Djúpavogshreppur
A A

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 20. febrúar 2020

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 20. febrúar 2020

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 20. febrúar 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 20.02.2020 - 10:02

Fundargerð 13. fundar Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn hjá SFU Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 20. febrúar 2020 kl. 18:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Rán Freysdóttir, Snjólfur Gunnarsson, og Bergþóra Birgisdóttir. Ingibjörg ritaði fundargerð og Kári stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Skipulagsfulltrúi Djúpavogshrepps, 17.02.2020. Deiliskipulag Borgarland og Markarland.

Nefndinni líst vel á framkomnar hugmyndir við neðri hluta Borgarlands og óskar eftir að skipulagið verði unnið áfram þannig að hægt verði að úthluta þessum lóðum.

Við Markarland var hugmyndinn að útbúa tvær lóðir fyrir raðhús. Lóð 14 gæti verið fyrir allt að þriggja íbúða parhús og lóðin 10 og 12 gæti verið fyrir allt að fjögra íbúða parhúsi.

2. Jóhanna s. Reykjalín, bréf 17.02.2020. Umferðaröryggi við Búland.

Nefndin tekur undir að það þurfi að bæta umferðaröryggið við Búland. Formanni falið að óska eftir fundi með fulltrúm Vegagerðarinnar og Sveitarstjóra fyrir næsta nefndarfund.

3. Míla ljósleiðaravæðing í þéttbýli.

Formaður gerði grein fyrir framgangi verkefnisins.

4. Næsti fundur og lok nefndarstarfa.

Formaður leggur til að nefndin fundi tvisvar í biðbót það er 19. mars og 23. apríl.

Á síðasta fundi nefndarinnar verði útbúið skilablað sem sent verði viðkomandi nefnd í nýju sveitarfélagi.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:00 . Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, fundarritari.