Djúpivogur
A A

Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd

15. október 2015

Fundargerð - SFU
8. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd mánudaginn 15.10.2015 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Auk þess sat fundinn Páll J. Líndal fulltrúi TGJ. Andrés stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.

Páll J Líndal mætti á fundinn 16:35 vegna seinkunar á flugi, þannig að lítill tími var fyrir ítarlega kynningu fyrir nefndina að hans hálfu áður en íbúafundur hófst formlega.

Dagskrá:

1. Deiliskipulag - miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi – Íbúafundur
Páll Líndal kynnti á hraðbergi upplegg við vinnu við kynningu á deiliskipulagi á miðbæjarsvæði Djúpavogs í aðdragenda íbúafundar nr. 2 sem haldinn verður strax að loknum fundi í SFU í Löngubúð kl 17:00 í dag.

Fyrsti íbúafundur vegna miðbæjarskipulags var haldinn þann 25. júní síðastliðinn og á þessum síðari kynningarfundi í aðdragenda vinnu við miðbæjarskipulag mun verða fjallað um þau afmörkuðu svæði sem eftir stóðu frá fyrri fundi og jafnframt birtar lauslegar niðurstöður frá fyrri fundi. Stefnt er síðan á að taka saman allar niðurstöður af fundunum tveimur og halda næsta íbúafund í apríl eða maí 2016. Þá mun jafnframt liggja fyrir gróf drög að greinargerð og frekari hugmyndir að útfærslu miðbæjarskipulags byggða meðal annars á niðurstöðum íbúafunda og þeim forsendum sem unnið hefur verið með samkvæmt stefnu Aðalskipulags Djúpavogshrepps.

Annað ekki tekið til umræðu

Fundi í SFU slitið kl 17:00 og íbúafundur settur.

15.02.2016

22. janúar 2016

Fundargerð - SFU
9. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd 22.01. 2016
kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Páll Líndal fulltrúi Teiknistofu GJ.

Dagskrá
1. Deiliskipulag miðbæjarsvæði
Páll Líndal gerði nefndinni grein fyrir helstu niðurstöðum af íbúafundum sem að haldnir hafa verið í tengslum við fyrirhugað deiliskipulag á miðbæjarsvæði. Jafnframt gerði Páll grein fyrir næstu skrefum og áætlunum um tímalengd við vinnu við skipulagsferlinn. Jafnframt ákveðið að hafa næsta íbúafund í apríl og þá verði jafnframt lögð fram lýst lýsing á deiliskipulagi.

Fundi slitið kl: 16.50

12.02.2016