Djúpivogur
A A

10. nóvember 2011

10. nóvember 2011

10. nóvember 2011

skrifaði 11.11.2011 - 09:11

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  10.11.2011
17. fundur  2010-2014
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 10. nóv. 2011 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Birgisdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Irene Meslo. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés Skúlason stjórnaði fundi.
Dagskrá: 
1. Fjárhagsáætlun 2012, fyrri umræða; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.
a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2012. Heimild til hámarksútsvars er 14,48%.  Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2012.
b) Gjaldskrár 2012 til fyrri umræðu. Fyrir fundinum lá skjal með tillögum forstöðumanna um gjaldskrár og fleira vegna ársins 2012. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi vísað til síðari umræðu. 
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2012. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2012 eins og þær voru settar fram í 3ja ára áætlun fyrir 2012-2014. Einnig lagði sveitarstjóri fram vinnuskjal vegna ársins 2012. Að lokinni umfjöllun var málinu vísað til síðari umræðu. 
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2012. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012. 
e) Útkomuspá vegna ársins 2011. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af honum og Guðlaugi Erlingssyni KPMG með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshr. 2012. Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi gögn.      
g) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2012. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur 39 m.kr.  
Til að ná tilvitn. rekstarniðurstöðu  þarf m.a. sala á eignum og frekari hagræðingaraðgerðir  í rekstri að ganga eftir.  Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2012.  Að lokinni umfjöllun var samþ. að vísa áætluninni til síðari umræðu 24. nóv. kl. 15:00.
2. Erindi og bréf.
a) Náttúruverndarsamtök Austurlands.  Ódags. NAUST skorar á landeigendur og sveitarfélög á Suðaustur og Austurlandi að fjarlægja gamlar girðingar og girðingaflækjur sem liggja á víðavangi.  Að þessu tilefni óskar sveitarstjórn eftir því að landeigendur í Djúpavogshreppi skoði sínar landareignir með tilliti til þessa erindis. 
b) Brunavarnir á Austurlandi 18. okt.  Tillaga slökkviliðsstjóra að viðhaldi á slökkvistöð.  Tillagan samþykkt samhljóða.
c) Umhverfisráðuneytið 20. okt. Breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum.  Lagt fram til kynningar.
d) Umhverfisstofnun 21. okt. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við oddvita að tilnefna fulltrúa fyrir tilskilinn tíma. 
e) Skipulagsstofnun 25. okt. Landsskipulagsstefna 2012-2014.  Lagt fram til kynningar.
f) Húsafriðunarnefnd 25. okt. Lagt fram til kynningar, frekari afgreiðslu vísað til næsta fundar.   
g) Sjávarútvegsráðuneytið 26. okt. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012.  Sveitarstjórn staðfestir umsókn um byggðakvóta 2011/2012 sem sveitarstjóri sendi ráðuneytinu 2. nóv. 2011.
h) Atvinnuþróunarsjóður 27. okt.  Framtíð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands.  Sveitarstjórn staðfestir að hún mun hér eftir sem hingað til standa við skyldur sínar gagnvart sjóðnum sbr. 5. grein laga Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands sem og að standa skil á greiðslum á þeim gjalddögum sem stjórn sjóðsins ákveður.
i) Eldri borgarar á Djúpavogi 30. okt.  Ferðastyrkur til eldri borgara í Djúpavogshreppi.  Sveitarstjórn samþykkir sambærilegan styrk til Félags eldri borgara og undanfarin ár, kr. 80.000.
3. Fundargerðir
a) Hafnasamband Íslands, dags. 19. ágúst.  Lögð fram til kynningar
b) Hafnasamband Íslands, dags. 7. okt.  Lögð fram til kynningar
c) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 18. okt.  Lögð fram til kynningar 
d) Héraðsskjalasafn Austurlands, dags. 26. okt.  Lögð fram til kynningar.
e) Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd, dags. 9. nóv.  Lögð fram til kynningar.
4. Ákvörðun um sölu eigna.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sölu eigna sbr. ákvarðanir sveitarstjórnar á fundi dags. 20. okt. 2011.  Sveitarstjórn er sammála um að auglýsa bræðsluna til sölu að hluta eða öllu leyti.  Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samráði við fasteignasölu. 
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  10.11.2011
17. fundur  2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 10. nóv. 2011 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Birgisdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Irene Meslo. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.
Andrés Skúlason stjórnaði fundi.

Dagskrá: 

1. Fjárhagsáætlun 2012, fyrri umræða; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.
a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2012. Heimild til hámarksútsvars er 14,48%.  Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2012.
b) Gjaldskrár 2012 til fyrri umræðu. Fyrir fundinum lá skjal með tillögum forstöðumanna um gjaldskrár og fleira vegna ársins 2012. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi vísað til síðari umræðu. 
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2012. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2012 eins og þær voru settar fram í 3ja ára áætlun fyrir 2012-2014. Einnig lagði sveitarstjóri fram vinnuskjal vegna ársins 2012. Að lokinni umfjöllun var málinu vísað til síðari umræðu. 
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2012. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012. 
e) Útkomuspá vegna ársins 2011. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af honum og Guðlaugi Erlingssyni KPMG með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshr. 2012. Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi gögn.      
g) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2012. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur 39 m.kr.  Til að ná tilvitn. rekstarniðurstöðu  þarf m.a. sala á eignum og frekari hagræðingaraðgerðir  í rekstri að ganga eftir.  Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2012.  Að lokinni umfjöllun var samþ. að vísa áætluninni til síðari umræðu 24. nóv. kl. 15:00.

2. Erindi og bréf.
a) Náttúruverndarsamtök Austurlands.  Ódags. NAUST skorar á landeigendur og sveitarfélög á Suðaustur og Austurlandi að fjarlægja gamlar girðingar og girðingaflækjur sem liggja á víðavangi.  Að þessu tilefni óskar sveitarstjórn eftir því að landeigendur í Djúpavogshreppi skoði sínar landareignir með tilliti til þessa erindis. 
b) Brunavarnir á Austurlandi 18. okt.  Tillaga slökkviliðsstjóra að viðhaldi á slökkvistöð.  Tillagan samþykkt samhljóða.
c) Umhverfisráðuneytið 20. okt. Breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum.  Lagt fram til kynningar.
d) Umhverfisstofnun 21. okt. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við oddvita að tilnefna fulltrúa fyrir tilskilinn tíma. 
e) Skipulagsstofnun 25. okt. Landsskipulagsstefna 2012-2014.  Lagt fram til kynningar.
f) Húsafriðunarnefnd 25. okt. Lagt fram til kynningar, frekari afgreiðslu vísað til næsta fundar.   
g) Sjávarútvegsráðuneytið 26. okt. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012.  Sveitarstjórn staðfestir umsókn um byggðakvóta 2011/2012 sem sveitarstjóri sendi ráðuneytinu 2. nóv. 2011.
h) Atvinnuþróunarsjóður 27. okt.  Framtíð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands.  Sveitarstjórn staðfestir að hún mun hér eftir sem hingað til standa við skyldur sínar gagnvart sjóðnum sbr. 5. grein laga Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands sem og að standa skil á greiðslum á þeim gjalddögum sem stjórn sjóðsins ákveður.
i) Eldri borgarar á Djúpavogi 30. okt.  Ferðastyrkur til eldri borgara í Djúpavogshreppi.  Sveitarstjórn samþykkir sambærilegan styrk til Félags eldri borgara og undanfarin ár, kr. 80.000.

3. Fundargerðir
a) Hafnasamband Íslands, dags. 19. ágúst.  Lögð fram til kynningar.
b) Hafnasamband Íslands, dags. 7. okt.  Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 18. okt.  Lögð fram til kynningar. 
d) Héraðsskjalasafn Austurlands, dags. 26. okt.  Lögð fram til kynningar.
e) Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd, dags. 9. nóv.  Lögð fram til kynningar.

4. Ákvörðun um sölu eigna  
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sölu eigna sbr. ákvarðanir sveitarstjórnar á fundi dags. 20. okt. 2011.  Sveitarstjórn er sammála um að auglýsa bræðsluna til sölu að hluta eða öllu leyti.  Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samráði við fasteignasölu. 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.