Djúpivogur
A A

Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd

24. júní 2015

Fundargerð 24. júní 2015

7. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd 24.06. 2015
kl. 17:30. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Páll Líndal fulltrúi Teiknistofu GJ.

Dagskrá

1. Íbúafundur um skipulagsmál.
Form. SFU gerði grein fyrir íbúafundi sem haldinn verður í Djúpinu á morgun fimmtudag 25. júní sem þegar hefur verið auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins sem og með sérstöku dreifibréfi á öll heimili í sveitarfélaginu.

a. Lýsing á breytingu á skipulagi við botn Berufjarðar.
Undir þessum lið gerði Páll Líndal nefndinni grein fyrir hvernig að kynningu yrði staðið. Jafnhliða kynnti form. tillögu vegagerðarinnar á þeirri veglínu sem fallist hefur verið á að fara þ.e. veglínu merkt Z í matsáætlun sem er veglína sem að allir landeigendur og sveitarstjórn hafa mælt með að farið verði. Veglína sú sem lögð var fram á fundinum barst form. frá starfstöð vegagerðar á Reyðarfirði 22.06.2015 og lítur nefndin svo á að veglínan sé í fullu samræmi við veglínu Z sem er ysta mögulega veglína sem að veghönnuðir vegagerðarinnar treysta sér til að leggja fram og gerir SFU engar athugasemdir við fyrirliggjandi veglinu.

b. Miðbæjarskipulag Djúpavogs
Páll Líndal gerði nefndinni grein fyrir hvernig að kynningu yrði staðið sem er í fullu samræmi við það sem nefndinni hafði áður verið kynnt nema hvað lagt er til að bæta inn fleiri svæðum til umræðu við deiliskipulagið.

2. Veglínur við Teigarhorn – tillögur frá vegagerðinni
Form. lagði fram nýjar tillögur frá vegagerðinni um tillögur að veglínum á þjóðvegi ofan við bæinn á Teigarhorni. Tillögur þessar eru gerðar í kjölfar rannsókna á svæðinu vegna deiliskipulags þar sem komið hefur í ljós að blindhæðir og beygjur á núverandi þjóðvegi eru óásættanlegar með tilliti til umferðar almennt og aðkeyrslu að bæjartorfunni á Teigarhorni. Auk þess er það mat vegagerðarinnar að núverandi vegstæði sé óásættanlegt með tilliti til umferðaröryggis. Heimreið að bænum Kápugili er sömuleiðis á blindhæð á sama svæði. Nefndin mælir með tillögu vegagerðar að veglínu 1u6-003 með lítilsháttar breytingum með það fyrir augum að lágmarka rask á hraunklettum ofan við Eyfreyjunesvík. Samþykkt að fela form.að koma erindinu á framfæri við vegagerðina.

3. Erindi frá Olíudreifingu 16.júní. 2015 með tölvupósti.
Erindi undirritað af Gesti Guðjónssyni lagt fyrir þar sem fram kemur að ekki sé í gildi deiliskipulag fyrir lóð félagsins á Djúpavogi. Bréfritari kallar eftir hvenær vænta megi að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið. Núverandi starfsleyfi Olíudreifingar rennur úr gildi 31.01.2018. SFU er sammála því að vísa erindinu til nánari vinnu við deiliskipulag á miðbæjarsvæði Djúpavogs sem vinna er þegar hafinn við, með þeim hætti verði tryggt að vinnu við deiliskipulag á viðkomandi svæði verði lokið fyrir tilskilinn tíma.

4. Fundur með FLH.
Form.stjórnar FLH (félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum) hefur lagt til að fyrirliggjandi fundur með SFU verði þann 30. júní næstk. Nánari tímasetning þann 30. júní verður send á alla fulltrúa SFU með fyrirvara.

Fundi slitið kl: 20.00 

10.07.2015