2009
12. febrúar 2009
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12. 02. 2009
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 12. feb. 2009 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Þórdís Sigurðardóttir, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Albert Jensson og Brynjólfur Einarsson. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að fallizt yrði á að taka fyrir á fundinum fundargerð landbúnaðarnefndar frá því fyrr þennan sama dag, enda hafði verið gert ráð fyrir því í fundarboði, en eðlilega ekki unnt að senda hana út með því. Samþ. samhljóða.
Mætt voru: Þórdís Sigurðardóttir, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Albert Jensson og Brynjólfur Einarsson. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að fallizt yrði á að taka fyrir á fundinum fundargerð landbúnaðarnefndar frá því fyrr þennan sama dag, enda hafði verið gert ráð fyrir því í fundarboði, en eðlilega ekki unnt að senda hana út með því. Samþ. samhljóða.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2009; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.
a) 3ja ára áætlun 2010 – 2012. Undirbúningur. Sveitarstjóri lagði fram drög að 3ja ára áætlun. Málinu vísað til næsta fundar.
b) Gjafagerningur Snorra Gíslasonar v/ Dvalarheimilisins Helgafells. Sveitarstjóri kynnti ákvörðun Snorra Gíslasonar úr Papey, vistmanns á Helgafelli að afhenda sveitarfélaginu peningafjárhæð, 2 milljónir króna, til endurbóta á húsnæðinu samkvæmt samningi þar um. Nú þegar er farið að vinna að undirbúningi verksins. Sveitarstjórn þakkar Snorra hina rausnarlegu gjöf.
c) Jarðhitaleit á Búlandsnesi; Skýrsla Stapa, Jarðfræðistofu / ÓBS feb. 2009. Skýrslan hafði verið send sveitarstjórnarmönnum í tp. fyrir fundinn. Lögð fram til kynningar.
d) Minnisp. frá fundi með Sigurði Guðmundssyni, listamanni, 9. feb. 2009. Oddviti, sveitarstjóri og ferða- og menningarmálafulltrúi sátu óformlegan fund með Sigurði, þar sem þokað var áfram hugmynd þess efnis að höfundarverki hans verði komið fyrir á stöplana 34, sem fyrrum löndunarbúnaður fyrir fiskimjölsverksmiðjuna í Gleðivík var festur á. Sveitarstjóra veitt heimild til að vinna að fjármögnun verksins, og gert verður ráð fyrir framlögum bæði úr hafnar- og sveitarsjóði, auk þess sem leitað verður eftir opinberu fjármagni. Honum einnig falið að leita til fyrirtækja og einstaklinga bæði heimamanna og brottfluttra í því skyni að ná endum saman vegna fyrirsjáanlegs kostnaður við verkið, sem er hið áhugaverðasta.
e) Sorpflokkun. Oddviti kynnti stöðu mála og lagði fram áfangaskipta verkáætlun sem unnin hefur verið í samráði við Sagaplast ehf um framkvæmd sorpflokkunar í sveitarfélaginu. Stefnt er á að hefja flokkun á úrgangi 1. maí 2009, enda hafi þá farið fram fullnægjandi kynning á verkefninu meðal íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu.
2. Fundargerðir.
a) Hafnarnefnd; 6. feb. 2009. M.a. lágu fyrir á fundinum upplýsingar um nýja gjaldskrá Djúpavogshafnar, sem komin er á heimasíðu Djúpavogshrepps og tekur gildi 1. marz 2009. Ennfr. var farið yfir nýja skilgr. á hafnarsvæði, sem gengið var frá á fundi hafnarnefndarinnar. Auk þess var ákveðið að veita sveitarstjóra heimild til að ganga frá pöntun á sérstökum landtökubúnaði fyrir farþega skemmtiferðaskipa á grundvelli tilboðs frá fyrirtækinu KRÓLI ehf. Fjárheimild er að hluta til staðar í nýlega samþykktri framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2009. Auk þess var sveitarstjóra falið að leita eftir sérstöku fjármagni á vegum iðnaðar- / byggðamálaráðuneytis, sem ætlað er til endurbóta á möguleikum hafna að taka á móti skemmtiferðaskipum og farþegum þeirra og nýlega hefur verið auglýst. Fjármögnun að öðru leyti (ef með þarf) vísað til endurskoðunar á framkvæmdaáætlun, sem fara á fram eigi síðar en í maí 2009. Samþykkt samhljóða
b) Landbúnaðarnefnd; 12. feb. 2009. Í fundargerðinni er m.a. fjallað um síðbúna smalamennsku undanfarna daga sunnarlega í Álftafirði, enda liggur fyrir að fjallskil s.l. haust voru ekki ásættanleg þar. Ekki er heldur ljóst hvernig aðbúnaði fjár á einum bæ í Álftafirði verður háttað, þar sem að undanfarna daga hafa komið af fjalli tæplega 70 kindur, sem tilheyra nánast allar sama býlinu og ekki var gert ráð fyrir á forðagæzluskýrslu. Enn er vitað um fé á fjalli, sem reynt verður að handsama. Nauðsynlegt er talið að búfjáreftirlitsmenn kanni aðstæður og veitir sveitarstjórn fyrir sitt leyti heimild til að nýtt verði þau úrræði, sem til þarf að tryggja viðurgjörning búfjárins á viðunandi hátt og eftir atvikum innheimt gjöld skv. fyrirliggjandi gjaldskrám til að mæta kostnaði við smölun, eftirlit og hugsanlega fóðrun fjárins. Auk þess var samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að segja tafarlaust upp afnotarétti á svonefndum Oddum til hvers konar nýtingar. Hið sama gildir um upprekstrarheimild í landi Djúpavogshrepps í Álftafirði þ.e. Markúsarseli og Tunguhlíð. Samþykkt samhljóða.
3. Erindi og bréf.
a) Fljótsdalshérað dags. 9. feb. 2009, varðandi áform um sameiningarviðræður.
Erindið varðar tilmæli um formlegar sameiningarviðræður milli fulltrúa Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps. Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði til formlegra viðræðna við sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs í samráði við talsmenn ráðuneytis sveitarstjórnarmála, sem sett hafa sig í samband við forsvarsmenn Djúpavogshrepps vegna málsins.
b) Vinnumálastofnun. Í gögnum stofnunarinnar er kynnt staðan á vinnumarkaði á Austurlandi um þessar mundir. Þar kemur fram að atvinnuleysi í Djúpavogshreppi er óbreytt frá janúarmánuði, en engu að síður meira en undanfarin ár. Með vísan til bókunar 22. jan. 2009 vill sveitarstjórnin upplýsa að hún reynir að hafa vakandi auga með framvindu mála í byggðarlaginu og mun reyna að bregðast við eftir föngum, verði talin ástæða til.
c) Félag íslenzkra „félagsliða“ (feb. 2009). Lagt fram til kynningar.
d) Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi 20. feb. 2009. Sveitarstjóra veitt heimild til að fela formanni samtakanna að fara með umboð Djúpavogshrepps á fundinum, mæti ekki fulltrúi sveitarfélagsins á hann.
e) Tilkynning um 23. landsþing Samb. ísl. sveitarfélaga 13. marz 2009. Oddviti var í upphafi kjörtímabils kjörinn aðalmaður á landsþing og sveitarstjóri varamaður hans.
f) Austurglugginn (jan. 2009). Um er að ræða hvatningu m.a. til sveitarstjórnarmanna að þeir gerist áskrifendur að landsmálablaðinu og einnig að sveitarfélög íhugi þennan valkost vegna auglýsinga á þeirra vegum. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps telur mjög mikilvægt fyrir Austurland að gefið sé út frjálst og óháð blað í fjórðungnum eins og Austurglugginn er og því vill hún sjá veg og vanda slíks blaðs sem mestan. Sveitarstjórnin hvetur því íbúa, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir nær og fjær að styðja með einum eða öðrum hætti við útgáfu Austurgluggans.
g) Veraldarvinir; mótt. 11. feb. 2009. Lagt fram til kynningar.
4. Kosningar:
a) Samstarfsnefnd v/ viðræðna um sameiningu Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps:
Kosningu hlutu: Andrés Skúlason og Guðmundur Valur Gunnarsson.
Varamenn Albert Jensson og Brynjólfur Einarsson. Gert er ráð fyrir að sveitarstjóri vinni með nefndinni.
b) Varamaður í ferða- og menningarmálanefnd í stað Kirsten Rühl, sem flutt er úr byggðarlaginu. Fram kom tillaga um Ágústu M. Arnardóttur og var hún samþykkt.
5. Skipulags- og byggingarmál.
a) Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 – 2020. Fyrirliggjandi aðalskipulagstillaga var kynnt á almennum fundi á Hótel Framtíð 7. feb. 2009:
Tekið fyrir til fyrri umræðu Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008-2020.
Framlögð gögn frá TGJ, Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur, arkitekts FAÍ eru:
* Aðalskipulagsuppdráttur af Djúpavogshreppi m:1:50 000, dags. 7.2.2009.
* Þéttbýlisuppdráttur af Djúpavogi í m: 1:5000, dags. 7.2.2009.
* Skýringaruppdráttur af nágrenni þéttbýlisins í m: 1:20 000, dags. 7.2.2009.
* Greinargerð dags. 7.2.2009.
* Umhverfismat ASK. dags.7.2.2009.
Samþykkt að fela TGJ að færa inn vissar breytingar á kort og í texta, sem formaður SBU kynnti efnislega fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt að svo búnu að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til athugunar fyrir auglýsingu sbr. 2. mgr. 17. greinar Skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997.
6. Skýrsla sveitarstjóra.
a) Árnaðaróskir til nýrrar ríkisstjórnar. Samþykkt að fela sveitarstjóra að færa forsætisráðherra árnaðaróskir frá sveitarstjórn til nýrrar ríkisstjórnar og óskir um velfarnað í störfum hennar, en jafnframt hvatningu um að í verkefnum hennar verði skýrt tekið á brýnum byggða-, samgöngu- og atvinnumálum.
b) Kynnt uppgjör sveitarstjóra vegna útseldrar þjónustu Djúpavogshrepps til MAZ v/ niðurrifs bræðslu. Sveitarstjórnin lýsir ánægju með uppgjörið og fagnar jafnframt þeim jákvæðu áhrifum, sem verkefnið hafði í byggðarlaginu meðan á því stóð.
c) Heimasíða, „höfuðlausnir“ v/ höfn o.fl. Tæknistjóri mætti á fundinn og skýrði málið og honum veitt heimild til að vinna að framgangi málsins.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:30.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.
13.02.2009