Djúpavogshreppur
A A

Skipulags,- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 28. maí 2020

Skipulags,- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 28. maí 2020

Skipulags,- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 28. maí 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 28.05.2020 - 10:05

Fundargerð 16. fundar Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn hjá SFU Djúpavogshrepps í Löngubúð, fimmtudaginn 28. maí 2020 kl. 18:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Rán Freysdóttir, Snjólfur Gunnarsson, og Bergþóra Birgisdóttir. Ingibjörg ritaði fundargerð og Kári stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Sveitarstjórn 14. maí 2020. Hótel framtíð, lóðarmál.

Þar sem umrædd lóð yrði á svæði sem nýtur hverfisverndar samkvæmt gildandi Aðalskipulagi óskar nefndin eftir frekari upplýsingum um nýtingu á og uppbyggingu á fyrirhugaðri lóð. Formanni falið að setja sig í samband við umsækjanda og vinna málið áfram með Skipulagsráðgjafa og Byggingarfulltrúa.

2. Ungmennafélagið Neisti, bréf 25.05.2020. Körfuboltavöllur.

SFU leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt til að byggja körfuboltavöllinn við enda fótboltavallarins í Blánni að undangenginni grenndarkynningu.

3. Djúpavogskirkja, bréf 25.05.2020. Bílastæði við Kirkjuna.

Nefndin sammála um að sveitarfélagið ætti að koma að lagfæringu á bílastæðinu við kirkjuna með einhverjum hætti enda er um að ræða aðal aðkomuleiðanna inní bæinn.

4. Alfreð og Eva Steinar 1, bréf 25.05.2020. Skipulag við prestbústaðinn.

Formanni falið að fara yfir erindið með Alfreð og Evu í samráði við Byggingarfulltrúa og Skipulagsráðgjafa.

5. Gleðivík athafnarsvæði skipulagsvinna.

Nefndin leggur til að skipulagðar verði athafnalóðir við Gleðivíkina. Formanni falið að senda tilögur nefndarinnar til skipulagsráðgjafans til frekari vinnslu.

6. Kallabakki skipulagsvinna.

SFU leggur til að steypta handriðið við Kallabakkann (þar sem þvottaplanið var) verði sagað af og smíðaður verði snyrtilegur pallur út af planinu hugsanlega að hluta úr gamla bryggjutimbrinu. Einnig verði gönguleiðir lagfærðar í kringum Bakkan.

7. Fráveita kynning.

Frestað til næsta fundar.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:20 . Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð

Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, fundarritari.