.
Fundargerð að öðru leyti lögð fram.
b)    Framkv. ráð SSA, dags. 8. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.
c)    Stjórn SSA, dags. 18. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.
d)    SSA, kynningarfundur um landshlutaáætlanir o.fl., dags. 18. apríl 2011. Lagt   fram til kynningar.
e)    SÍS, dags. 29. apr. 2011. Lagt fram til kynningar.


3.    Erindi og bréf

a)    Efnamóttakan hf.; samningur um söfnun raftækjaúrgangs, dags. 20. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.
b)    Samband íslenskra sveitarfélaga; kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel, dags. 27. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.
c)    Aflið, styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2011, dags. 4. maí 2011. Styrkbeiðni hafnað.
d)    Landstólpinn; árleg viðurkenning Byggðastofnunar, dags. 10. maí 2011. Lagt fram til kynningar.
e)    Axarvegur, Hringvegur í Skriðdal og um Berufjörð. Bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs lögð fram á fundinum er varðar álit Skipulagsstofnunnar vegna umhverfisáhrifa Axarvegar.
Sveitarstjórn fagnar bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs sem skýrist í meginatriðum í sameiginlegi sýn sveitarfélagana á mikilvægi Axarvegar. Sveitarstjórn tekur sömuleiðis undir hugmyndir um uppsetningu á upplýsingasíðu á netinu um fyrirhugaðan Axarveg og felur sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins.


4.    Skipulagsstofnun; Axarvegur. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfis-áhrifum, dags. 19. apríl 2011.

Álit Skipulagsstofnunar, dags. 19. apríl 2011, varðandi Axarveg (nr. 939) og hringveg um Skriðdal og Berufjarðarbotn.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps mun taka álit Skipulagsstofnunar sérstaklega fyrir og svara efnislega eftir fund með fulltrúum vegagerðar og samgönguyfirvalda sem stendur fyrir dyrum. Fyrir liggur því frekari bókun um málið á júnífundi sveitarstjórnar.  Sveitarstjórn vill hinsvegar árétta sérstaklega á þessum tímapunkti að álit Skipulagsstofnunnar mun engin áhrif hafa á framgöngu sveitarfélagsins um áframhaldandi þrýsting á heilsársveg um Öxi sem er og verður lífæð í samgöngumálum á Austurlandi til framtíðar litið.

5.    Félagsþjónustan, málefni fatlaðra

Reglur sem fjalla um afgreiðslu umsókna um þjónustu við fatlað fólk á eigin heimilum og húsnæðisúrræði lagðar fyrir og eftir nokkra umræðu staðfestar samhljóða af sveitarstjórn.

6.    Verklagsreglur v/ barnaverndar


Eftir nokkra umræðu staðfest samhljóða af sveitarstjórn.


7.    Skýrsla sveitarstjóra

a. Framkvæmdir og sumarverkefni.
Sveitarstjóri og oddviti fóru á fundinum yfir sumarvinnu af hálfu Djúpavogshrepps. Í vikunni liggur fyrir fundur með starfsmönnum áhaldahúss og forstöðumönnum stofnanna þar sem farið verður yfir verkefnalista fyrir sumarið. Nú í upphafi sumars er sem áður ástæða til að minna á mikilvægi þess að hafa bæinn okkar snyrtilegan og vill sveitarstjórn því hvetja íbúa, forsvarsmenn fyrirtækja og stofnanna að leggjist á eitt og hlúa vel að sínum garði í þessum efnum.
b. Atvinnumál.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samkomulagi um 5 störf sem gert hefur verið við Vinnumálastofnun og snýr að því að skapa störf fyrir námsmenn án bótaréttar og atvinnuleitendur í sumar. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með samkomulagið.
c. Ferðamálafulltrúi.
Sveitarstjóri upplýsti að náðst hefði samningur um ótímabundinn stuðning Ferðamálastofu við starf ferðamálafulltrúa á Djúpavogi. Sveitarstjórn fagnar þessum áfanga sem án ef á eftir að verða lyftistöng fyrir ferðamál í sveitarfélaginu í framtíðinni.
d. Suðurferð sveitarstjóra og oddvita í júní.


Fundargerð skráð í tölvu lesin upp, staðfest, prentuð út og undirrituð.
Fundi slitið 18:30