Djúpavogshreppur
A A

Skipulags,- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 30. apríl 2020

Skipulags,- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 30. apríl 2020

Skipulags,- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 30. apríl 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 30.04.2020 - 10:04

Fundargerð 15. fundar Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn hjá SFU Djúpavogshrepps í Löngubúð, fimmtudaginn 30. apríl 2020 kl. 18:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Rán Freysdóttir, Snjólfur Gunnarsson, og Bergþóra Birgisdóttir. Ingibjörg ritaði fundargerð og Kári stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

Fundarstjóri óskar eftir að fá að bæta lið 1a. á dagskrá.

1a. Byggingarfulltrúi, bréf 28.04.2020. Óskað eftir umsögn SFU um niðurrif á bílskúr við Bakka 3.

SFU leggst ekki gegn því að umræddur bílskúr verði rifin en bendir á að ganga þurfi vel frá svæðinu eftir rifin td. með því að tyrfa með grasi.

1. FTJ, 27.03.2020. Skipulag á skólalóð.

Með vísan í fundargerð Sveitarstjórnar 16.04.2020 lið 4d og 4g. Þá hefur verkefnisstjóra aðgerðaráætlunar sveitarstjórnar verið falið að fylgja þessu máli eftir.

2. Fiskeldi Austfjarða, bréf 16.04.2020. Geymslusvæði.

SFU ræddi möguleg geymslusvæði fyrir Fiskeldi Austfjarða og fól formanni að setja sig í samband við Fiskeldið til að staðsetja nýtt geymslusvæði við austurgafl mjölhúsins og hluta af svæði á Háaurum.

3. Gleðivík athafnarsvæði skipulagsvinna

Frestað til næsta fundar.

4. Gleðivík athafnarlóð kynning.

Rán Freysdóttir kynnti hugmyndir að skipulag lóða við Gleðivíkurhöfn. Formanni falið að tala við skipulagsfulltrúa.

5. Kallabakki skipulagsvinna.

Frestað til næsta fundar.

6. Markarland deiliskipulag kynning og umræða.

Nefndin ræddi deiliskipulagstillögur og hugmyndir um byggingu raðhús í Markarlandi.

Nefndi sammála um að skipulagið verði unnið áfram eftir framkomnum tillögum þannig að ljúka megi deiliskipulagsgerð í Markarlandinu.

7. Fráveita kynning

Farið var yfir tillögur frá Mannvit vegna fráveituframkvæmda. Tillögurnar eru 3 það er tillaga 0, tillaga 1 og tillaga 3. Nefndin er sammála um að skoða ætti tillögu 0 betur en annars velja tillögu 2.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:20 . Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð

Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, fundarritari.