Djúpivogur
A A

15. desember 2009

15. desember 2009

15. desember 2009

skrifaði 22.12.2009 - 14:12

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  15.12.2009

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjud. 15. des. 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Sigurður Ágúst Jónsson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Albert Jensson og Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.


Dagskrá:

1.    Fjárhagsáætlun 2010, fyrri umræða; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a)    Ákvörðun um útsvarsprósentu 2010. Heimild til hámarksútsvars er 13,28%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2010.  
b)    Gjaldskrár 2010 til fyrri umræðu. Fyrir fundinum lá skjal með tillögum forstöðumanna um gjaldskrár og fleira vegna ársins 2010. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi vísað til síðari umræðu.
c)    Eignabreytingar og framkvæmdir 2010. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2010 eins og þær voru settar fram í 3ja ára áætlun fyrir 2010-2012. Einnig lagði sveitarstjóri fram vinnuskjal vegna ársins 2010. Að lokinni umfjöllun var málinu vísað til síðari umræðu.
d)    Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2010. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2010.
e)    Útkomuspá vegna ársins 2009. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af honum og Guðlaugi Erlingssyni KPMG með hliðsjón af fyrirl. uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f)    Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshr. 2010. Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi gögn.      
g)    Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2010. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum vantar um 13 milljónir króna til að ná endum saman. Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða að draga saman í rekstri og farið betur yfir tekjuspá 2010. Að lokinni umfjöllun var samþ. að vísa áætluninni til síðari umræðu 22. des. kl. 17:00.
h)    Undir þessum lið lágu fyrir eftirtalin gögn:
I)    Stofnskrá Ríkarðssafns ehf. Sveitarstjórn samþykkir stofnskrána og felur sveitarstjóra að undirrita hana. Í stjórn safnsins eru frá Djúpavogshreppi: Bj. Hafþór Guðmundsson og Andrés Skúlason. Varamaður Bryndís Reynisdóttir. Aðrir í stjórn eru: Ólöf Ríkarðsdóttir (formaður), Ásdís Ríkarðsdóttir og Már Guðlaugsson. Varamaður þeirra er Þorsteinn Pétursson.  
II)    Heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Svohljóðandi bókun gerð: Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 47.000.000 kr.  til 15 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna eldri framkvæmdir við gatnagerð og fleira sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Hafþór Guðmundssyni, kt. 160147-3859, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
III)    Opnunarfundargerð v. tilboða í tryggingapakka Djúpavogshr. frá 1. des.´09. Óskað var tilboða frá Sjóvá og VÍS og var tilboðið frá Sjóvá hagstæðara. (Andrés Skúlason vék af fundi undir þessum lið). Samþykkt samhljóða að taka tilboðinu frá Sjóvá til næstu fimm ára.
IV)    Bréf Varasjóðs Húsnæðismála dags. 9. des. 2009. Í bréfinu kemur fram að fjármagn það sem Varasjóðurinn hefur haft til ráðstöfunar til að greiða í söluframlag vegna félagslegra íbúða er uppurið. Því falli frekari framlög niður verði samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga ekki framlengt.
V)    Bréf Landgræðslu ríksins (samstarfsverkefnið Bændur græða landið dags. 4. des. 2009). Fyrir fundinum lágu upplýsingar um þáttt. úr Djúpavogshreppi í verkefninu. Óskað hefur verið skýringa frá Landgræðslunni á ákveðnum atriðum. Þar sem þær hafa ekki borist var afgreiðslu vísað til síðari umræðu um FJ-2010.
VI)    Fundargerð aðalf. fulltrúaráðs Héraðskjalasafns Austurlands, 26. nóv. 2009. Lögð fram til kynningar. Vísað til FJ-2010.
VII)    Fundur stjórnar Brunavarna á Austurl. 23. 11. 2009 ásamt fjárhagsáætlun f. 2010 með yfirliti yfir kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga. Vísað til FJ-2010.
VIII)    Erindi Eðvalds S. Ragnarssonar varðandi „Ólafshjáleigu“. Í munnlegu erindi E.S.R. sbr. áður afhent gögn kemur fram að verðhugmyndir tilboðgjafa hafi lækkað vegna breytinga á landsstærð m.v. upphaflega auglýsingu. Eðvald sat fundinn undir þessum lið og skýrði ýmis atriði. Ákveðið að skoða málið frekar og afgr. erindið eigi síðar en í lok des. (Hér vék Eðvald af fundi)

2.    Erindi og bréf.

a)    Heilbrigðisráðuneytið dags. 16. nóv. 2009. Um er að ræða afrit varbréfs til Mýflugs h.f. varðandi þjónustu á flugvöllum fyrir sjúkraflug. Lagt fram til kynningar.
b)    UMFÍ dags. 10. nóv. 2009. Varðar áskorun til sveitarfélaga að styðja dyggilega við íþrótta – og æskulýðsstarf. Einnig er fagnað uppb. á íþróttamannvirkjum um allt land og hvatt til markviss viðhalds og fegrunar á umhverfi þeirra. Lagt fram til kynningar.
c)    SART (samtöku atvinnurekanda í raf – og tölvuiðnaði) dags. 18. nóv. 2009. Varðar rafmagnsöryggi og þjónustu rafverktaka. Lagt fram til kynningar.
d)    Samband ísl. sveitarfélaga. Dags. 30. nóv. 2009. Varðar tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríkis til sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
e)    Nefndarsvið Alþingis dags. 2. des. 2009. Ósk um umsögn um mál nr. 15 á 138. löggjafarþingi, frumvar til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998. Varðar fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps kýs að gefa ekki umsögn og vísar eftir atvikum til umsagnar Sambands Ísl. Sveitarfélaga.
f)    Jafnréttistofa dags. 2. desember 2009. Varðar jafnréttisáætlun. Afgreiðslu frestað.
g)    Mennta- og menningarmálaráðuneyti dags. 24. nóv. 2009. Varðar könnun um innleiðingu laga um leik – og grunnskóla. Fyrir liggja svör frá skólastjóra grunnskóla Djúpavogs og fram kemur að málið hefur verið til umfjöllunar í skólanefnd . Sveitarstjóra falið að óska eftir viðbótarfresti til að afgr. erindið í samráði við SKN.  
h)    ALTA, 26. nóv. 2009. Kynning á þjónustu ráðgjafarst. ALTA. Lagt fram til kynn.
i)    Brunavarnir á Austurlandi dags. 4. nóv. 2009 Brunavarnaáætlun. Lagt fram til kynn.
j)    Þórarinn Lárusson og sr. Bjarni Guðjónsson, dags. 23. júlí 2009 (mótt. 10. des.). Erindi barst óundirritað í tölvupósti. Vísað til næsta fundar.

3.    Fundargerðir

a)    Hafnarnefnd dags. 14. des. 2009. Halda átti fund í hafnarnefnd 14. des. en vegna forfalla formanns var fundi frestað fram til mánudagsins 21. desember.
b)    Héraðsskjalasafn Austurl. dags. 26. nóv. 2009 kl. 13:00. Lögð fram til kynningar.
c)    Héraðsskjalasafn Austurl. dags. 26. nóv. 2009  kl. 17:40. Lögð fram til kynningar.

4.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Öxi. Sveitarstjóri kynnti ákv. um opnun vegarins yfir Öxi, laugard. 12. des. Var hún framkvæmd á kostnað sveitarfélagsins með samþykki Vegagerðarinnar. Kostnaður var óverulegur.
b)    Fundur ráðherra sveitarstjórnarmála á EGS. 14. des. Andrés Skúlason, sem sæti á í starfshóp vegna áforma um að Austurland verði gert að einu sveitarfélagi sat fundinn og gerði fundarmönnum grein fyrir helstu atriðum er þar koma fram.  

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:30.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.