Djúpivogur
A A

2009

15. október 2009

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  15. 10. 2009


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 15. október 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Albert Jensson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Sigurður Ágúst Jónsson og Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.


Í upphafi óskaði oddviti eftir að fallizt yrði á að taka fundargerð F & M frá 13. okt. 2009 inn á dagskrána sem lið 2 d), en hún hafði ekki borizt í hús, þegar fundargögn voru send út. Var það samþ. samhlj. Einnig var ákveðið að bæta á dagskrána undir lið 4 k) bréf SLR v/ byggðakvóta.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni, stofnanir o. fl.:

a)    Ráðning í starf við heimaþjónustu aldraðra.
Samþ. að fela sveitarstjóra að afgreiða málið.
b)    Hugmyndir um lækkun á rekstrarkostnaði.  Vísað til endurskoðunar FJ-2009 og eftir atvikum til áætlanagerðar fyrir 2010.
c)    Breytingar á gjaldskrá v/ búfjár utan vörslusvæða. Fyrri umræða.
d)    Breytingar á gjaldskrá v/ búfjáreftirlits. Fyrri umræða.
e)    Undirbúningur endurskoðunar FJ-2009. Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu.
f)    „Ólafshjáleiga“. Um er að ræða lokatilboð Ólafs Áka Ragnarssonar og Eðvalds Smára Ragnarssonar í landsspildu í eigu Djúpavogshrepps við Rauðuskriður sbr. auglýsingu þar um og umfjöllun á síðasta fundi sveitarstjórnar. Eftirfarandi tillaga kom fram:  Sveitarstjóra falið að ganga frá lokatilboði með það að leiðarljósi að ekki verði vikið frá upphaflegum tímasettum áformum um starfsemi á svæðinu enda er það fyrirliggjandi starfsemi sem liggur til grundvallar sölunni.  Hinsvegar er fallist á að upphafleg tilboðsfjárhæð verði lækkuð um eina milljón, enda náist samkomulag um greiðslufyrirkomulag. Verðhugmyndir tilboðsgjafa hafa lækkað,  þar sem kom í ljós að landstærð var minni en upphaflega var getið í auglýsingu.  Sveitarstjórn leggur áherslu á vegna mikils dráttar á frágangi þessa máls að því verði lokið fyrir næstu mánaðarmót.
g)    Fjármálaráðstefnan 2009. Oddviti og sveitarstjóri sátu ráðstefnuna og gerðu grein fyrir henni og ekki síður ýmsum fundum, sem þeir áttu samhliða henni, ekki sízt út af málefnum H2O WATN.
h)    Vatnsveita Djúpavogshrepps. Innra eftirlit. Sveitarstjóri kynnti fund sem hann átti fyrir skömmu með sérfræðingi í slíkum málum. Þrátt fyrir að gæði neyzluvatns séu ákjósanleg og lítið um kvartanir v/ afhendingar, er sveitarstjórn sammála um það, að staðið skuli að fullu að hinu innra eftirliti í samræmi við áætlun þar um. Einkum hefur verið misbrestur á skráningu viðhalds, viðgerða og bilana. Sveitarstjórnin felur form. SBU og sveitarstjóra að fara yfir verkefnið með starfsm. Áhaldahúss og Vatnsveitu Djúpavogshrepps m.a. í ljósi breytinga, sem gerðar hafa verið á áætluninni. Jafnframt verði hin nýja áætlun send Heilbrigðiseftirliti Austurlands til kynningar og umsagnar.

2.    Fundargerðir / afgreiðslumál frá nefndum:

a)    SKN, 6. okt. 2009. Lögð fram til kynningar.
b)    SBU, 13. okt. 2009.
Eftirtalin mál rædd og eftir atvikum staðfest:
Liður 1 a); Reynslan af hinni nýju sorpstöð. Sveitarstjórn fagnar hinum jákvæða árangri sem náðst hefur við flokkun úrgangs og þakkar fjölmörgum íbúum byggðarlagsins fyrir góð viðbrögð, en nú þegar er greinilegt að hið nýja fyrirkomulag hefur sparað umtalsverða fjármuni.
Liður 1 c); Tilnefning til umhverfisverðlauna Ferðamálastofu. Sveitarstjórn samþykkir tillögu SBU og felur SBU og ferða- og menningarmálafulltrúa að koma tilnefningunni á framfæri.
Liður 2; Aðalskipulag. Form. SBU fór yfir málið. Í ljósi upplýsinga, sem fram komu í máli hans lítur sveitarstjórn svo á að ekki þurfi að bregðast við athugasemdum, sem komu inn að loknum fresti þar um.
Liður 3 a); Byggingarleyfisskyld mál. Sveitarstjórn tekur undir álit SBU um frágang byggingarleyfisumsóknar, sem þar er fjallað um og felur sveitarstjóra að gera athugasemdir við að framkvæmdir skyldu hafnar áður en umsókn var send inn Einnig verði að höfðu samráði við Verkfræðistofuna Mannvit kallað eftir ítarlegri gögnum varðandi umsóknina og eftir atvikum í samráði við hana sent út kynningarbréf varðandi skyldur íbúa og byggingaryfirvalda í þessum málaflokki.
Liður 3 b). Staðfest heimild til niðurrifs bílskúrs í eigu Djúpavogshrepps við Markarland 2 (Vog).
Liður 5 b); Takmörkun á umferðarhraða í Borgarlandi sbr. undirskriftarlista frá íbúum þar. Málið er í vinnslu.
c)    Skólaskrifstofa Austurlands, 15. sept. og 29. sept. 2009. Fundarg. lagðar fram til kynningar.
d)    F & M 13. okt. 2009. Sveitarstjórn fagnar upplýsingum, er fram koma í fundargerðinni, m.a. um þá fjölmörgu þætti, sem sýna að byggðarlagið er í mikilli sókn í ferða- og menningarmálum.

3.    Kosningar:

a)    Fulltrúi Djúpavogshrepps á aðalfund SKA. (Skólaskrifstofa Austurlands) 22. okt. 2009.
Aðalmaður: Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir.
Varamaður: Sóley Dögg Birgisdóttir.
b)    Fulltrúi Djúpavogshrepps á aðalfund HAUST 28. okt. 2009.
Aðalmaður: Andrés Skúlason.
Varamaður: Albert Jensson.
Liðir a) og b) samþykktir samhljóða.

4.    Erindi og bréf:

a)    SSA, umsögn um frv. til laga um sveitarstj.kosn. (149. mál). Lagt fram til kynningar.
b)    SSA. Þrjú verkefni, kynnt á aðalfundi 25. og 26. sept. 2009. Lagt fram til kynningar.
c)    SSA, viðtöl þingmanna NA-kjördæmi 28. okt. 2009. Ákveðið að sem flestir aðalmanna í sveitarstjórn mæti á fundinn. Oddvita og sveitarstjóra falið að að undirbúa drög að minnisblaði til að leggja fyrir þingmenn. Meðal annars komi þar fram óánægja með fyrirhugaðan niðurskurð vegna jöfnunar á námskostnaði og vegna samgönguframkvæmda.
d)    Þjónustu- og þekkingarmiðstöð sjónskertra, 1. sept. 2009. Um er að ræða kynningu á nýrri ríkisstofnun sem tók til starfa 1. janúar 2009.  Lagt fram til kynningar.
e)    BÍL (Bandalag ísl. leikfélaga), 10. sept. 2009. Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir sumarstarf leiklistarskóla bandalagsins. Vísað til frekari skoðunar.
f)    Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, 11. sept. 2009. Ósk um fjárframlag vegna eldvarnarátaks 2009.  Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
g)    Samtök bókasafna á Austurlandi, 21. sept. 2009. Varðar áskorun um að felld verði niður afnotagjöld vegna bókasafna.  Þar sem Djúpavogshreppur hefur nú þegar ákv. að fella niður þjónustugjöld vegna útlána var erindið eingöngu lagt fram til kynningar.
h)    Ályktun Barnaheilla til sveitarfélaga o.fl., 30. sept. 2009. Varðar hvatningu til ríkisstofnana og sveitarfélaga að forgangsraða upp á nýtt og setja öll börn þessa lands í fyrsta sæti. Lögð fram til kynningar.
i)    Evrópuskrifstofan, ódagsett.  Lagt fram til kynningar.
j)    Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið dags. 5. okt. 2009. Varðar vinnuhóp um endurskoðun jarða- og ábúðarlaga. Vísað til landbúnaðarnefndar.
k)    Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið 12. okt. 2009 v/ Byggðakvóti 2009 – 2010. Sveitarstjóra og oddvita falið að ganga frá umsókn Djúpavogshrepps fyrir 28. okt.

5.    Skýrsla sveitarstjóra:

a)    Fram kom að þó nokkur hreyfing er á húsnæðismarkaði á Djúpavogi og munu nokkur hús vera í söluferli. Sveitarstjórn fagnar þessum upplýsingum og telur þær staðfesta tiltrú á vöxt og viðgang byggðarlagsins.
b)    Umfjöllun varð um aukna umferð um Djúpavogshöfn, en nú stefnir í að meiri afli komi á land hér á þessu ári en því síðasta. Sveitarstjórn þakkar starfmönnum hafnarinnar, eigendum Fiskmarkaðs Djúpavogs og öðrum, sem hlut eiga í hinu jákvæða orðspori, sem fer af þjónustu hafnarinnar. Ennfremur eru heimamönnum og öðrum útgerðarmönnum sem landa hér afla, færðar þakkir fyrir að nýta þjónustu hafnarinnar.



Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:10.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.

16.10.2009