Djúpivogur
A A

Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd

4. desember 2014

Fundargerð - SFU

2. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd þriðjudaginn 4. des. 2014 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Andrés stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Skipulagsmál

Form. kynnti skipulagsvinnu á Teigarhorni sem er í vinnslu hjá Teiknistofu GJ. Unnið er að breytingu á aðalskipulagi á Teigarhorni og deiliskipulagi sem styrkt er af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða gegn mótframlagi. Skipulagsvinnan var kynnt á síðasta fundi ráðgjafarnefndar stjórnar fólkvangsins á Teigarhorni á fundi þann 29.ágúst síðastliðinn og aftur á fundi þann 24. nóv. án athugasemda. Form, fór yfir stöðu skipulagsvinnunar á Teigarhorni á glærum, stígagerð kynnt og fl. Stefnt er á að skipulagsvinna á Teigarhorni verði lögð fram á sérstakri íbúakynningu á Djúpavogi þann 8. janúar næstk. og sama dag mun fulltrúi TGJ einnig kynna drög að skipulagi á miðsvæði Djúpavogs á fundi með stjórn SFU og leggja grunn að áfangaskiptingu og tímaáætlun við þá vinnu sem mun síðan fara í gegnum lögbundið skipulagsferli.

2. Orkufjarskipti – 04.12. 2014 - ósk um framkvæmdaleyfi

Erindi frá Orkufjarskiptum lagt fram, en um er að ræða ósk um framkvæmdaleyfi vegna langningu ljósleiðara frá tengivirki í landi Teigarhorns, yfir Hálsa og út á Djúpavog sunnan megin Hálsa, um land Kambshjáleigu, Stekkjarhjáleigu, Hlauphóla og þaðan í línu ofan við Búlandshöfn og sem leið liggur að nýju kirkju þar sem ljósleiðarinn fer inn á lögn Mílu og þaðan út í símstöð. Nefndir samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfi fyrir sitt leyti og leggur áherslu á að frágangur við framkvæmd verði í samræmi við kröfur þar um og menningarminjum hlíft, enda hafi framkvæmdaðilar kynnt sér fyrirliggjandi ath. í þeim efnum.

3. Umhverfismál Form. skýrði frá ábendingum og kvörtunum sem borist hafa vegna mikils utanvegaaksturs í sveitarfélaginu vegna vélknúinna ökutækja, sérstaklega sex –eða fjórhjóla en veruleg náttúruspjöll hafa meðal annars verið unninn inn á Búlandsdal í þessum efnum sem nefndin er sammála um að brýnt sé að taka á. Að þessu tilefni sýndi form. myndir sem teknar hafa verið á vettvangi eftir að athugasemdir höfðu borist. Form. falið að hafa samband við Umhverfisstofnun um hvaða leiðir eru færar svo sporna megi við frekari náttúruspjöllum af þessu tagi.

Annað ekki tekið til umræðu

Fundi slitið 17:50

15.12.2014