Djúpivogur
A A

Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd

7. desember 2016

Fundargerð – SFU

14. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í Geysi 07.12.2016 kl 18:00 í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd.

Mætt: Andrés Skúlason form, Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson og Kári Valtingojer.

Dagskrá
1. Grenndarkynningar – form. fór yfir verkefni sem eru í grenndarkynningarferli.

2. Skipulagsverkefni í vinnslu.
Form. kynnti þau deiliskipulagsverkefni sem eru í vinnslu í sveitarfélaginu um þessar mundir en óvenju mörg mál hafa komið inn á borð sveitarfélagsins á mjög skömmum tíma. Í ljósi þessa hafa verið mikil samskipti milli form. SFU skipulagsskrifstofu og byggingarfulltrúa á síðustu vikum þar sem megináhersla hefur verið lögð á að leiðbeina viðkomandi aðilum til að auðvelda framgang mála eftir þeim skipulagsferlum sem viðkomandi verkefni þurfa að fara í. Jafnhliða í ljósi fjölda mála og að reynst, nauðsynlegt að skerpa á verklagi vegna uppbyggingaráforma sem kalla á deiliskipulag og eftir atvikum aðalskipulagsbreytingu, allt eftir umfangi framkvæmda. Í þessu sambandi er áríðandi að hafa grundvallarviðmið í Aðalskipulagi að leiðarljósi sbr. að uppbygging allt að þriggja sumarhúsa í dreifbýli er deiliskipulagsskyld framkvæmd, slíkt er sérstaklega áríðandi þar sem uppi eru áætlanir um atvinnustarfsemi sbr. ferðaþjónustu. Umfram þrjú hús þarf hinsvegar auk þess að vinna að breytingu á Aðalskipulagi sem er tímafrekara og umfangsmeira ferli. Byggingarleyfi eru gefin út á grunni deiliskipulags sem hafa farið í gegnum lögbundið umsagnar og auglýsingarferli. Í þessum efnum er fullreynt að það gengur ekki að fara í framkvæmdir við uppbyggingu samhliða skipulagsvinnu.
Í öllum atriðum þarf því að vinna deiliskipulag og staðfesta fyrst áður en gefin eru út byggingarleyfi, enda segir þá samþykkt skipulag til um hvernig framkvæmdum skuli háttað innan afmarkaðs skipulagssvæðis.

Unnið er um þessar mundir að átta aðgreindum deiliskipulagsverkefnum og eru fleiri verkefni í farvatninu. Við slíkar aðstæður reynir auðvitað töluvert á stjórnsýslu sveitarfélagsins sem þarf að bregðast við fjölda erinda á skömmum vegna mis stórra uppbyggingaráforma. Flest eru verkefnin í dreifbýlinu og varða í nær öllum tilvikum uppbyggingu í ferðaþjónustu og þessum áformum öllum ber auðvitað að fagna sérstaklega, þó áhyggjuefni sé í leiðinni hve hefðbundin landbúnaður hefur gefið eftir. Deiliskipulagsverkefni sem nú eru á misjöfnum stigum í ferli eru á eftirtalin.
Á Teigarhorni - miðbæjarsvæði Djúpivogur - íbúðabyggð í þéttbýli Djúpavogs - Bragðavellir – Kerhamrar - Blábjörg - Starmýri og Fossárdalur. Í skipulagsvinnu er varðar bæði Teigarhorn - þéttbýlið á Djúpavogi - Bragðavelli og Kerhamra og e.t.v. fleiri þarf til að koma bæði deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi. Að þessu sögðu lagði form.fram þær áætlanir og skipulagslýsingar sem liggja frammi á misjöfnu vinnslustigi á einstökum svæðum.
SFU gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn sem eru í ferli og felur sveitarstjórn að vinna áfram að afgreiðslu á viðkomandi málum sem eru í lögbundnu ferli.

3. Deiliskipulag í þéttbýli - íbúafundur
Íbúafundi um deiliskipulag á miðbæjarsvæði og íbúðabyggð í þéttbýli hefur verið frestað þangað til í byrjun febrúar.

4. Önnur skipulagsmál.
a.Tillögur að hnitsettum nýjum byggingarreitum með skilmálum í Hammersminni og Markarlandi lagt fram til frekari skoðunar inn í umræðu um deiliskipulag í íbúðabyggð. Um er að ræða tvo nýja byggingarreiti við Hammarsminni og þrjá nýja byggingarreiti við Markarland. Ákveðið að rýna þessar tillögur nánar á næsta fundi SFU.
b. Fara þarf yfir hvort nánari skráning og skipulagsgerð sé ekki þörf á svæðum innan sveitarfélagsins þar sem hægfara uppbygging hefur átt sér stað í dreifbýli gegnum árin, þar sem verkefni, kunna í tilfellum vera komin út fyrir þau viðmiðunarmörk sem getið er um í Aðalskipulagi sveitarfélagsins og kunna því að vera deiliskipulagsskyld og eftir atvikum með þörf á breytingu á Aðalskipulagi.

5. Vatnsveita
SFU telur mikilvægt að farið verði sérstaklega yfir innra eftirlit með vatnsveitu Djúpavogs og skerpt á verklagi. Mjög mikilvægt er að eftirlit með búnaði við vatnsveitu sé í föstum skorðum og skráningar og gæðahandbók sé til staðar svo hámarka megi gæði vatns fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu. Áætlanir eru uppi um að fjölgað verði verulega sýnatökum eftirlitsaðila á næstu misserum.

6. Fráveita í þéttbýlinu
SFU leggur áherslu á við sveitarstjórn að marka tilhlýðilega fjármuni við fráveitu við þéttbýlið á Djúpavogi við gerð fjárhagsáætlunar sem nú stendur yfir. Fulltrúi Mannvits verði fengin að borðinu og gerð verði tímasett verk- og kostnaðaráætlun til næstu 3-4 ára og stefnt verði jafnframt að því að hefjast handa við annan áfanga framkvæmda við fráveituna á næsta ári og jafnhliða leitað allra leiða til að fá niðurfellingu vsk. og leita annars opinbers stuðnings við verkefnið.

Fundi slitið kl: 20:00

27.02.2017