Skipulags,- framkvæmda- og umhverfisnefnd - 28. mars 2019

Fundargerð 6. fundar Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022
Fundur var haldinn hjá SFU Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 28. mars 2019 kl. 18:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Rán Freysdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Snjólfur Gunnarsson, og Skúli Benediktsson. Ingibjörg ritaði fundargerð og Kári stjórnaði fundi.
Dagskrá var eftirfarandi:
1. Minnisblað byggingarfulltrúa, 17.3.2019.
Nefndin fór yfir minnisblað byggingarfulltrúa.
2. Jóhanna Reykjalín, bréf 18.3.2019. Umgengni í Gleðivík.
Nefndin tekur undir það að umgengni í Gleðivík og öðrum athafnarsvæðum í sveitarfélaginu sé ábótavant. Brugðist hefur verið við erindinu og er hreinsunarstarf þegar hafið. Í Gleðivík stendur listaverk í eigu sveitarfélagsins sem skemmdist í roki á dögunum og mælir nefndin með því að sveitarstjórn láti kanna kostnað við að gera við eða fjarlægja verkið.
K.S.V. víkur af fundi, R.F. tekur við stjórn fundar.
3. Sveitarstjórnarfundur 21.3.2019. liður 3.5. Rarik, samningur um afhendingu götulýsingarkerfis til sveitarfélagsins.
Nefndin leggur til að í samninginum sé tímasett áætlun um það hvenær stýribúnaði og mælum sé komið út úr spennustöðvum. Nefndin mælir með að það verði búið fyrir haustið t.d. 1.september. Nefndin leggur til að sveitafélgið geri samning við heimamenn um þjónustu búnaðarins.
K.S.V. kemur aftur inná fund og tekur við stjórn fundar.
4. Skipulagsfulltrúi Djúpavogshrepps, bréf 22.3.2019. Ósk um umsögn vegna umsóknar um byggingarleyfi Borgarland 12.
Nefndin setur sig ekki á móti því að í þeirri deiliskipulagsvinnu sem nú er í gangi á svæðinu sé gert ráð fyrir bílskúr við Borgarland 12. En áréttar að byggingin verði að samræmast núvarandi götumynd hvað varðar útlit og byggingarlag.
5. Skipulagsfulltrúi Djúpavogshrepps, bréf 23.3.2019. Beiðni um afstöðu SFU til grenndarkynningar vegna viðbyggingar við Grunnskólann.
Nefndin er sammála um að viðbyggingin fari í grenndarkynningu og að sú kynning fari fram sem fyrst.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:00.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Kári Snær Valtingojer, fundarritari.