Djúpavogshreppur
A A

Skipulags- framkvæmda og umhverfisnefnd - 11. nóvember 2019

Skipulags- framkvæmda og umhverfisnefnd - 11. nóvember 2019

Skipulags- framkvæmda og umhverfisnefnd - 11. nóvember 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 11.11.2019 - 10:11

Fundargerð 11. fundar Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur verður haldinn í SFU Djúpavogshrepps, mánudaginn 11. Nóvember 2019 kl. 18:00

Fundarstaður: Geysir.

Fundinn sátu Rán Freysdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Eiður Ragnarsson, Snjólfur Gunnarsson, Bergþóra Birgisdóttir. Ingibjörg ritaði fundargerð og Rán stjórnaði fundi.

Dagskrá er eftirfarandi:

1. Páll Líndal í gegnum fjarfundabúnaði.

Kynning á deiliskipulagi í Borgarlandi og smáhúsabyggð.

2. Sveitarstjórnarfundur 17.10.2019, liður nr. 3. b. Tré Lífsins, erindi dags. 20.09.2019. Opnun minningargarðs í Djúpavogshreppi. Nefndinni líst vel á þessa hugmynd svo fremur að öllum ákvæðum laga og reglugerða sé framfylgt.

3. Umhverfisstofnun. Lýsing á deiliskipulagi við Snædalsfoss. Lagt til kynningar.

4. Skipulagsstofnun. Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps, Fossárvík. Lagt til kynningar.


Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18:50 . Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir fundarritari.