Djúpivogur
A A

Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd

17. október 2017

Fundargerð – SFU Skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd.
19. fundur 2014 – 2018 Fundur haldinn í Geysi kl.18:00 þann 17.10. 2017

Mætt: Andrés Skúlason form, Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson –
Kári Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Form. ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Verndarsvæði í byggð. SFU fagnar því að hafa náð þeim merka áfanga að verða fyrsta sveitarfélagið til að gerast aðili að verkefninu Verndarsvæði í byggð, með staðfestingu ráðherra menntamála á Djúpavogi þann 15.okt. Form. kynnti að þessu tilefni auglýsingu frá húsafriðunarsjóði sem tekur sérstakaklega til þeirra sveitarfélaga sem hafa lokið vinnu við Verndarsvæði í byggð. Formanni falið að vinna að því að sækja um fyrir 1.des. næstk. vegna verkefna fyrir árið 2018.

2. Bílaklúbbur Djúpavogs – 12.10.2017 Lagðir fram uppdrættir ásamt umsókn undirrituð af Arnóri Magnússyni fyrir hönd Bílaklúbbs Djúpavogs. Sótt er um að útbúa mótorkrossbraut á þegar skipulögðu svæði fyrir akstursíþróttir ofan Búlandshafnar á aflögðu ræktarlandi. Samþykkt samhljóða.

3. Hamarsel – skipulagslýsing Fyrir fundinum lá skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar byggingar tveggja smáhýsa vegna útleigu til ferðamanna að Hamarseli Djúpavogshreppi. Fundarmenn sammála um að vísa skipulagslýsingu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4. Íslenska gámafélagið Form. gerði skýrði frá fyrirhuguðum fundi með fulltrúum frá Íslenska gámafélaginu, sveitarstjóra og forstöðum. áhaldahúss þann 31.okt. næstk. varðandi framtíðarfyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélaginu. Nefndarmenn SFU hvattir til að mæta á fundinn.

5. Jarðstrengur Teigarhorn - lagt fram til kynningar

6. Jarðhitaleit Form. fór yfir næstu skref við jarðhitaleit og gerði grein fyrir fundum og samskiptum við aðila máls vegna frekari jarðhitaleitar. Stefnt að því að vinna að umsókn sem fyrst til að senda Orkusjóði. Markmiðið nú er að bora dýpra en áður eða 6 – 800 metra holu með það að markmiði að finna enn heitara vatn en nú þegar er fundið með nýtingaráform í huga fyrir samfélagið.

7. Umhverfisstofnun 9.okt.2017 Samningur um eftirlit vegna vegagerðarframkvæmda við botn Berufjarðar. Umhverfisstofnun hefur um árabil gert samninga við Vegagerðina um sérstakt eftirlit með framkvæmdum samkvæmt lögum um náttúruvernd. Með lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 var gerð breyting á ákvæði laganna um slíkt eftirlit og er nú gert ráð fyrir aðild viðkomandi sveitarfélags. SFU tilnefnir úttektaraðila byggingarfulltrúa sem fulltrúa Djúpavogshrepps vegna samnings þessa.

8. Hraðhleðslustöð Tekið fyrir erindi frá Orku náttúrunnar varðandi staðsetningu hraðhleðslustöðvar fyrir allt að þrjá rafbíla í senn, 10 – 20 mín hleðsla. Ýmsar staðsetningar ræddar og niðurstaða að skoða að höfðu samráði - staðsetningu sem næst spennivirki Rarik sem talið er mikilvægt t.d. við tjaldsvæðið eða við bílastæði Við Voginn.

Fundi slitið kl. 19:50

18.12.2017

22. júní 2017

Skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd

18. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í Geysi kl. 18:00 þann 22.06.2017

Mætt: Andrés Skúlason form, Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson – Kári Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Form. ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Verndarsvæði í byggð.

Form. lagði fram til kynningar drög að greinargerð og þemakort í tengslum við vinnu við verkefnið Verndarsvæði í byggð. Vinnan er komin langt á veg og stefnt að kynningarfundi fyrir íbúa þann 28.júní næstk. og endanlegri úrvinnslu og frágangi við verði lokið 10 júlí. Í framhaldi verður verkefnið sett í 6 vikna auglýsingaferli áður en það verður sent að lokum til staðfestingar ráðherra.

2. Göngustígur á Bakkabúðartorfunni
Stefnt er að því á næstunni að aðskilja með afgerandi hætti gangandi og akandi umferð á svæðinu framan við Bakkabúð. Töluverðar umræður voru meðal nefndarmanna er varðar útfærslu en nefndarmenn hinsvegar sammála um mikilvægi þess að láta reyna á þessa aðgreiningu vegna margvíslegra annmarka sem eru til staðar í dag á svæðinu.

3. Leiksvæði
Máli vísað til SFU frá sveitarstjórn sbr. fundargerð 15.06.2017.
Frumhugmynd að staðsetningu leiksvæðis á Bjargstúni lögð fram í formi uppdráttar sem unnin var af TGJ að beiðni form. SFU vegna fyrirspurnar Ágústu Arnardóttur.
Fulltrúar SFU mæla með því að óskað verði eftir nánari útfærslu af hálfu TGJ á hugmynd þeirri sem liggur fyrir og málið verði sbr. bókun sveitarstjórnar unnið í samráði við fræðslu- og tómstundanefnd.

4. Stekkás – Þórhallur Pálsson dags. 14. maí 2017
Máli vísað til SFU frá sveitarstjórn sbr. fundargerð 15.06.2017.
Bréf frá Þórhalli Pálssyni vegna Stekkáss Fossárdal lagt fyrir. Form. SFU falið að svara erindinu að höfðu samráði við nefndina.

5. Breyting á Aðalskipulagi Teigarhorn – Eyfeyjunesvík v/veglínu við bæinn Framnes
Erindi frá Sigurbjörgu Sigurðardóttir dags.18.06.2017. lagt fyrir.
Athugsemdir verða sendar til vegagerðarinnar og viðkomandi svarað í framhaldi að umsagnarfesti liðnum.

6. Umhverfismál - umgengni – sorpmál og fl.
Rætt um mikilvægi þess að athafna og hafnarsvæðum sé haldið snyrtilegum og almennar ábendingar verði sendar út í þeim efnum. Þá ræddi nefndin að gefnu tilefni um slæma umgengni innan girðingar á Háaurum og í framhaldi voru reifaðar nýjar hugmyndir meðal nefndarmanna hvort ástæða væri ekki til að endurskoða móttökusvæði sorps hjá sveitarfélaginu frá grunni. Í því sambandi er nefndin áhugasöm um að kanna að koma upp römpum rétt ofan við bræðsluna og þar væru settir opnir gámar sem hægt væri að flokka í sbr. timbur, járn, dekk og fl. Mikill áhugi er hjá nefndinni að þessir möguleikar verði skoðaðir nánar og þá í framhaldi verði hægt að loka svæðinu á Háaurum. Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að sett verði af stað vinna að kanna útfærslu hagkvæmni við breytingar sem þessar.

7. Breytt lega vegar ofan við bræðslu
Nefndin ræddi hugmynd um að breyta megin aðkomuleið vegar ofan við bræðsluna þ.e. að taka aðalveg í línu frá beygju neðan við Rafstöðina og þaðan beint niður á veginn um Víkurland. Með þessari breytingu gæfist kostur á að loka mjög þröngri og hættulegri beygju skammt norðan við húsið Hvarf. Að sama skapi gæfist nýtt og mun meira svigrúm við skipulag á athafnasvæðinu þar sem núverandi vegur liggur. Í dag liggja tveir vegir upp frá Víkurlandi og má því leiða að því líkum að margvísleg hagkvæmni væri að því að hafa einungis eina meginleið á þessu svæði.

8. Íbúðir í eigu sveitarfélagsins
Til umræðu voru íbúðir sveitarfélagsins – umhirða og umgengni bæði innan og utan dyra. SFU ítrekar við sveitarstjórn að setja leigjendum skýrari reglur er áður hafa verið tíundaðar af nefndinni varðandi umgengni leigutaka. Meðal þess sem árétta þarf í nýjum reglum að mati nefndarinnar er að leigjendum sé skylt að hirða lóðir, safna ekki rusli við hús, sbr. kör eða bílhræ eða annað óviðeigandi.
Leigjendum ber að ganga vel um húsakynni, sjá til þess að góðum hita sé haldið á íbúðum og ekki slökkt á ofnum. Hunda og katthald verði bannað og reykingar
stranglega bannaðar innandyra. Jafnframt verði sett inn í nýjar reglur að eftirlit verði af hálfu úttekarmanna sveitarfélagsins einu sinni á ári til að tryggja megi að umgengisreglum sé framfylgt. Ef brotalamir skal vera heimild til að fara oftar.
Vinna skal gátlista fyrir úttektarmenn til að fara yfir helstu atriði sem fylgja þarf samkvæmt nýjum reglum.


Fundi slitið kl. 20:15

18.07.2017

10. apríl 2017


Skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd


17. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í Geysi kl.18:00 þann 10.04. 2017 Mætt: Andrés Skúlason form, Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson – Kári Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Form. ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Tjaldsvæði Djúpavogi
Tillaga að deiliskipulagi á tjaldsvæði og drög að göngustíg lögð fram til kynningar.

2. Breyting á deiliskipulagi við götuna Hlíð.
Fyrir fundinum lá tillaga að breytingu á deiliskipulagi við götuna dags Hlíð dags. 23. feb. sem hefur nú farið í gegnum grenndarkynningu. Tillagan var send öllum eigendum fasteigna við götuna Hlíð í sérstöku bréfi til kynningar. Samhliða lá tillagan frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til kynningar fyrir íbúa og aðra þá sem kunnu að vilja koma á framfæri ábendingum eða athugasemdum. Veittur var frestur í fjórar vikur til að senda inn ábendingar og athugasemdir. Þá var óskað eftir umsögn Minjastofnunar lögum samkvæmt.

Eftirfarandi athugasemdir og umsagnir bárust.
- Eigendur fasteigna og íbúar við götuna Hlíð - dags. 16. mars 2017
- Íris Birgisdóttir og Kolbeinn Einarsson - dags. 20. mars 2017
- Minjastofnun Íslands - dags. 28. mars 2017

Formaður fór efnislega yfir athugasemdir og umsagnir sem borist höfðu.
SFU samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi við Hlíð og vísar málinu til staðfestingar sveitarstjórnar ásamt umsögn við athugasemdum sem formaður lagði fram á fundinum.

Fundi slitið 19:15

18.07.2017

13. mars 2017

Fundargerð – SFU

16. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í Geysi 13.03. 2017 kl 18:00 í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd.

Mætt: Andrés Skúlason form. Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson – Kári Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Andrés ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Íbúðir í eigu sveitarfélagins

SFU hvetur sveitarstjórn að láta kanna ástand íbúðarhúsa í eigu sveitarfélagsins og endurskoði ákvæði í leigusamningum m.a. með tilliti til umgengni leigutaka.

2. Karlsstaðir – breyting á aðalskipulagi
Skipulagsbreyting lögð fram. SFU mælir með að sveitarstjórn taki fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á Karlsstöðum fyrir til afgreiðslu sem óverulega breytingu. Samþykkt samhljóða.

3. Skipulag og framkvæmdir í sveitarfélaginu.
Form. fór yfir stöðu skipulagsmála og framkvæmda sem eru víða í gangi í sveitarfélaginu. Sú hraða þróun sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum er varðar umsóknir vegna uppbyggingu í dreifbýli í ferðaþjónustutengdri starfsemi er umfangsmeiri en áður hefur sést. Landnotkun og breytt atvinnustarfsemi í dreifbýli Djúpavogshrepps stefnir því í að taka umtalsverðum stakkaskiptum á næstu árum og mun að óbreyttu hafa umtalsverð áhrif á landnotkun og búskaparhætti til framtíðar í sveitarfélaginu. Um leið og ber að fagna nýrri atvinnuubyggingu og nýjum störfum í dreifbýli er ljóst að dregið hefur að sama skapi úr hefðbundnum landbúnaði.

4. Plastpokalaus Djúpivogshreppur
SFU mælist til þess að Djúpavogshreppur verði plastpokalaust sveitarfélag og vinni að hugmyndum hvernig megi hrinda verkefninu í framkvæmd. Form. SFU falið að vinna að málinu.

5. Moltugerð
SFU mælir með því að efnt verði til kynningarfundar á Djúpavogi fyrir íbúa með það að markmiði að finna hvaða lausnir gætu skilað mestum árangri varðandi moltugerð með það fyrir augum að draga verulega úr losun á úrgangi frá heimilum, stofnunum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Nefndin mælir með að leitað verði til ráðgefandi aðila um lausnir í þessum málum sem hentað gæti samfélaginu í Djúpavogshreppi. Form. falið að fylgja málinu eftir.

6. Grenndarkynning – Varða 9 - (Magnús Kristjánsson vék af fundi)
Íbúðarhúsalóð nr. 9 við Vörðu hefur þegar verið úthlutað með formlegum hætti. Fyrirliggjandi gögn til grenndarkynningar af lóð og útliti íbúðarhúss lögð fram. Lóðahöfum við götuna Vörðu og öðrum þeim sem mögulega kunna að hafa hagsmuna að gæta verður send grenndarkynning til athugasemda á næstu dögum. Frestur til athugasemda er 4 vikur.

7. Smáhýsi á íbúðarhúsalóðum
Farið yfir eldri reglugerð um smáhýsi á íbúðarhúsalóðum og hún uppfærð til samræmis við
reglugerð Mannvirkjastofnunar.


Fundi slitið kl: 20:10

18.07.2017

23. febrúar 2017

Fundargerð – SFU

15. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í Geysi 23.02. 2017 kl 16:00 í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd.

Mætt: Andrés Skúlason form, Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson og Kári Valtingojer. Boðuð forföll, Óskar Ragnarsson og varamaður hans.

Dagskrá

1. Þvottá.
Vísað er til erindis frá Þórhalli Pálssyni f.h. Kambakletts ehf. dags. 20. janúar 2017 og meðfylgjandi gögn lögð fram af því tilefni. Efni erindis varðar uppbyggingaráform vegna ferðaþjónustu í landi Þvottár í Djúpavogshreppi. Nánari upplýsingar skortir er varðar umfang verkefnisins. Form. SFU falið að fylgja málinu frekar eftir.

2. Olíudreifing dags. 14.02.2017
SFU gerir ekki athugasemdir við ósk um niðurrif á olíugeymi að Víkurlandi 2a, enda verði tryggt af hálfu Olíudreifingar að allar lagnir og annar búnaður er fylgir umræddum olíugeymi verði fjarlægður og svæðinu skilað samkvæmt ítrustu kröfum. Eftir atvikum verði skipt um jarðveg á umræddu svæði ef vera kynni að hann væri mengaður. Samþykkt samhljóða.

3. Deiliskipulag Hlíð
Form. kynnti deiliskipulag við götuna Hlíð sem hefur verið til umræðu í nefndinni. Deiliskipulagið fer í grenndarkynningu gagnvart íbúum við götuna Hlíð, svo og liggur tillagan frammi til athugasemda og ábendinga gagnvart öllum íbúum á skrifstofu sveitarfélagsins.

4. Íbúafundur Löngubúð – Skipulagsmál
Deiliskipulag miðbæjarsvæði og kynning á breytingu á Aðalskipulagi Bragðavalla til yfirferðar.
Páll Líndal fulltrúi TGJ sat fundinn og fór yfir efni dagskrár á fyrirliggjandi íbúafundi
sama dag kl 18:00. Efni íbúafundarins er varðar skipulag á miðbæjarsvæði er lagt fram á grunni samantektar að teknu tilliti til áherslna frá íbúum að afstöðnum tveimur íbúafundum þar sem skilgreind deiliskipulagsmörk miðbæjarsvæðis voru til umfjöllunar.
Að lokinni yfirferð fulltrúa TGJ voru umræður nefndarmanna um framsetningu efnis.
SFU gerir ekki athugasemdir við efnistök eða framsetningu efnis fyrir íbúafund.

Fundi slitið kl: 17:30

18.07.2017

7. desember 2016

Fundargerð – SFU

14. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í Geysi 07.12.2016 kl 18:00 í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd.

Mætt: Andrés Skúlason form, Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson og Kári Valtingojer.

Dagskrá
1. Grenndarkynningar – form. fór yfir verkefni sem eru í grenndarkynningarferli.

2. Skipulagsverkefni í vinnslu.
Form. kynnti þau deiliskipulagsverkefni sem eru í vinnslu í sveitarfélaginu um þessar mundir en óvenju mörg mál hafa komið inn á borð sveitarfélagsins á mjög skömmum tíma. Í ljósi þessa hafa verið mikil samskipti milli form. SFU skipulagsskrifstofu og byggingarfulltrúa á síðustu vikum þar sem megináhersla hefur verið lögð á að leiðbeina viðkomandi aðilum til að auðvelda framgang mála eftir þeim skipulagsferlum sem viðkomandi verkefni þurfa að fara í. Jafnhliða í ljósi fjölda mála og að reynst, nauðsynlegt að skerpa á verklagi vegna uppbyggingaráforma sem kalla á deiliskipulag og eftir atvikum aðalskipulagsbreytingu, allt eftir umfangi framkvæmda. Í þessu sambandi er áríðandi að hafa grundvallarviðmið í Aðalskipulagi að leiðarljósi sbr. að uppbygging allt að þriggja sumarhúsa í dreifbýli er deiliskipulagsskyld framkvæmd, slíkt er sérstaklega áríðandi þar sem uppi eru áætlanir um atvinnustarfsemi sbr. ferðaþjónustu. Umfram þrjú hús þarf hinsvegar auk þess að vinna að breytingu á Aðalskipulagi sem er tímafrekara og umfangsmeira ferli. Byggingarleyfi eru gefin út á grunni deiliskipulags sem hafa farið í gegnum lögbundið umsagnar og auglýsingarferli. Í þessum efnum er fullreynt að það gengur ekki að fara í framkvæmdir við uppbyggingu samhliða skipulagsvinnu.
Í öllum atriðum þarf því að vinna deiliskipulag og staðfesta fyrst áður en gefin eru út byggingarleyfi, enda segir þá samþykkt skipulag til um hvernig framkvæmdum skuli háttað innan afmarkaðs skipulagssvæðis.

Unnið er um þessar mundir að átta aðgreindum deiliskipulagsverkefnum og eru fleiri verkefni í farvatninu. Við slíkar aðstæður reynir auðvitað töluvert á stjórnsýslu sveitarfélagsins sem þarf að bregðast við fjölda erinda á skömmum vegna mis stórra uppbyggingaráforma. Flest eru verkefnin í dreifbýlinu og varða í nær öllum tilvikum uppbyggingu í ferðaþjónustu og þessum áformum öllum ber auðvitað að fagna sérstaklega, þó áhyggjuefni sé í leiðinni hve hefðbundin landbúnaður hefur gefið eftir. Deiliskipulagsverkefni sem nú eru á misjöfnum stigum í ferli eru á eftirtalin.
Á Teigarhorni - miðbæjarsvæði Djúpivogur - íbúðabyggð í þéttbýli Djúpavogs - Bragðavellir – Kerhamrar - Blábjörg - Starmýri og Fossárdalur. Í skipulagsvinnu er varðar bæði Teigarhorn - þéttbýlið á Djúpavogi - Bragðavelli og Kerhamra og e.t.v. fleiri þarf til að koma bæði deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi. Að þessu sögðu lagði form.fram þær áætlanir og skipulagslýsingar sem liggja frammi á misjöfnu vinnslustigi á einstökum svæðum.
SFU gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn sem eru í ferli og felur sveitarstjórn að vinna áfram að afgreiðslu á viðkomandi málum sem eru í lögbundnu ferli.

3. Deiliskipulag í þéttbýli - íbúafundur
Íbúafundi um deiliskipulag á miðbæjarsvæði og íbúðabyggð í þéttbýli hefur verið frestað þangað til í byrjun febrúar.

4. Önnur skipulagsmál.
a.Tillögur að hnitsettum nýjum byggingarreitum með skilmálum í Hammersminni og Markarlandi lagt fram til frekari skoðunar inn í umræðu um deiliskipulag í íbúðabyggð. Um er að ræða tvo nýja byggingarreiti við Hammarsminni og þrjá nýja byggingarreiti við Markarland. Ákveðið að rýna þessar tillögur nánar á næsta fundi SFU.
b. Fara þarf yfir hvort nánari skráning og skipulagsgerð sé ekki þörf á svæðum innan sveitarfélagsins þar sem hægfara uppbygging hefur átt sér stað í dreifbýli gegnum árin, þar sem verkefni, kunna í tilfellum vera komin út fyrir þau viðmiðunarmörk sem getið er um í Aðalskipulagi sveitarfélagsins og kunna því að vera deiliskipulagsskyld og eftir atvikum með þörf á breytingu á Aðalskipulagi.

5. Vatnsveita
SFU telur mikilvægt að farið verði sérstaklega yfir innra eftirlit með vatnsveitu Djúpavogs og skerpt á verklagi. Mjög mikilvægt er að eftirlit með búnaði við vatnsveitu sé í föstum skorðum og skráningar og gæðahandbók sé til staðar svo hámarka megi gæði vatns fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu. Áætlanir eru uppi um að fjölgað verði verulega sýnatökum eftirlitsaðila á næstu misserum.

6. Fráveita í þéttbýlinu
SFU leggur áherslu á við sveitarstjórn að marka tilhlýðilega fjármuni við fráveitu við þéttbýlið á Djúpavogi við gerð fjárhagsáætlunar sem nú stendur yfir. Fulltrúi Mannvits verði fengin að borðinu og gerð verði tímasett verk- og kostnaðaráætlun til næstu 3-4 ára og stefnt verði jafnframt að því að hefjast handa við annan áfanga framkvæmda við fráveituna á næsta ári og jafnhliða leitað allra leiða til að fá niðurfellingu vsk. og leita annars opinbers stuðnings við verkefnið.

Fundi slitið kl: 20:00

27.02.2017