Djúpivogur
A A

15. júní 2010

15. júní 2010

15. júní 2010

skrifaði 21.06.2010 - 16:06

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  15. 06. 2010

1.    fundur  2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjud. 15. júní 2010 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Bryndís Reynisdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Sóley Birgisdóttir. Einnig sátu fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, fráfarandi sveitarstjóri og Gauti Jóhannesson, verðandi sveitarstjóri.

Starfsaldursforseti nýkjörinnar sveitarstjórnar, Andrés Skúlason stjórnaði fundinum meðan afgreiddur var liður 1 a).

Dagskrá:

1.    Verkaskipting sveitarstjórnar.

a)    Kosning oddvita
Andrés Skúlason var samhljóða kjörinn oddviti og tók við fundarstjórn sem slíkur.
b)    Kosning fyrsta varaoddvita
Bryndís Reynisdóttir var samhljóða kjörin fyrsti varaoddviti.
c)    Kosning annars varaoddvita
Albert Jensson var samhljóða kjörinn annar varaoddviti.
d)     Bryndís Reynisdóttir var samhljóða kjörin ritari sveitarstjórnar.

2.    Breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps, fyrri umræða.

Oddviti kynnti hugmyndir um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins, lúta þær einkum að breytingum á nefndakerfi.  Eftir umfjöllum var samþykkt að vísa málinu til seinni umræðu.

3.    Gengið frá umboði til oddvita vegna ráðningar sveitarstjóra.

Oddvita veitt heimild til að ganga frá samningi við Gauta Jóhannesson vegna ráðningar hans í starf sveitarstjóra Djúpavogshrepps á grundvelli samningsdraga sem kynnt voru á fundinum.

4.    Launakjör sveitarstjórnarmanna 2010-2014.

Fyrir fundinum lá samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á kjörum sveitarstjórnarmanna á Íslandi vorið 2010.  Afgreiðslu frestað.

5.    Sumarfrí sveitarstjórnar 2010.

Samþykkt að sveitarstjórn taki sumarfrí frá og með 10. júlí til 15. ágúst 2010.

6.    Frágangur prókúrumboðs.

Sveitarstjórn samþykkir að veita Gauta Jóhannessyni, kt. 070364-2559, prókúruumboð fyrir Djúpavogshrepp frá og með 16. júní 2010 með þeim réttindum og skyldum sem prókúruheimildinni fylgja. Jafnframt er afturkallað umboð til Björns Hafþórs Guðmundssonar, kt. 160147-3859, frá og með sama tíma.

7.    Heimild til lántöku.

Oddviti óskaði eftir að sveitarstjórn samþykkti að bæta lið númer 7 á dagskrána.  
Tillaga þar um borin upp og samþykkt samhljóða.  Svohljóðandi bókun var gerð:

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 14.000.000.- kr.  til 14 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna lán sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er sveitarstjóra, Gauta Jóhannessyni, kt. 070364-2559, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson fundarritari.