Djúpivogur
A A

26. nóvember 2009

26. nóvember 2009

26. nóvember 2009

skrifaði 02.12.2009 - 13:12

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  26.11. 2009

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 26. nóv. 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Albert Jensson, Andrés Skúlason, Klara Bjarnadóttir og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 – 2020:

a)    Fyrir fundinum lá tillaga að greinargerð sveitarstjórnar sbr. 9. gr. laga nr. 205/2006 um umhverfismat áætlana. Gerði oddviti grein fyrir málinu. Að því búnu var fyrirliggjandi greinargerð borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.
b)    Síðan lagði oddviti til að greinargerð sveitarstjórnar  yrði felld inn í greinargerð Aðalskipulags Djúpavogshrepps 2008 - 2020 dags. 3.9.2009 undir kafla 4.10.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 16:30.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.