Djúpivogur
A A

11. júní 2009

11. júní 2009

11. júní 2009

skrifaði 11.06.2009 - 13:06

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  11. 06. 2009

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 11. júní 2009 kl. 08:00. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Albert Jensson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Þórdís Sigurðardóttir og Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni, stofnanir o. fl.:

a)     Ársreikningar Djúpavogshrepps 2008. Síðari umræða. Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borinn upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.
b)     Viðtöl við forstöðumenn helztu stofnana sem boðaðir voru á fundinn.
Þeir mættu í þessari röð:
Kl. 08:00 – Forstöðumaður ÍÞMD.
Kl. 08:10 – Forstöðumaður Grunnskóla Djúpavogs.
Kl. 08:20 – Forstöðumaður Bjarkatúns.
Kl. 08:30 – Hafnarvörður.
Kl. 08:40 – Form. SBU og sveitarstjóri v/ áhaldahús.
Kl. 08:50 – Sveitarstjóri v/ skrifstofa.
Í öllum tilvikum var farið yfir rekstrarniðurstöðu viðkomandi stofnana og hún borin saman við fjárhagsáætlun þeirra fyrir síðasta ár. Farið var yfir á hvern hátt draga mætti saman í rekstri. Sveitarstjóri mun funda aftur með forstöðumönnum fyrir síðari umræðu um endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins.
c)    Endurskoðun fjárhagsáætlunar Djúpavogshrepps fyrir 2009. Fyrri umræða. Fyrir fundinum lágu drög að endurskoðaðri áætlun. Hún rædd og yfirfarin. Að því búnu var áætluninni vísað til síðari umræðu fimmtudaginn 25.  júní kl.15:00.
d)    Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2009 til endurskoðunar. Að lokinni yfirferð var ákveðið að vísa áætluninni til síðari umræðu sbr. lið 1 c), en ákveðið að ráða ekki fleiri starfsmenn að svo komnu til hefðbundinna framkvæmda og fresta viðhaldsverkum, sem til stóð að vinna að hluta til fram á haustið til að byrja með.
e)    Fyrri umræða um þriggja ára áætlun 2010 – 2012. Eftir umfjöllun var málinu vísað til síðari umræðu.
f)    Atvinnuátak vegna skógræktar. Ákveðið að halda því opnu að fara í verkefnið í samráði við Skógræktarfélag Djúpavogs og Vinnumálastofnun.

2.    Fundargerðir / afgreiðslumál frá nefndum:

a)    LBN, 9. júní 2009. Í fundargerðinni er eingöngu fjallað um búfjárhald á Stórhól í Álftafirði í ljósi atburða síðustu daga og mánaða.  Eftir umfjöllun var sveitarstjóra og oddvita falið að nýta öll þau úrræði sem sveitarfélagið hefur í málum sem þessu, m.a. niðurlagsákvæði 3.gr. búfjársamþykktar Djúpavogshrepps nr. 399/ 2006 samanber lög nr.103/2002. Jafnframt er oddvita og sveitarstjóra falið að vinna að uppsögn á samningi við ábúendur á Stórhól frá 29.des 2006. Hvort tveggja verði gert í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

3.    Málefni Helgafells.

Til stóð að sveitarstjórn ætti viðræður við forsvarsmenn HSA í tengslum við sveitarstjórnarfundinn. Að beiðni HSA verður að fresta fundinum, en sveitarstjórn lýsir sig áfram reiðubúna til að funda um málið.

4.    Skipulagsmál:

Í bréfi Skipulagsstofnunar frá 8. maí 2009 (sjá fundarg. 2. júní 2009) koma fram athugasemdir stofnunarinnar við tillögu að Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020.  Oddviti lagði fram svör Guðrúnar Jónsdóttur, arkitekts FAÍ, dags. 10. júní 2009, við þeim athugasemdum og gerði tillögu um að sveitarstjórn staðfesti þau. Sveitarstjórn samþykkir tillögu oddvita.  Jafnframt er oddvita falið að óska eftir því að Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur gangi frá gögnum til auglýsingar í samræmi við samþykktar breytingar  og tillagan verði auglýst svo fljótt sem auðið er.
5.    Hugmyndir um skútuhöfn í Djúpavogshreppi.
Oddviti kynnti málið. Eftirfarandi var bókað. Sveitarstjórn fagnar grein Péturs Rafnssonar formanns Ferðamálasamtaka Íslands í mbl. um hugmyndina að skútuhöfn við Gleðivík. Málið verður tekið upp á fundi með starfsmanni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þann 19.júní á Djúpavogi og fylgt eftir á annan hátt sem þurfa þykir.

6.    Erindi og bréf:

a)    Austurfjarðatröllið 2009, styrkbeiðni hafnað þrátt fyrir áhugavert verkefni.
b)    Samband íslenskra sveitarfélaga, 27. maí 2009. Varðar frv. til vegalaga.
Lagt fram til kynningar.
c)    Samgönguráðuneytið, rafrænar kosningar, 28. maí 2009. Lagt fram til kynningar.  Sveitarstjóra falið að kynna ráðuneytinu áhuga Djúpavogshrepps að verða þátttakandi í verkefninu.
d)    Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi, 4. júní 2009. Varðar aðgengismál í opinberum byggingum. Lagt fram til kynningar.

7.    Skýrsla sveitarstjóra:

a)    Lega girðingalínu yfir Hálsana. Samþykkt að fela Guðmundi Val og Andrési að vinna að málinu.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 11.00

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.