Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd
16. september 2014
Fundargerð - SFU
1. fundur 2014 – 2018
Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Andrés stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Erindisbréf lögð fram.
Form. kynnti fyrirliggjandi erindisbréf fyrir SFU sem staðfest hefur verið í sveitarstjórn.
2. Skýrsla byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi Þórhallur Pálsson mætti inn á fund og gaf skýrslu um mál undir liðum 3 - 5.
3. Lóðamál og uppmælingar
a. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir mikilvægi þess að koma lóðamælingum í þéttbýlinu í betra horf. Búið er að ljúka innmælingum húsa og í framhaldi telur byggingarfulltrúi mikilvægt að að hnitsetja allar skráðar lóðir í þéttbýlinu. Þórhallur sýndi bæjargrunn að þessu tilefni sem verið er að vinna með. Umræður og fyrirspurnir um málið. Samþykkt að kalla eftir áætluðum kostnaði við að ljúka uppmælingum lóða í þéttbýlinu með áfangaskiptingu í huga.
b. Hlíð 5 - uppmæling
c. Lóðamál á Bóndavörðu – skipuleggja lóðir vegna húsa og mannvirkja sem eru í eigu þriggja óskyldra aðila.
d. Kirkjugarður - uppmæling
4. Framkvæmdir.
Byggingarfulltrúi og oddviti gerðu grein fyrir helstu framkvæmdum í sveitarfélaginu.
a. Núpur – stækkun útihúsa
b. Steinaborg – endurbætur á húsi í samráði við Húsafriðun
c. Karlsstaðir – breyting á fjósi í matvælavinnslu
d. Bragðavellir – lokaúttekt fyrirhuguð
e. Lindarbrekka – bygging kjötvinnslu í gangi
f. Stekkás – Virkjun í Fossá og stíflumannvirki.
g. Faktorshús – unnið að frágangi glugga og hurða – unnið með stuðningi Húsafriðunar
h. Gamla kirkja – hafist er handa við endurgerð með stuðningi Húsafriðunar
i. Gatnagerð – Hraun – búið að malbika og setja kantsteina – lagning gagnstétta fyrirhuguð.
5. Umhverfismál.
Undir þessum lið rætt um minniháttar byggingartengd mál sbr. gervihnattadiskar, varmadælur girðingar og sólpalla og fl. sem í tilfellum geta haft umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfi og ásýnd heilla íbúðarhverfa. Nefndin sammála um að vinna þurfi að skýru verklagi er varðar minniháttar byggingartengd mál. Þórhallur víkur af fundi.
6. Skipulagsmál – staða verkefna
Form. kom inn á mikilvægi þess að vinna að skipulagsmálum í samræmi við stefnu sveitarfélagsins í gildandi Aðalskipulagi 2008 – 2020 sem megingrunnur fyrir nánari skipulagsgerð á svæðinu. Unnið er að eftirfarandi verkefnum.
a. Deiliskipulag Miðsvæði – Djúpvogur
b. Breyting á Aðalskipulagi og vinna við deiliskipulag Teigarhorni
7. Skipulagsbreytingar
Vinna við síðastu breytingu á Aðalskipulagi kynnt sem var vegna vegaframkvæmda Háabrekka – Reiðeyri og breyting á legu vegar um botn Berufjarðar.
8. Önnur mál.
Nefndin leggur mikla áherslu á að ráðist verði hið fyrsta að gera úrbætur varðandi öryggi gangandi vegfarenda í þorpinu, sérstaklega með tilliti til barna. Meðal annars að skoðað verði að setja undirgöng á Hlíðarhæðinni að Neistavelli á þjóðvegi í þéttbýli.
Fundi slitið kl 20:00