Djúpavogshreppur
A A

2. nóvember 2017

2. nóvember 2017

2. nóvember 2017

skrifaði 18.12.2017 - 10:12

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 2. nóvember 2017 

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, kl. 08:30 fimmtudaginn 2. nóvember 2017. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Dagskrá var eftirfarandi: 

1. Fjárhagsáætlun 2018 

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2018 og kynnti frumdrög unnin í samráði við KPMG. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á gjaldskrám utan að þær taki mið af þróun launavísitölu um 6,5%. Ekki ert gert ráð fyrir söluhagnaði vegna Nordic Factory en þar sem fasteignin er til sölu leggur hópurinn til að það verði gert. Farið var yfir fjárfestingarhluta áætlunarinnar og gerðar á honum minniháttar breytingar. Stefnt er að því að hópurinn fundi a.m.k. einu sinni enn áður en áætlunin verði tekin til fyrri umræðu.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:30.

Gauti Jóhannesson, fundarritari