Djúpivogur
A A

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 26. mars 2020

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 26. mars 2020

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 26. mars 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 26.03.2020 - 10:03

Fundargerð 14. fundar Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022


Fundur var haldinn hjá SFU Djúpavogshrepps í fjarfundi, fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 18:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Rán Freysdóttir, Snjólfur Gunnarsson, og Bergþóra Birgisdóttir. Ingibjörg ritaði fundargerð og Kári stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Skipulagsfulltrúi Djúpavogshrepps, 24.03.2020. Stekkamýri - drög að deiliskipulagi.

Samkvæmt skipulagsreglugerð er ekki heimilt að leyfa umsækjanda að byggja nær sjó en 50m. nema sveitarstjórn sæki um undanþágu til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Nefndin er tilbúinn að skoða það að sækja um slíka undanþágu en óskar eftir rökstuðningi umsækjanda.

2. Skipulagsfulltrúi Djúpavogshrepps, 24.03.2020. Smáheimilabyggð - drög að deiliskipulagi.

Lagt fram til kynningar, gert er ráð fyrir að deiliskipulagið verði afgreitt á næsta fundi.

3. Skipulagsfulltrúi Djúpavogshrepps, 24.03.2020. Markarland 10-16 - drög að deiliskipulagi.

Nefndinni líst vel á framkominn drög og óskar eftir að unnið verði áfram með þau.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:10 . Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, fundarritari.