22. desember 2009

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 22. 12. 2009
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjud. 22. des. 2009 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Sigurður Ágúst Jónsson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Albert Jensson og Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2010; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.
a) Mál, sem frestað var á fundi 15. des. 2009:
I. Bændur græða landið. Fyrir fundinum lágu upplýsingar frá Landgræðslu Ríkisins um einstaka þátttakendur og eftir atvikum verkefni sem í gangi eru. Fram kemur að heildargreiðsla 2010 yrði um kr. 35.000.- og magn áburðar 13.2 tonn og 100 kg af fræi. Heildarkostnaður pr. tonn er því 2.650. Stærsti þáttakandi í verkefninu kaupir 3 tonn. Samþykkt samhljóða að styðja áfram við verkefnið en oddvita jafnframt falið að rita Landgræðslunni bréf með fyrirspurn vegna eins landgræðsluverkefnis í sveitarfélaginu.
II. Erindi Eðvalds Smára og Ólafs Áka Ragnarssona. Vegna fundar fulltrúa sveitarstjórnar með framangreindum tilboðsgjöfum vegna landsspildu í Hamarsfirði.
b) Gjaldskrár 2010. Fyrirliggjandi tillögur bornar upp. Þær samþykktar samhljóða.
Vegna fasteignagjaldaálagningar 2010 gilda eftirtaldar ákvarðanir:
I. Fasteignaskattur A 0,625%
II. Fasteignaskattur B 1,32%
III. Fasteignaskattur C 1,65%
IV. Holræsagjald A 0,25%
V. Holræsagjald B 0,25%
VI. Holræsagj. dreifbýli 7.500 kr.
VII. Vatnsgjald A 0,35%
VIII. Vatnsgjald B 0,35%
IX. Aukavatnskattur 31,82 kr./ m³.
X. Sorphirðugjald 12.500 kr. pr. íbúð
XI. Sorpeyðingargjald 12.500 kr. pr. íbúð
XII. Sorphirðugjald fyrirt. Ákveðið í janúar 2010.
XIII. Lóðaleiga 1 % (af fasteignamati lóðar)
XIV. Fjöldi gjalddaga 6.
Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.
c) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþegan árið 2010. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um fasteignafjaldaálagningu og munu auk þess verða aðgengnilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
d) Eignabreytingar og framkvæmdir 2010. Fyrirliggjandi skjal borið undir atkvæði. Það samþ. samhljóða og undirritað á fundinum.
e) Viðhaldsáætlun eignasjóðs og stofnana lögð fram og samþ. samhljóða.
f) Erindi um styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið. Það síðan undirritað af sveitarstjórn.
g) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2010. Síðari umræða. Fyrirliggjandi gögn kynnt. Helztu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):
* Skatttekjur A-hluta ......................................... 229.600
* Fjármagnsgjöld aðalsjóðs.................................... 15.627
* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, neikvæð............... 4.095
* Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð ................. 647
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti ................ 2.927
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) ....... 39.389
* Afskriftir A og B hluti .................................... 29.964
* Eignir ............................................................. 676.290
* Langtímaskuldir og skuldbindingar.................... 459.042
* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir....... 136.946
* Skuldir og skuldbindingar samtals.................... 595.988
* Eigið fé í árslok 2009 ..................................... 80.302
* Veltufé frá rekstri áætlað ................................ 49.179
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........ 3.900
Áætluð rekstrarniðurstaða er skv. framanrituðu jákvæð um 2.927. þús. Eins og sjá má hér að ofan er gert ráð fyrir óverulegum fjárfestingum 2010. Eingöngu er áformað að vinna áfram að endurbyggingu Faktorshúss, enda liggja fyrir upplýsingar um væntanlega fjárveitingu, 3.1 milljón á fjárlögum 2010. Sveitarfélagið mun leggja á móti 3.9 milljónir króna. Heildarframkvæmdafé til ráðstöfunar er því áætlað 7 milljónir. Viðhaldsverkefni á vegum eignasjóðs verða smávægileg að öðru leyti en því að gert er ráð fyrir því að verja 5 milljónum króna til viðhalds og endurbóta á grunnskóla vegna slæms ástands þeirrar fasteignar. Um að ræða fyrsta áfanga endurbóta, klæðningu útveggja, endurnýjun þakkanta og fl.
Sveitarstjórnin áformar að endurskoða framkvæmda- og viðhaldsáætlun í mars 2010. Staðan verður því endurmetin þegar fyrir liggja ýmsar upplýsingar um rekstrarumhverfi sveitarfélaga það ár, ekki sízt hvað varðar Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lítur svo á, ef frekara svigrúm skapast til framkvæmda og nægjanlegt fjármagn verði til staðar á næsta ári verði áframhaldandi gatnagerð efst á forgangslistanum.
Áætlunin borin undir atkvæði. Samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.
2. Erindi og bréf.
a) Jafnréttisstofa, dags 2. desember 2009. Fyrirspurn varðandi jafnréttisáætlun. Sveitarstjóra og oddvita falið að svara erindinu.
b) Matvælastofnun, dags. 7. september 2009. Varðar breytingar á lit á eyrnamerkjum vegna breytinga á sauðfjárlínum. Lagt fram til kynningar en jafnframt vísað til LBN.
c) Bréf Þórarins Lárussonar og sr. Bjarna Guðjónssonar dags. 23. júní 2009. Bréfið barst sveitarfélaginu 10. desember sl.
Sveitarstjórn tekur eingöngu undir þann hluta bréfsins þar sem lagt er til að búskap verði hætt að Stórhóli. Að sama skapi verður ekki látið hjá líða að harma þær kveðnu og hálfkveðnu vísur er bréfritarar láta falla í garð forsvarsmanna sveitarfélagsins sem afskipti hafa haft af búfjárhaldi á Stórhóli á undanförnum árum, m.a. vegna alvarlegra athugasemda eftirlitsaðila. Sveitarstjórn bendir á að fyrir liggja blákaldar staðreyndir um vanrækslu þá sem reynt hefur verið að koma böndum yfir og dómur Héraðsdóms Austurlands 15. desember 2009 staðfestir svo ekki verður um villst.
d) ILDI / Sigurborg Kr. Hannesdóttir, dags. desember 2009. Upplýsingar um þjónustu Ráðgjafarfyrirtækisins ILDI. Lagt fram til kynningar.
e) Vinnumálastofnun dags. desember 2009. Upplýsingar frá Vinnumarkaðsráði Austurlands varðandi stuðning við atvinnulífið. Eftirtaldar stofnanir bjóða þjónustu við hugsanleg verkefni: Þekkingarnet Austurlands, Þróunarfélag Austurlands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Markaðsstofa Austurlands, Menningarráð Austurlands, Vinnumálastofnun á Austurlandi. Í bréfinu hvetja Vinnumálastofnun og Vinnumarkaðsráð atvinnurekendur á Austurlandi til að nýta sér stuðning ofangreindra stofnana. Jafnframt er kallað eftir hugmyndum fyrirtækja á Austurlandi um atvinnuskapandi verkefni, vinnustaðanám eða annað sem leitt getur til nýsköpunar og þekkingar uppbyggingar í fjórðungunum. Lagt fram til kynningar.
f) KPMG, fjárhagslegar upplýsingar vegna „tengdra aðila“. Ódagsett. Í bréfinu kemur fram að ákveðið hafi verið af KPMG við undirbúning að gerð ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2009 að afla upplýsinga um „tengda aðila“ samkvæmt svohljóðandi skilgreiningu: Almennt eru tengdir aðilar aðal- og varamenn í sveitarstjórn auk æðstu stjórnenda sveitarfélagsins þ.e. sveitarstjóra, sviðsstjóra og fjármálastjóra. Makar þessara aðila, ófjárráða börn og aðrir fjárhagslega háðir einstaklingar falla einnig hér undir, ásamt fyrirtækjum í eigu eða undir stjórn þessara aðila. Eyðublöð vegna upplýsingagjafar höfðu verið send út með fundargögnum. Sveitarstjóri mun taka á móti upplýsingum og koma þeim á framfæri við KPMG, ef einhverjar eru.
3. Dómur í búfjárhaldsmáli.
Svohljóðandi drög að bókun lögð fram: Þrátt fyrir að náðst hafi fram játning í dómi Héraðsdóms Austurlands í búfjárhaldsmálinu að Stórhól, hefur sveitarstjórn uppi mjög alvarlegar athugasemdir varðandi ótrúlega eftirgjöf ákæruvaldsins í málinu sem skýrist m.a. í að boðin var dómssátt og sektargreiðsla sem eru úr öllum takti við alvarleika brotsins. Sveitarstjórn tekur undir gagnrýni yfirdýralæknisins, Halldórs Runólfssonar og fleiri aðila á saksóknara, að hafa ekki krafist banns við búfjárhaldi að Stórhóli vegna eðlis brotsins. Það er því blákalt mat sveitarstjórnar Djúpavogshrepps að dómur þessi sé til skammar þeim er töldu 80.000 kr. hæfilega refsingu fyrir jafn stórtæka og illa meðferð á búfénaði og fyrir liggur.
Jafnframt furðar sveitarstjórn sig á viðbrögðum forsvarsmanna Bændasamtaka Íslands vegna yfirlýsinga oddvita um aðkomu þeirra að málinu. Borið upp og samþykkt samhljóða.
4. Skipulags- og byggingarmál.
Undir þessum lið tilkynnti sveitarstjóri að byggingarfulltrúi hefði á grundvelli heimildar til að afgreiða minniháttar mál, veitt heimild til að reisa snyrtiaðstöðu í Hálsaskógi á vegum Skógræktarfélags Djúpavogs. Málið hefur einnig verið kynnt fyrir nefndarmönnum í SBU og verður lagt fyrir á næsta fundi nefndarinnar til staðfestingar.
5. Fundargerðir.
a) Landbúnaðarnefnd Djúpavogshrepps 15. desember. Umfjöllun varð um lið 5, fyrirkomulag refa- og minkaveiða. Svohljóðandi drög að bókun borin upp: Meðan ekki liggur fyrir á hvern hátt ríkið mun koma að endurgreiðslum vegna refa- og minkaveiða vill sveitarstjórn halda því opnu að minnka fjármagn til málaflokksins og og áskilur sér rétt til að segja upp núverandi samningum fyrir 1. apríl 2010. Sveitarstjóra falið að segja upp núgildandi samningum um minkaveiðar en jafnframt verður því haldið opnu að auglýsa á nýjan leik eftir veiðimönnum, enda liggi fyrir fjármagn til verkefnisins. Einnig er ákveðið að fella niður greiðslu vegna veiða á hlaupadýrum til annarra en landeiganda, þangað til fyrir liggur hvort og þá hvernig ríkið kemur að fjármögnun veiðanna. Samþykkt með fjórum atkvæðum. GVG sat hjá.
b) Hafnarnefnd 21. desember. Í fundargerðinni kemur m.a. fram að gengið var frá nýrri gjaldskrá Hafnarsjóðs Djúpavogshrepps, sem tekur gildi 1. janúar 2010. Að jafnaði hækka gjaldskrárliðir um 10% en aflagjald verður þó óbreytt, 1,40%. Gjaldskráin í heild verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
6. Skýrsla sveitarstjóra.
a) Atvinnuástand í Djúpavogshreppi 2010. Sveitarstjóri gerði grein fyrir að hann hefði með skýrslu til Vinnumálastofnunnar lagt lauslegt mat á núverandi atvinnuástand og horfur fyrir árið 2010 í Djúpavogshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við skýrsluna. Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:15.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.