Djúpivogur
A A

Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd

8. mars 2016

Fundargerð - SFU

10. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd 08.03. 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Óskar Ragnarsson.

Dagskrá

1. Auglýsingar utan þéttbýlis – bréf frá Umhverfisstofnun.
Óheimilar auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis. Lagt fram til kynningar

2. Svæðisskipulag Austurland
Lagt fram bréf dags. 9. feb. 2016 þar sem SSA óskar eftir tilnefningu fulltrúa í starfshóp fyrir 10. mars. Starfshópnum er ætlað gera drög að umfangi vinnu við Svæðisskipulag fyrir Austurland, nauðsynlega verþætti og forgangsröðun þeirra. Nefndin leggur til að tilnefna Andrés Skúlason í starfshópinn fyrir hönd Djúpavogshrepps.

3. Kerhamrar í landi Múla 1 – Ósk um breytingu á aðalskipulagi
Form. lagði fram erindi Vigfúsar Halldórssonar dags. 18. febrúar 2016 þar sem fram kemur ósk um breytingu á landnotkun á lóðinni Kerhömrum í landi Múla 1. Með erindinu fylgdi loftmynd og lýsing á fyrirhugaðri gistiaðstöðu sem eigendur hafa hug á að reisa. Um er að ræða áform um byggingu á 350 m2 gistirými á einni hæð. Skipulagráðgjafi hefur unnið að undirbúningi óverulegrar breytingar á aðalskipulagi. Þegar breytingin hefur verið staðfest af Skipulagsstofnun þarf að deiliskipuleggja lóðina. Þegar skipulagsbreytingar hafa verið staðfestar getur umsækjandi lagt fram teikningar af viðkomandi byggingu og sótt um byggingarleyfi. Samþykkt samhljóða.

4. Fiskeldi Austfjarða – varðar umsókn um stöðuleyfi vegna fóðurstöðva í landi Urðarteigs við Berufjörð.
(Óskar Ragnarsson vék af fundi)
Lagt fyrir erindi frá Þórði Þórðarssyni fyrir hönd Fiskeldis Austfjarða sem barst með tölvupósti 22.02.2016. Óskað er eftir stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir fóðurstöðvar í landi Urðarteigs sem tilraunaverkefni.
Að höfðu samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa Djúpavogshrepps er það niðurstaða SFU að umfang þeirrar framkvæmdar sem lýst hefur verið í grófum dráttum af hálfu Fiskeldis Austfjarða sé af þeirri stærðargráðu að það kalli á breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps og gerð deiliskipulags á viðkomandi svæði. Skipulagsstofnun sker úr um hvort fyrirhugað framkvæmd krefjist meiri eða minniháttar aðalskipulagsbreytinga. Óskað er eftir Fiskeldi Austfjarða taki saman heildstæða lýsingu á framkvæmdunum, sem m.a. fæli í sér afmörkun og staðsetningu lóða, vegslóða og raflínutenginga, eðli fyrirhugaðrar starfsemi, byggingarmagn, hæð bygginga og annað sem kann að skipta máli. Samþykkt samhljóða
Óskar mætir inn á fund.

5. Önnur mál
Rætt um stöðu á húsnæðismarkaði og sumarvinnu

Fundi slitið kl: 19.00

11.03.2016