Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd
17. október 2017
Fundargerð – SFU Skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd.
19. fundur 2014 – 2018 Fundur haldinn í Geysi kl.18:00 þann 17.10. 2017
Mætt: Andrés Skúlason form, Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson –
Kári Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Form. ritaði fundargerð.
Dagskrá
1. Verndarsvæði í byggð. SFU fagnar því að hafa náð þeim merka áfanga að verða fyrsta sveitarfélagið til að gerast aðili að verkefninu Verndarsvæði í byggð, með staðfestingu ráðherra menntamála á Djúpavogi þann 15.okt. Form. kynnti að þessu tilefni auglýsingu frá húsafriðunarsjóði sem tekur sérstakaklega til þeirra sveitarfélaga sem hafa lokið vinnu við Verndarsvæði í byggð. Formanni falið að vinna að því að sækja um fyrir 1.des. næstk. vegna verkefna fyrir árið 2018.
2. Bílaklúbbur Djúpavogs – 12.10.2017 Lagðir fram uppdrættir ásamt umsókn undirrituð af Arnóri Magnússyni fyrir hönd Bílaklúbbs Djúpavogs. Sótt er um að útbúa mótorkrossbraut á þegar skipulögðu svæði fyrir akstursíþróttir ofan Búlandshafnar á aflögðu ræktarlandi. Samþykkt samhljóða.
3. Hamarsel – skipulagslýsing Fyrir fundinum lá skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar byggingar tveggja smáhýsa vegna útleigu til ferðamanna að Hamarseli Djúpavogshreppi. Fundarmenn sammála um að vísa skipulagslýsingu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
4. Íslenska gámafélagið Form. gerði skýrði frá fyrirhuguðum fundi með fulltrúum frá Íslenska gámafélaginu, sveitarstjóra og forstöðum. áhaldahúss þann 31.okt. næstk. varðandi framtíðarfyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélaginu. Nefndarmenn SFU hvattir til að mæta á fundinn.
5. Jarðstrengur Teigarhorn - lagt fram til kynningar
6. Jarðhitaleit Form. fór yfir næstu skref við jarðhitaleit og gerði grein fyrir fundum og samskiptum við aðila máls vegna frekari jarðhitaleitar. Stefnt að því að vinna að umsókn sem fyrst til að senda Orkusjóði. Markmiðið nú er að bora dýpra en áður eða 6 – 800 metra holu með það að markmiði að finna enn heitara vatn en nú þegar er fundið með nýtingaráform í huga fyrir samfélagið.
7. Umhverfisstofnun 9.okt.2017 Samningur um eftirlit vegna vegagerðarframkvæmda við botn Berufjarðar. Umhverfisstofnun hefur um árabil gert samninga við Vegagerðina um sérstakt eftirlit með framkvæmdum samkvæmt lögum um náttúruvernd. Með lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 var gerð breyting á ákvæði laganna um slíkt eftirlit og er nú gert ráð fyrir aðild viðkomandi sveitarfélags. SFU tilnefnir úttektaraðila byggingarfulltrúa sem fulltrúa Djúpavogshrepps vegna samnings þessa.
8. Hraðhleðslustöð Tekið fyrir erindi frá Orku náttúrunnar varðandi staðsetningu hraðhleðslustöðvar fyrir allt að þrjá rafbíla í senn, 10 – 20 mín hleðsla. Ýmsar staðsetningar ræddar og niðurstaða að skoða að höfðu samráði - staðsetningu sem næst spennivirki Rarik sem talið er mikilvægt t.d. við tjaldsvæðið eða við bílastæði Við Voginn.
Fundi slitið kl. 19:50