Starfshópur um viðbyggingu vð Grunnskólann - 29.10.2018

2. fundur starfshóps um viðbyggingu við Grunnskólann
Fundur var haldinn í starfshópinum að Bakka 1, Djúpavogi, mánudaginn 29.10.2018 kl. 17:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Bergþóra Birgisdóttir, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, Kristján Ingimarsson, Þorbjörg Sandholt, Helga Rún Guðjónsdóttir, Rúnar Mattíasson og Valgeir Kjartansson.
Kári stjórnaði og ritaði fundinn
Dagskrá var eftirfarandi:
Farið var yfir teikningar af stærri neðri viðbyggingu með minna þaki rými. Kostnaðartölur liggja ekki alveg fyrir en verða klára fyrir næsta fund.
Valgeir kom með þá tillögu að nýta ekki loftið fyrir ofan viðbygginguna. Með því móti væri hægt að spara talsverðan byggingarkostnað sem felst í lyftu, stiga og plássi.
Tillaga 1. Stærriviðbyggingin á 2 hæð með verkennslu á neðrihæð og kennslustofu á þeirri efri.
Tillaga 2. Stærriviðbyggingin á 1 hæð fyrir verkgreinar.
Niðurstaða fundar er að Valgeir komi með uppfærðarteikningar og kostnaðaráætlun í tillögu 1 og 2 fyrir næsta fund.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:00. Fundargerðin færð í tölvu.