Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd
10. júní 2015
Fundargerð - SFU
6. fundur 2014 – 2018
Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd 10.06.2015
kl. 17:30. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Óskar Ragnarsson.
Dagskrá:
1. Skipulagsmál við botn Berufjarðar. Þar sem sýnt er að landeigendur við botn Berufjarðar hafa náð samkomulagi um veglínu fyrir botn Berufjarðar með sameiginlegu bréfi undirrituðu af öllum landeigendum, þá styðja fulltrúar í SFU hugmyndir sveitarstjórnar um færslu núverandi veglínu sem staðfest hefur verið í skipulagi út í veglínu Z. Þann 25. júní er því fyrirhugaður sérstakur íbúafundur þar sem fram fer lýsing á breytingu á skipulagi á veglínu við botn Berufjarðar sem fulltrúi Teiknistofu GJ mun leiða. Form. skýrði frá að þessa dagana væru veghönnuðir vegagerðarinnar við mælingar á framkvæmdasvæðinu og kann veglínaað hliðrast lítilsháttar með hliðsjón af frekari rannsóknum á fyrirliggjandi vegstæði.
Gera má ráð fyrir að skipulagsferli sem framundan er verði lokið um áramót ef engir hnökrar verði á ferlinu og því hægt að bjóða framkvæmdina út í upphafi næsta árs.
2. Miðbæjarskipulag
Form. kynnti að stefnt væri að íbúafundi á Djúpavogi varðandi miðbæjarskipulagið þann 25. júní og verður hann auglýstur með góðum fyrirvara og íbúar hvattir til þáttöku.
Stefnt að því að nefndin fundi sérstaklega með fulltrúa Teiknistofunnar fyrir íbúafund.
3. Samfélagsdagur Ákveðið hefur verið af sveitarfélaginu að efna til samfélagsdags í samráði við Neista þar íbúar verða hvattir til almennrar tiltektar í bænum og verður grillað á eftir. SFU hvetur íbúa til almennrar þáttöku í degi þessum.
4. Staða skipulagsmála vegna sölu lóðar sem Rafstöð Djúpavogs stendur á.
Kári víkur af fundi. SFU hvetur sveitarstjórn til þess að kaupa viðkomandi fasteign í ljósi þess að viðkomandi lóð og starfsemi fellur ekki að gildandi Aðalskipulagi en svæðið er markað innan íbúðarsvæðis á þeim reit sem viðkomandi hús stendur á. Þá liggur fyrir að þau áform sem uppi voru um stækkun viðkomandi fasteignar samræmdist ekki nánasta umhverfi og lóðaskipulagi.
Kári mætir á fund.
Erindi og bréf
1. Lóðaumsóknir fyrir sumarhús við Vogaland dags. 20.05.2015.– umsókn frá Esther S Sigurðardóttur vegna byggingar á tveimur sumarhúsum við Vogaland. Um leið og viðkomandi er þakkaður sýndur áhugi með umsókn þá eru fulltrúar SFU því sammála um að höfðu samráði við skipulagsráðgjafa sveitarfélagins að beina viðkomandi til að sækja um lóðir vegna viðkomandi sumarhúsa á sérstöku svæði sem er ætlað er undir sumarhúsabyggð í jaðri þéttbýlisins nánar tiltekið á milli Steinstaða og Hvarfs sem er nú á vinnslustigi í tengslum við vinnu við skipulagsgerð í þéttbýlinu.
2. Stjórn félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum. Jón Hávarður form. FLH hefur hefur fallist á að funda ásamt stjórn sinni með fulltrúum SFU fljótlega vegna erindis sem að nefndin hafði sent stjórn FLH vegna utanvegaaksturs í sveitarfélaginu. SFU fagnar því að fá fund með stjórninni og óskar eftir að honum verði komið sem fyrst á.
Fundi slitið 19:00