Djúpivogur
A A

2. desember 2010

2. desember 2010

2. desember 2010

skrifaði 03.12.2010 - 14:12

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  02.12. 2010

5.    fundur  2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 2. des. 2010 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sóley Birgisdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Irene Meslo. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés Skúlason stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsáætlun 2011, fyrri umræða; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a)    Ákvörðun um útsvarsprósentu 2011. Sveitarstjórn staðfestir samþykkt dags. 29. nóvember 2010 um að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011.
b)    Gjaldskrár 2010 til fyrri umræðu. Fyrir fundinum lá skjal með tillögum forstöðumanna um gjaldskrár og fleira vegna ársins 2011. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi vísað til síðari umræðu.
c)    Eignabreytingar og framkvæmdir 2011. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2010 eins og þær voru settar fram í 3ja ára áætlun fyrir 2010-2012. Einnig lagði sveitarstjóri fram vinnuskjal vegna ársins 2011. Að lokinni umfjöllun var málinu vísað til síðari umræðu.
d)    Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2011. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2011.
e)    Útkomuspá vegna ársins 2010. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af honum og Guðlaugi Erlingssyni KPMG með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f)    Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshr. 2011. Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi gögn.      
g)    Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2011. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur u.þ.b. 6 millj. Talsverður lausafjárvandi er hins vegar fyrirsjáanlegur á árinu sem takast verður  á við með skuldbreytingum og sölu eigna auk frekari hagræðingar í rekstri.  Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða að draga saman í rekstri og farið betur yfir tekjuspá 2011. Að lokinni umfjöllun var samþ. að vísa áætluninni til síðari umræðu 16. des. kl. 15:00.

2.    Erindi og bréf.

a)    Ódagsett bréf frá Rannsóknarsetri forvarna við Háskólann á Akureyri ásamt skýrslu „Heilsa og lífskjör skólanema á Norðaustursvæði 2006-2010. Lagt fram til kynningar.
b)    Velferðarvaktin dags. 25. október 2010.  Áskorun frá velferðarvaktinni þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni. Lagt fram til kynningar.
c)    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið dags. 29. október 2010.  Varðar áætlun um úthlutun aukaframlags 2010. Lagt fram til kynningar.
d)    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið dags. 29. október 2010. Varðar áætlun um tekjujöfnunarframlag 2010.  Lagt fram til kynningar.
e)    Stígamót dags. 1. nóvember 2010. Varðar beiðni um styrk til samtakanna.  Erindinu hafnað.
f)    Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 8. nóvember 2010.  Varðar framhald verkefnis um hagsmunagæslu í úrgangsmálum. Samþykkt að halda þátttöku í verkefninu áfram.
g)    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið dags. 17. nóvember 2010. Varðar skil sveitarfélaga á fjárhagsáætlunum fyrir 2011.  Sveitarstjóra falið að skila fjárhagsáætlun lögum samkvæmt fyrir 31. desember 2010.


3.    Fundargerðir

a)    Skólanefnd, dags. 2. nóvember 2010. Samþykkt samhljóða.

4.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Öxi. Sveitarstjóri kynnti ákvörðun um opnun vegarins yfir Öxi, föstudaginn 19. nóvember. Var hún framkvæmd með samþykki Vegagerðarinnar. Kostnaður var óverulegur. Undir þessum lið minnti sveitarstjóri á opið hús sem verður á Hótel Framtíð þann 7. desember þar sem frummatsskýrsla vegna Axarvegar – botn Berufjarðar  og  Skriðdal verður kynnt af hálfu Vegagerðarinnar.

b)   Fjallskil. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu í fjallskilamálum innan sveitarfélagsins.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.